Fjölrit RALA - 15.10.2000, Qupperneq 40
Inngangur
Efnin
Kadmín, kvikasilfur og blý hafa alltaf verið til staðar í náttúrunni og eðlilegt er
að lífverur innihaldi þessi efni í lágum styrk. Efnin hafa sloppið út í umhverfið
við margs konar iðnaðarstarfsemi og því hefur víða komið fram aukning á styrk
þeirra í matvælum. Kadmín, kvikasilfur og blý gegna engu þekktu hlutverki í
líkömum manna og dýra. Hins vegar geta þessi efni haft eiturverkanir fari
styrkur þeirra yfir ákveðin mörk. I flestum löndum eru í gildi reglugerðir um
aðskotaefni í matvælum og eru þar m.a. tilgreind hámarksgildi fyrir kadmín,
kvikasilfur og blý. Oheimilt er að dreifa matvælum sem innihalda aðskotaefni
umfram hámarksgildi.
Öðru máli gegnir um næringarefnin jám, kopar, sink og mangan. Öll em þau
nauðsynleg fyrir líkamsstarfsemina þótt þau geti verið óæskileg í miklu magni
og jafiivel valdið eitmnum. Einnig þessi efni geta borist út í umhverfið vegna
mengunar frá iðnaði.
Umhverfl og hreinleiki afurða
Mjög mikilvægt er fyrir landbúnaðinn að fylgjast vel með aðskotaefnum í mat-
vælum og umhverfi. Mikilvægar upplýsingar fást um hreinleika matvæla,
ástand jarðvegs, fóðurs og sláturdýra. Þar sem kadmín, kvikasilfur og blý
safnast fyrir í lifur og ným skepna gefur styrkur efnanna í þessum líffæmm
vísbendingu um mengun eða hreinleika beitilandanna.
Vitað er að kvikasilfur og fleiri efni geta borist út í vistkerfið í miklum mæli
við eldgos. Norrænt verkefni á sviði umhverfisvöktunar leiddi í ljós háan styrk
nokkurra efna (einkum kadmíns, jáms og kopars) í íslenskum mosum og var
styrkurinn í vissum tilfellum talsvert hærri en á hinum Norðurlöndunum, en
álitið er að áfok jarðvegs skýri þennan mun að miklu leyti. Þessi atriði hafa leitt
til þess að menn hafa dregið í efa að ísland væri eins ómengað og af er látið
þegar litið er til málma. Niðurstöður úr því verkefni sem hér er kynnt sýna hins
vegar að málmar í mosum eru ekki nothæfur mælikvarði á málma í
lambaafurðum.
Mögulegt er að kadmín berist úr fosfatáburði í búfé. Til að halda
kadmínmengun matvæla og umhverfis í lágmarki er mikilvægt að velja tilbúinn
áburð með sem minnstu kadmíni. Það kemur sér nú vel að notaður hefur verið
áburður með litlu kadmíni á Islandi. Mikilvægt er að svo verði áffam.
I mörgum löndum er fólki ráðlagt að neyta innmatar úr sláturdýrum í mjög
takmörkuðu magni eða alls ekki vegna hás styrks aðskotaefna. Þetta er að
38