Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 52
Járn
Lambalifur reyndist vera sérstaklega jámrík og vom niðurstöðumar hærri en
viðmiðunargildi frá grannlöndunum. í 21. töflu kemur fram að meðaltal fyrir
jám í lifur er lægst fyrir lömb frá Vestfjörðum en hæstu gildin í lifrum lamba
em frá gosbeltinu. Munurinn var marktækur eftir svæðum (p<0,05).
Samsvarandi munur fyrir jámmagn i mosum hefur komið fram eftir svæðum
(Ruhling 1992, Ruhling og Steinnes 1998). Jám í lambanýram var um
þriðjungur af því magni sem mældist í lifmm. Þótt nokkur munur hafi verið á
jámi í nýmm eftir svæðum, fylgdi það ekki sama mynstri og í lifrínni.
21. tafla. Jám í lambalifur og lambanýrum eftir landshlutum.
Svæði Fjöldi sýna Jám (mg/kg) í lifrum Meðaltal (lægst-hæst) Jám (mg/kg) í nýmm Meðaltal (lægst-hæst)
Suðurland 16 156 (78 - 296) 51,6 (42,4-69,0)
Vesturland 16 133 (94-230) 45,7 (34,4 - 58,3)
Vestfírðir 16 118 (77- 166) 57,6 (42,7 - 73,5)
Húnavatnssýslur 16 138 (79- 218) 54,0 (36,1 - 75,8)
Þingeyjarsýslur 16 151 (88- 335) 53,1 (39,7 -76,7)
Suðausturland 16 149 (90 - 223) 54,0 (37,5 - 66,4)
Öll svæði 96 141 (77- 335) 52,7 (34,4 - 76,7)
Telja má að áfok jarðvegs skýri þann mun sem er á jámi í mosum eftir
landshlutum, enda er íslenskt berg mjög jámríkt og jarðvegur er sömuleiðis
jámríkur. Einnig má ætla að jarðvegur sé helsta uppspretta jáms fyrir lömbin.
Jarðvegur getur gefið umtalsverðan hluta af þeim steinefnum sem grasbítar taka
inn. Jarðvegur getur verið 10-14% af þurrefni sem grasbítar fá og allt upp í
40% er þekkt (Suttle o.fl. 1975). Ljóst er að þannig fæst mikið jám þótt ekki sé
það allt tekið upp úr meltingarvegi.
Hjá dýmm er jámi haldið í jafnvægi með því að stýra frásogi þess úr
meltingarvegi. Þeir þættir sem einkum hafa áhrif á frásogið em aldur og
koparbúskapur dýrsins, magn og form jáms í fóðri og efni sem geta aukið eða
dregið úr nýtingu jáms. Breytileikinn fyrir jám í íslenskri lambalifur er
athyglisverður þar sem ekki er sjálfgefið að mikið jám í fóðri endurspeglist í
lifur. Ætla má að skepnur á beit á gosbeltinu fái sérlega mikið af jámi og hluti
þess sé nýtanlegt. Rannsókn sem gerð var á steinefnabúskap íslenskra
hreindýra (Chase o.fl. 1994) styður það að grasbítar á gosbeltinu fái mikið jám.
I fóðri hreindýranna mældist mikið jám og höfðu greinarhöfundar nokkrar
áhyggjur af mögulegri jámeitrun.
50