Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 31
GRÓÐURBREYTINGAR f ÞJÓRSÁRDAL 29
1:36.000. Þær voru allar teknar fyrir
Heklugosið 1970 nema þær, sem sýna
virkjunarmannvirkin og næsta nágrenni
þeirra.
2.2 Gróðurflokkun.
Gróðurkortagerð á vegum Rannsókna-
stoí'nunar landbúnaðarins byggist á
skiptingu gróðurs í gróðurhverfi, sem
verður að teljast mjög ýtarleg flokkun, a.
m. k. miðað við mælikvarða kortanna. Við
kortagerðina hingað til hafa verið skráð
um 90 gróðurhveríi, og fleiri eiga væntan-
lega eftir að bætast við, þar sem kortagerð
af landinu er ekki lokið.
Til sama gróðurhverfis teljast þeir
gróðurblettir, sem hafa sömu gróðurlög
(svarðlag, graslag, runnalag og trjálag),
þar sem greinilegt samræmi er í tegunda-
samsetningu og gróðursvip allra gróður-
laganna (Steindór Steindórsson, 1964).
Hin u. þ. b. 90 gróðurhverfi teljast til 13
gróðurlenda. Hér á eftir er lýst helstu ein-
kennum þessara 13 gróðurlenda.