Fjölrit RALA - 15.10.2000, Qupperneq 26
Styrkur joðs í einstökum fæðutegundum er mjög breytilegur og má rekja það til
þess hve mismikið og misnýtanlegt joð er í jarðvegi (Hetzel og Maberly 1986).
Meira joð er í jarðvegi við strendur en innar í landi. Joð í mjólk fer eftir því
hversu mikið joð er í fóðri og drykkjarvatni (Inemational Dairy Federation
1982). Joð í jarðvegi þar sem kýr em á beit kemur ffam í mjólkinni. Jarðvegur
sem uppmnninn er í sjó leggur meira til joðs í mjólk en annar jarðvegur.
Styrkur joðs í mjólk hefur hækkað í sumum löndum vegna notkunar á
steinefnablöndum í fóður (Varo o.fl. 1982). Ofnotkun sótthreinsiefna getur leitt
til óæskilega hás styrks á joði í mjólkurvömm (Inemational Dairy Federation
1982). Þá em þess dæmi í Bretlandi að fóður mjólkurkúa hafi verið svo mikið
joðbætt að joðinnihald mjólkurinnar hafí orðið hærra en æskilegt getur talist frá
manneldissjónarmiði (Phillips o.fl. 1988).
Samanburður við önnur lönd
í 7. töflu em niðurstöður joðmælinga fyrir nokkur matvæli bomar saman við
erlendar niðurstöður. Joð í íslenskri lambalifur er áberandi hæst og gæti það
bent til þess að joð í íslensku umhverfi sé vel nýtanlegt fyrir grasbíta. Joð í
danskri og sænskri svínalifur er aðeins 3,1 pg/lOOg samkvæmt töflunni en
mælingar á lifrarkæfu bentu til þess að mikið joð væri í íslenskri svínalifur.
Samanburður á afurðum svína og fugla bendir til þess að eitthvað af joði berist
úr fiskimjöli í íslensku afurðimar. Mikið joð í finnskum eggjum, finnskri
vetrarmjólk og breskri vetrarmjólk má væntanlega rekja til joðbætts fóðurs. I
finnsku umhverfi er fremur lítið af joði og því er fóður nautgripa oft joðbætt að
vetri til (Varo o.fl. 1982). Joðinnihald danskrar mjólkur er hæst á vetuma þar
sem kýmar fá joðbættan fóðurbæti (Levnedsmiddelstyrelsen 1995). Joðbæting
fóðurs eykur einnig mjólkurframleiðslu og frjósemi nautgripa.
7. tafla. Samanburður á joðinnihaldi (jrg joð/lOOg) nokkurra matvæla eftir löndum.
íslanda Danmörkb Tékklandc Finnland d Bretland'
Lambalifur 12,9 7 5
Svínalifur - 3,1 - <5 -
Lambakjöt 1,2-2,3 0,7 - <5 3-6
Svínakjöt 2,7 0,8- 1,1 < 1,5 <5 5
Kjúklingakiöt 3,2 0,4 < 1,5 9 8
Egg 57,2 21 24 170 53
Nýmjólk 9,7-12,7 5,6 (0,9-12,2) 18 7,8 sumar 26 vetur 7 sumar 37 vetur
Heimildir:a Þessi rannsókn.b Danskar næringarefnatöflur.c Jiri Ruprich, National Institute of Public
Health, Prag. Persónulegar upplýsingar. d Varo o.fl. 1982.c Breskar næringarefnatöflur.
Almennt má segja að joð í íslenskum matvælum sé meira en í löndum með lítið
joð í jarðvegi (Danmörk, Tékkland) en meira joð er oft í matvælum frá
24