Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 32

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 32
Blý Miðað við meginland Evrópu er íslenskt berg snautt af blýi (Kristján Geirsson 1994) . Blýmengun úthaga hér á landi ætti að vera lítil vegna stijálbýlisins og blýi er ekki lengur bætt í bensín eins og áður var. Fram á síðustu ár hafa haglaskot innihaldið blý og hafa þau dreifst víða. Skepnur geta því étið blýhögl með grasinu en villibráð er væntanlega hættast við blýmengun. Blý var undir greiningarmörkum í stórum hluta sýnanna sem voru mæld. Blý var mælanlegt í nautahakki, kindabjúgum, kjötfarsi, pítsum, mysu og eplasafa en allt eru þetta unnin matvæli. Mest blý mældist í kakódufti, hveitiklíði og jöklasalati. Niðursoðin matvæli (grænar baunir, sveppir, tómatar og rauðkál) innihéldu svipað magn blýs eins og samsvarandi fersk matvæli, enda eru niðursuðudósir ekki uppspretta blýs eins og áður var. Blý greindist í lágum styrk í flestu grænmeti. Jöklasalatið skar sig úr með hæsta blýgildið en um var að ræða innflutt jöklasalat. Öll sýni af grænmeti voru skoluð rækilega með vatni en yfirleitt er mælt með því að neytendur skoli grænmeti fyrir neyslu. Skolunin ætti að fjarlægja að talsverðu leyti jarðvegsleifar og mögulega loftboma blýmengun. Blý berst í plöntur sem loftmengun, jarðvegsleifar eða plantan hefur tekið blý upp úr jarðveginum (Steering Group on Chemical Aspects of Food Surveillance 1998). Blý er að jafhaði bundið öðmm efnum í jarðvegi og plöntur taka það því ekki upp í miklum mæli (Merz og Bergmann 1999). Blý í grænmeti getur því að miklu leyti verið loftborin mengun en jarðvegsleifar em væntanlega að mestu fjarlægðar fyrir neyslu. Blýinnihald matvæla getur aukist við matvælavinnslu (Tahvonen og Kumpulainen 1993) og berst blý þá úr umhverfinu eða búnaði. Blý í fóðri sláturdýra hefur lítil áhrif á blýinnihald kjötsins en það safnast einkum fyrir í nýmm og beinum (Quarterman 1986). Þetta er í samræmi við það að blý var yfir greiningarmörkum í lambnýrum en ekki lambalifur eða kjöti (4. tafla). Erlendis hefur styrkur blýs í ýmsum matvælum lækkað á seinni ámm og er það m.a. skýrt með því að dregið hefur úr notkun blýs í bensín og málningu (Jorhem og Sundström 1993). Niðurstöður okkar fyrir blý í lambalifur og lambanýrum em afgerandi lægri en margar erlendar niðurstöður (Vos o.fl. 1988). Sem dæmi má nefna að í hollenskri lambalifur mældust 42 pg blý/lOOg en í þeim íslensku 2,2 gg/100g. Hafa þarf í huga að aldursmunur lambanna getur hér skipt máli. Engu að síður benda niðurstöðumar til mjög lítillar uppsöfnunar á blýi í lifur og ným íslenskra lamba. Niðurstöður fyrir blý í grænmeti vom vomar saman við sænskar (Jorhem og Sundström 1993) og finnskar (Tahvonen og Kumpulainen 1995) niðurstöður. Niðurstaða okkar fyrir innflutt jöklasalat (15,7 pg blý/lOOg) er miklu hærri en finnska gildið (0,1 pg/lOOg). Svipuð niðurstaða fæst þegar gildi fyrir hveitiklíð er borið saman við sænska gildið. í öðmm tilfellum er ekki um afgerandi mun að ræða. Það torveldar samanburðinn að greiningarmörk 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.