Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 26

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 26
Styrkur joðs í einstökum fæðutegundum er mjög breytilegur og má rekja það til þess hve mismikið og misnýtanlegt joð er í jarðvegi (Hetzel og Maberly 1986). Meira joð er í jarðvegi við strendur en innar í landi. Joð í mjólk fer eftir því hversu mikið joð er í fóðri og drykkjarvatni (Inemational Dairy Federation 1982). Joð í jarðvegi þar sem kýr em á beit kemur ffam í mjólkinni. Jarðvegur sem uppmnninn er í sjó leggur meira til joðs í mjólk en annar jarðvegur. Styrkur joðs í mjólk hefur hækkað í sumum löndum vegna notkunar á steinefnablöndum í fóður (Varo o.fl. 1982). Ofnotkun sótthreinsiefna getur leitt til óæskilega hás styrks á joði í mjólkurvömm (Inemational Dairy Federation 1982). Þá em þess dæmi í Bretlandi að fóður mjólkurkúa hafi verið svo mikið joðbætt að joðinnihald mjólkurinnar hafí orðið hærra en æskilegt getur talist frá manneldissjónarmiði (Phillips o.fl. 1988). Samanburður við önnur lönd í 7. töflu em niðurstöður joðmælinga fyrir nokkur matvæli bomar saman við erlendar niðurstöður. Joð í íslenskri lambalifur er áberandi hæst og gæti það bent til þess að joð í íslensku umhverfi sé vel nýtanlegt fyrir grasbíta. Joð í danskri og sænskri svínalifur er aðeins 3,1 pg/lOOg samkvæmt töflunni en mælingar á lifrarkæfu bentu til þess að mikið joð væri í íslenskri svínalifur. Samanburður á afurðum svína og fugla bendir til þess að eitthvað af joði berist úr fiskimjöli í íslensku afurðimar. Mikið joð í finnskum eggjum, finnskri vetrarmjólk og breskri vetrarmjólk má væntanlega rekja til joðbætts fóðurs. I finnsku umhverfi er fremur lítið af joði og því er fóður nautgripa oft joðbætt að vetri til (Varo o.fl. 1982). Joðinnihald danskrar mjólkur er hæst á vetuma þar sem kýmar fá joðbættan fóðurbæti (Levnedsmiddelstyrelsen 1995). Joðbæting fóðurs eykur einnig mjólkurframleiðslu og frjósemi nautgripa. 7. tafla. Samanburður á joðinnihaldi (jrg joð/lOOg) nokkurra matvæla eftir löndum. íslanda Danmörkb Tékklandc Finnland d Bretland' Lambalifur 12,9 7 5 Svínalifur - 3,1 - <5 - Lambakjöt 1,2-2,3 0,7 - <5 3-6 Svínakjöt 2,7 0,8- 1,1 < 1,5 <5 5 Kjúklingakiöt 3,2 0,4 < 1,5 9 8 Egg 57,2 21 24 170 53 Nýmjólk 9,7-12,7 5,6 (0,9-12,2) 18 7,8 sumar 26 vetur 7 sumar 37 vetur Heimildir:a Þessi rannsókn.b Danskar næringarefnatöflur.c Jiri Ruprich, National Institute of Public Health, Prag. Persónulegar upplýsingar. d Varo o.fl. 1982.c Breskar næringarefnatöflur. Almennt má segja að joð í íslenskum matvælum sé meira en í löndum með lítið joð í jarðvegi (Danmörk, Tékkland) en meira joð er oft í matvælum frá 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.