Fjölrit RALA - 15.03.1977, Side 24

Fjölrit RALA - 15.03.1977, Side 24
Sámsstaðir 1976 18 Tilraun nr. 425-76. Sáðaðferðir og sáðmagn túnvinguls til fræræktar. Sámsstaðir og Gunnarsholt. Sáð var fjórum mismunandi skömmtum af fræi, dreifsáð og raðsáð með þrem mismunandi raðbilum. Sá hluti tilraunirinnar heima á Sámsstöðum sem sáð var í með vél leit ágætlega út í septemberlok. Mun meiri arfi kom í reitina sem dreifsáð var í og eru sumir þeirra trúlega ónýtir. í Gunnarsholti var spírun slæm á sumum reitanna sem vélsáð var í, en handsáningin er hins vegar jöfn. Bendir það ásamt fleiru til að vélin hafi fellt fræið of djúpt niður í sandinn. Sáð var 1. júní á Sámsstöðum og 31. maí x Gunnarsholti. Áburður: 17-17-17 (um 100 N á ha). Tilraun nr. 46-417-76. Frætekja af túnvingli með mismunandi N-áburði og mismunandi áburðartíma. Gunnarsholti. Sáð var 26. maí vorið 1976 í sandjörð á Geitasandi og borið á 26. ágúst og 22. sept., tveir skammtar, 30 og 60 kg/ha N í hvort skipti. Við sáningu var borið á nálægt 500 kg/ha af 20-14-14. Tilraunir með grænfóður og gulrófur. Tilraun nr. 426-76. Athugun á haustþoli grænfóðurtegunda. Ýmsum stofnum af næpum, hreðkum og gulrófum var sáð í 18 m langar raðir (1-3 raðir af hverjum stofni ). Fimmtíu sm voru á milli raða. Þa var stofnum af fóðurkáli, rýgresi, höfrum og byggi sáð í 14-27 m^ reiti (1 reitur með hverjum stofni). Einnig var tveim þýskum stofnum af mais sáð í nokkrar raðir á Sámsstöðum og undir A-Eyjafjöllum. Sáð var 8. júní í nýbrotið mólendi. Áburður var 17-17-17. Á bygg var borið 115 kg/ha N, en 140 kg/ha N á allt hitt. Á næpur, hreðkur, rófur og fóðurkál var einnig borið bórax, 20 kg/ha. Framhald á næstu síðu.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.