Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 31
hámarksgildi eru borin saman í 10. töflu. Kadmín í einu sýni (innflutt spínat) er
yfír hámarksgildi en þau sýni sem næst koma eru matarkex (46% af
hámarksgildi) og innflutt jöklasalat (43% af hámarksgildi).
10. tafla. Hámarksgildi fyrir kadmin samkvæmt reglugerð og niðurstöður kadmínmælinga.
Matvæli Hámarksgildi í reglugerð Hg kadmín/lOOg Mæliniðurstöður |ig kadmin/lOOg
Kjöt og kjötvörur 10 <0,1-0,68
Lifiir og nýru 50 3,4-8,7
Kartöflur 5 0,8- 1,0
Grænmeti 10 < 0,2 - 26,2
Komvörur, nema klíði 10 <0,7-4,6
Kvikasilfur
Mikið magn kvikasilíurs getur borist út í andrúmsloftið í eldgosum og
kvikasilfur gæti einnig skolast frá jarðhitasvæðum. Islenskt berg er hins vegar
ekki ríkt af kvikasilfri (Kristján Geirsson 1994). Þorkell Jóhannesson (1980)
greindi lítið kvikasilfur í hársýnum og laxaseiðum hér á landi. Hann taldi að
eldgos og jarðhiti stuðluðu ekki að aukinni upptöku kvikasilfurs i menn á
íslandi.
Niðurstöður kvikasilfiirsmælinga koma fram í 4. töflu og sýna þær heildarmagn
kvikasilfurs. Kvikasilfur var yfirleitt ekki mælanlegt í landbúnaðarafurðum.
Þegar litið er á kjötvörur kemur í ljós að aðeins fjögur gildi eru yfir
greiningarmörkum, þ.e. niðurstöður fyrir lambanýru, lifrarkæfu, svínakótilettur
og kjúklinga. Kvikasilfur greindist einnig í eggjum. Kvikasilfur í lifrarkæfu
vekur athygli og er því ljóst að svínalifur inniheldur nokkurt kvikasilfur.
Kvikasilfur var undir greingarmörkum í lambalifur og því er eðlilegt að ekki
greinist heldur kvikasilfur í lifrarpylsu.
Eftirfarandi niðurstöður hafa verið birtar fyrir kvikasilfur í finnskum matvælum
(Koivistoinen 1980): Egg 0,7 pg Hg/lOOg, svínakjöt 0,2-0,4 pg/lOOg og
kjúklingar <0,2 pg/lOOg. Samsvarandi niðurstöður fyrir íslensk matvæli í 4.
töflu eru 3,0, 2,2 og 1,5 pg/lOOg. Líklegt er að fiskimjöl og/eða erlent fóður sé
uppspretta kvikasilfurs í íslensku svínakjöti, kjúklingum og eggjum. Fiskur er
almennt talinn langstærsta uppspretta kvikasilfurs í fæðinu (Clarkson 1989).
íslenskur fiskur inniheldur oft 1-12 pg kvikasilfur/lOOg (Upplýsingaveita
sjávarútvegsins 2000). Líklegt er að fiskur veiti mest kvikasilfur í fæði
íslendinga. Hámarksgildi fyrir kvikasilfur í reglugerð um aðskotaefni í
matvælum (nr. 518/1993) eiga aðeins við fiskafurðir.
29