Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 48
lambainnmat dreifðust með öðrum hætti og mosarannsóknin gefur því ekki
vísbendingar um kadmín í íslenskum lambaafurðum.
Osennilegt er að kadmín úr tilbúnum áburði skýri breytileika í kadmíni fyrir
íslenskar lambaafurðir. Aburður sem framleiddur er í Gufunesi inniheldur lítið
kadmín. A Nýja-Sjálandi og Astralíu hefur verið notaður áburður með nokkru
af kadmíni. Kadmín í jarðvegi á Nýja-Sjálandi hefur aukist frá því sem áður var
vegna notkunar á fosfat-áburði (Grace o.fl. 1993). Tilraunir þar í landi hafa
einnig sýnt að kadmín í áburði eykur kadmíninnihald bæði jarðvegs og gróðurs
(Roberts o.fl. 1997). I ástralskri rannsókn á lifur og nýrum sauðfjár (Langlands
o.fl. 1988) kom fram landshlutamunur á styrk efnisins. Höfundamir töldu að
muninn mætti rekja til þess að jarðvegur sem skepnumar innbyrtu hefði verið
mengaður kadmíni úr áburði. Robert o.fl. (1997) fundu hins vegar að lítill hluti
kadmíns sem sauðfé fékk kom úr jarðvegi, heldur kom kadmínið að langmestu
leyti úr plöntum.
Styrkir kadmíns í lifur lamba frá bæjunum Skarði, Hólum og Næfurholti í
nágrenni Heklu vom 0,015, 0,022 og 0,053 mg/kg. Lömbin áttu að hafa verið á
beit í nágrenni við svæði þar sem aska féll í Heklugosinu 1991. Kadmín í
öðmm sýnum sem tekin vom af lifur frá bæjum á Suðurlandi sama ár (1991)
var á bilinu 0,009 til 0,053 mg/kg. Þessi sýni vom átta og vom úr lömbum frá
bæjum víða á Suðurlandi (Fljótshlíð, Landeyjum, Holtahreppi, Hmnamanna-
hreppi, Gnúpveijahreppi, Biskupstungum og Ölfusi). Styrkir kadmíns í nýmm
lamba frá Skarði, Hólum og Næfurholti vom 0,027, 0,063 og 0,076 mg/kg en
niðurstöður frá öðmm bæjum á Suðurlandi þetta ár vom á bilinu 0,010 til 0,058
mg/kg. Kadmín í nýmm lamba frá Hólum og Næfurholti er nokkm hærra en
mældist í öðmm sambærilegum sýnum frá Suðurlandi en ekki verður fullyrt
hvort um áhrif frá eldgosinu er að ræða. Alla vega em áhrifín ekki umtalsverð í
þessum tilfellum.
Samanburður við hámarksgildi í reglugerð
I reglugerð um aðskotaefni er sett hámarksgildi fyrir styrk kadmíns í innmat. A
Islandi er hámarksgildið fyrir innmat 0,5 mg kadmín/kg. Sama hámarksgildi
gildir hjá Evrópusambandinu. Hæsta gildið úr þeirri rannsókn sem hér er kynnt
var 51% af hámarksgildinu. í rannsókn á Nýja-Sjálandi 1993 fór kadmín í
nýram sauðfjár yfir leyfilegt hámark í 22-28% tilfella en á þeim tíma var
hámarkið tvöfalt hærra eða 1 mg/kg. Styrkur kadmíns í nýmm fór eftir aldri
skepnanna. Þannig innihélt 1% af nýmm lamba og 30% af nýmm fullorðins
fjár meira en leyfilegt magn kadmíns (Roberts o.fl. 1994). I ástralskri rannsókn
fór kadmín í lambanýram í engu tilfelli yfir hámarksgildið, sem þá var 2,5
mg/kg, en 2% sýnanna fóm yfir 1 mg Cd/kg (Morkombe o.fl. 1994). Kadmín í
72% sýna af nýmm úr fullorðnu fé fór yfir hámarksgildi. Kadmín í lifur og
nýmm sauðfjár jókst með aldri, var hærra á þungbeittum svæðum og hæst í
Suður- og Vestur-Astralíu.
46