Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 18

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 18
Niðurstöður mælinga Niðurstöður mælinga á ólífrænum snefílefnum í landbúnaðaraíurðum koma fram í 4. töflu og er fæðutegundum raðað í stafrófsröð innan matvælaflokka. Allar niðurstöður eru byggðar á mælingu á einu safnsýni. í töflunni er gefíð upp hversu mörg hlutasýni eru í hverju safnsýni. Niðurstöður eru gefnar upp fyrir ferskvigt og alltaf er miðað við 100 g af ætum hluta. Matvælin eru hrá, nema annað sé tekið fram. Mælingar á joði og flúor voru voru gerðar á takmörkuðum fjölda sýna til að spara efnagreiningarkostnað. Selen Selen er öllum dýrum og fólki nauðsynlegt en aftur á móti þurfa plöntur ekki á því að halda. Fyrir selen eru þröng mörk milli skorts og eitrunar hjá dýrum og fólki en form selens skiptir þó máli. Ráðlagðir dagskammtar Manneldisráðs Islands fyrir selen eru 50 (ig/dag fyrir fullorðna karla, 40 pg/dag fyrir fullorðnar konur og 55 pg/dag fyrir konur með bam á bijósti og konur á meðgöngu. Niðurstöður selenmælinga koma fram í 4. töflu. Nær engar aðrar niðurstöður em til fyrir selen í matvælum frá íslenskum landbúnaði. Mikið selen í eggjum, svínakjöti og kjúklingum vekur athygli. Einnig er mikið selen í lifrarkæfu og bendir það til þess að mjög mikið selen sé í svínalifur. Líklegt er að þetta megi að einhverju leyti skýra með því að selen komi úr fiskimjöli sem notað er í fóðrið en fiskimjöl er mjög góður selengjafi. Lifur og ným lamba em einnig selenrík. Selen í komvömm er breytilegt en mjög misjafnt er hve mikið selen er í hveiti. Hveiti sem flutt er frá Ameríku er selenríkt en minna selen er í hveiti frá Evrópu. Almennt má segja að lítið selen hafi mælst í grænmeti. Umhverfisþœttir Misjafnt er hve mikið selen er í jarðvegi. A hinum Norðurlöndum er selen víða í litlu magni og geta skepnur veikst vegna selenskorts. Hér á landi er meira selen í jarðvegi en annars staðar á Norðurlöndum (Baldur Símonarson o.fl. 1984). Islenskt berg er víðast basískt og þess vegna selenríkt en í nágranna- löndunum er nær eingöngu súrt og selensnautt berg. íslenskur jarðvegur er því selenríkur en hann er víða súr. I súmm jarðvegi myndar selen torleyst efnasambönd sem em lítið nýtanleg jurtum. Því getur verið að lítið selen verði í grasi en áfok jarðvegs getur bætt miklu við það sem skepnur fá með töðunni. í rannsókn 1980 mældist of lítið selen í heyi miðað við þarfamörk sauðfjár (Guðný Eiríksdóttir o.fl. 1981). Hins vegar fundust vísbendingar um það að úthagagróður væri selenríkur. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.