Fjölrit RALA - 15.03.1977, Side 29
23
Sámsstaðir 1976
Athuganir á stofnum af höfrum og byggi til kornþroska.
Tilraun nr. 125-76. Bygg.
Sumarið 1976 var mjög slæmt til kornþroska, enda vott og sólarlítið.
Sáð var 213 afbrigðum af byggi til kornþroska á Geitasandi og að Sáms-
stöðum. Um 40 afbrigðum var sáð í raðir en afganginum með svo nefndri
"hill plot" aðferð.
Fylgst var með skriði og uppskera tekin til ákvörðunar á 100 korna
vigt. Niðurstöður liggja ekki fyrir. Auk afbrigðanna var sáð út
stökkbreytimeðhöndluðu korni af maís og arfblendnu fræi úr víxlunum.
Vegna hins lélega veðurfars var úrvalsstyrkurinn mikill og hægt
að takmarka mjög það magn af fræi sem haldið verður áfram með.
VÍxlunin Akka x Tampar vekur sérstaka athygli fyrir að vera snemmþroska
og strástíf.
Tilraun nr. 126-76. Hafraafbrigði.
Sáð var 37 afbrigðum af höfrum á Geitasandi og að Sámsstöðum dagana
28.-29. apríl auk afblendins fræs úr víxlunum til úrvals. Uppskera
varð mjög léleg.
Á Sámsstöðum komst kornþroski ekki lengra en á mjólkurstig í
fljótustu afbrigðum, en fljótustu afbrigðin, Kalott og Pol, komust á
oststig á Geitasandi. Bestan árangur gaf nýtt sænskt afbrigði, Kalott,
sem virðist betra en afbrigðið Nip sem hefur reynst best áður.
Ýmsar athuganir.
Athugun á strandreyr (Phalaris arundinacea).
Um margra ára skeið hefur strandreyr vaxið á dálitlum bletti á Sáms-
stöðum, og mun honum upphaflega hafa verið sáð í athugun.
Strandreyrinn hefur jafnan verið hávaxinn og gróskumikill á þessum
stað. í sumar var lítillega fylgst með vexti hans.
15/6. Strandreyrinn er um 75 sm á hæð og er ekkert farinn að
skríða.
13/7 Strandreyrinn er um 120 sm á hæð. Hann er að skríða.
29/7. Strandreyrinn að byrja að blómstra. Blöðin eru um 120 sm
á hæð, en stöngulinn 170 sm.
30/7. Sleginn var 1,8 m^ reitur, og mældist uppskeran um 190 kg/ha.
Þe. % var 20,7%.