Fjölrit RALA - 15.03.1977, Blaðsíða 24

Fjölrit RALA - 15.03.1977, Blaðsíða 24
Sámsstaðir 1976 18 Tilraun nr. 425-76. Sáðaðferðir og sáðmagn túnvinguls til fræræktar. Sámsstaðir og Gunnarsholt. Sáð var fjórum mismunandi skömmtum af fræi, dreifsáð og raðsáð með þrem mismunandi raðbilum. Sá hluti tilraunirinnar heima á Sámsstöðum sem sáð var í með vél leit ágætlega út í septemberlok. Mun meiri arfi kom í reitina sem dreifsáð var í og eru sumir þeirra trúlega ónýtir. í Gunnarsholti var spírun slæm á sumum reitanna sem vélsáð var í, en handsáningin er hins vegar jöfn. Bendir það ásamt fleiru til að vélin hafi fellt fræið of djúpt niður í sandinn. Sáð var 1. júní á Sámsstöðum og 31. maí x Gunnarsholti. Áburður: 17-17-17 (um 100 N á ha). Tilraun nr. 46-417-76. Frætekja af túnvingli með mismunandi N-áburði og mismunandi áburðartíma. Gunnarsholti. Sáð var 26. maí vorið 1976 í sandjörð á Geitasandi og borið á 26. ágúst og 22. sept., tveir skammtar, 30 og 60 kg/ha N í hvort skipti. Við sáningu var borið á nálægt 500 kg/ha af 20-14-14. Tilraunir með grænfóður og gulrófur. Tilraun nr. 426-76. Athugun á haustþoli grænfóðurtegunda. Ýmsum stofnum af næpum, hreðkum og gulrófum var sáð í 18 m langar raðir (1-3 raðir af hverjum stofni ). Fimmtíu sm voru á milli raða. Þa var stofnum af fóðurkáli, rýgresi, höfrum og byggi sáð í 14-27 m^ reiti (1 reitur með hverjum stofni). Einnig var tveim þýskum stofnum af mais sáð í nokkrar raðir á Sámsstöðum og undir A-Eyjafjöllum. Sáð var 8. júní í nýbrotið mólendi. Áburður var 17-17-17. Á bygg var borið 115 kg/ha N, en 140 kg/ha N á allt hitt. Á næpur, hreðkur, rófur og fóðurkál var einnig borið bórax, 20 kg/ha. Framhald á næstu síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.