Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 24

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 24
Stíuskjögur (hvítvöðvaveiki) er þekktur selenskortur í lömbum hér á landi og kýr hafa drepist úr selenskorti (Þorsteinn Ólafsson o.fl. 1999). Baldur Símonarson o.fl. (1984) könnuðu hvort um selenskort eða seleneitrun geti verið að ræða með því að mæla selen í lifur lamba. Styrkur selens í lifur lamba sem drápust úr selenskorti var 9,2 gg/lOOg en 30,2 pg/lOOg í lifur lamba sem höfðu engin merki um selenskort. Niðurstöður fyrir lambalifur í 4. töflu (16,9 pg/lOOg) liggja á milli þessara gilda. Selen í matvœlum Selen í matvælum er háð uppruna, vinnsluaðferð og matreiðslu (Levander 1986). Helstu uppsprettur selens eru fiskafurðir, innmatur sláturdýra og kjöt. Selen í komvörum er mjög breytilegt eftir því hvar það er ræktað, jafnvel innan landa og því er erfitt að gefa upp viðmiðunargildi og reikna út neyslu. Ýmsar tilraunir hafa sýnt ffam á að selen í kjöti, lifur, nýmm og blóði fer eftir magni selens í fóðri. Þegar vissu magni í fóðri er náð dregur úr uppsöfnun í kjöti en lifur og ným taka við umffammagninu (Levander 1986). Selen í eggjum breytist hratt og auðveldlega með seleni í fóðri. Selen í mjólk fer eftir seleni í fóðri og er auðvelt er að auka styrk selens í mjólk með selenbætingu fóðurs. A Nýja-Sjálandi, sem er selensnautt svæði, hefur fundist þrefaldur munur á seleni í neyslumjólk (0,3-1 pg/lOOg) eftir svæðum og er munurinn í samræmi við selen í jaðvegi. I 5. töflu er selen í nokkmm fæðutegundum borið saman eftir löndum. Selenbæting fóðurs skýrir væntanlega sum háu gildin, t.d. selen í lambalifur ffá Bandaríkjunum og Bretlandi. Niðurstöður fyrir íslensku sýnin em hærri en gildi frá Danmörku og Finnlandi. Aftur á móti er mest selen í sumum afurðum frá Bandaríkjunum. 5. tafla. Samanburður á seleninnihaldi (|ag selen/lOOg) nokkurra matvæla eftir löndum. íslanda Danmörkb Bandaríkin c Finnland d Bretland' Lambalifur 16,9 82,4 9 (3-20) 42 Svínalifur - 56 (0-256) 52,7 47 (34-51) 42 Lambakjöt 3,1-6,1 1,4 (0-6,8) 19,8 2(1-3) 2-4 Svinakjöt 15,1 6,9 (0-300) 28,4 6(1-8) 13-20 Kiúklingakjöt 13,3 10(4,4-15,5) 11,8 10 (8-14) 12-14 Egg 30,6 22 (19-27) 30,8 11 (2-16) 11 Nýmjólk 1,4-1,8 1,4 (1,3-1,5) 2 0,3 (0,1-0,3) 1 Heimildir:a Þessi rarmsókn.b Danskar næringarefhatöflur.0 Nutrient Data Laboratory, Bandaríkjunum. http://www.nal.usda.gov/fiiic/foodcomp.d Varo o.fl. 1982.' Breskar næringarefnatöflur. Selen í brauði fer eftir uppmna hveitisins sem notað er. í breskri rannsókn var selen í ffanskbrauði að meðaltali 2,1 pg/lOOg þegar notað var evrópskt hveiti en 11,8 ug/lOOg þegar notað var kanadískt hveiti (Barclay o.fl. 1995). 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.