Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 49

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 49
Efnasamsetning 47 vaxtartímann. Það var einungis fyrir magnesíum að merkja mátti lægra hlutfall er leið á sumarið (22. mynd). Magn trénisþátta jókst er leið á vaxtartímann 1987. NDF (tréni í frumuveggjum) sem var að meðaltali um 30% af þurrefni plantnanna um mánaðarmótin maí-júní var orðið rúm 45% í lok ágúst. Samsvarandi breytingar mátti sjá á magni ADF, sem fór úr 25% í 35% af þurrefni. Lignín jókst úr u.þ.b. 3% upp í u.þ.b. 7% á sama tímabili (15. mynd, b). Breytingar á magni trénisþátta voru misjafnar eftir plöntuhlutum. í blaðhluta plantnanna breyttust NDF, ADF og lignín lítið yfir athugunartímann 1988. Stönglar sýndu hins vegar mikla aukningu í NDF og ADF. Það var u.þ.b. 20% um mánaðarmótin maí-júní en var komið upp í u.þ.b. 53% og 40% um miðjan júlí. Eftir það dró úr aukningunni. Lignín jókst í stönglum er leið á sumarið, úr 1% upp í u.þ.b. 10% í ágústlok. Hjá blómhluta plantnanna var hlutfall NDF og ADF um 30% við fyrstu mælingu. Síðan minnkaði hlutfallið niður í 25-20% um miðjan júlí. Það jókst aftur eftir það, og var komið í 50-35% í lok vaxtartímans. Hlutfall ligníns í þurrefni blómhluta breyttist hins vegar lítið (17. mynd). Trénisþættir ofanjarðarhluta lúpínuplantna 1991 breytast einnig á svipaðan hátt og áður var lýst. Breytingarnar voru aftur á móti alveg í gagnstæða átt þegar litið var á rætur plantnanna 1991. Um miðjan júní var NDF og ADF í hámarki í rótum, með 55 og 40% af þurrefni rótanna. Hlutfallið lækkaði er leið á vaxtartímann og var komið niður í 35 og 25% í byrjun september (21. mynd).

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.