Fjölrit RALA - 15.03.1977, Qupperneq 74
Skriðuklaustur 1976
68
Tilraun nr. 419-76. Vaxandi skammtar af N á frætökureiti.
Sáð var tveimur tegundum, vallarsveifgrasi 07 og íslenskum túnvingli
(danskt fræ) í 15 x 25 m^-hvorri tegund. Tilraunameðferð og reitaskipun
hefur ekki verið ákveðin.
Sáð 12/6. Borið á 12/6 og 23/6. Áburðarefni kg/ha: 75 N, 74 P, 76 K
Tilraunasvæðið var komið með nokkuð jafnan gróður, þó ekki slægt.
Nokkuð bar á aðskotaplöntum, einkum í túnvingulstilrauninni.
Tilraunalandið er á ávalri valllendisbungu í ræstri mýri, ágætlega
þurrt.
Tilraun nr. 481-76. Frætaka af ýmsum tegundum og stofnum.
Reitastærð: 12,5 x 1,4 m. Endurtekningar 4.
Grastegundir, stofnar og uppruni.
a. Vallarsveifgras, 07, Akureyri.
b. Vallarsveifgras, 1.1-1.76, ísl. blanda Þ.T.
c. Vallarsveifgras, Holt, norskt.
d. Vallarsveifgras, Fylking, sænskt.
e. Túnvingull, 0306, ísl., Þ.T.
f. Túnvingull, íslenskt, S.F.
g. Vallarfoxgras, Korpa.
h. Vallarfoxgras, Engmo
i. Snarrót, ísl.
j. Háliðagras, Oregon.
k. Fjallasveifgras, 012, íslenskt.
l. Fjallafoxgras, 0502, íslenskt.
Sáð 12/6. Borið á 12/6 og 23/6. Áburðarefni kg/ha: 75 N, 74 P, 76 K
Allar tegundir komu sæmilega upp. Ekki slegin.
Tilraunalandið liggur að tilraun nr. 419-76. Sama jarðvegsástand.