Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Síða 34
32 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
íslensk gróðurlendi og helstu einkenni þeirra.r)
Mosaþemba (A).
Algengasta gróðurlendi hálendisins, en er
einnig á láglendi, einkum í hraunum. Því
algengari sem úrkoma er meiri. Jarðvegur
er mjög grunnur, en oftast þurr. Mosi er
ríkjandi, aðrar plöntur á stangli.
Ríkjandi plöntur: grámosi, grös, kvist-
gróður.
Kvistlendi (lyngmói) (B, Ci, Ci, Cs, Cs).
Eitt algengasta gróðurlendi á þurrlendi.
Þurrt og þýft land. Móajarðvegur, sem er
aðallega myndaður af fokmold og
gosösku, oft mjög þykkur.
Ríkjandi plöntur: lyng, fjalldrapi, víðir.
Skóglendi (C4, Cs, C'e, Cn).
Óvíða hærra en 300 m h. y. s. Á þurrlendi
og deiglendi. Jarðvegur frjósamur.
Ríkjandi plöntur: birki, gulvíðir, grös,
blómjurtir, lyng.
Sefmóar (E, F,).
Mjög þurrt, smáþýft land. Móajarðvegur,
oft grunnur.
Ríkjandi plöntur: móasef, þursaskegg,
starir.
Starmóar (G).
Hálfrakt land, oft mýrar, sem þornað
hafa upp. Stórþýft, frjósamt land.
Ríkjandi plöntur: stinnastör, grös, grá-
víðir.
Graslendi (valllendi) (H).
Einkum á ár- og lækjarbökkum og í
fjallshlíðum. Þurrt, oftast slétt eða
smáþýft. Jarðvegur oft sendinn.
1) Bókstafnir, sem notaðir eru til að tákna flokka á gróð-
urkortum eru innan sviga, sbr. skýringar gróðurkorta
og 1. töflu.
Ríkjandi plöntur: vinglar, língresi,
sveifgrös, snarrót.
Snjódældir (I).
Einkum á hálendi, þar sem snjór liggur
lengi fram eftir vori. I sumum snjódæld-
um, einkum í neðanverðum hlíðum, getur
verið mikil gróska vegna skjóls og góðra
rakaskilyrða. Þurrt, slétt eða smáþýft
land. Oft þunnur móajarðvegur.
Ríkjandi plöntur: snjómosi, grasvíðir,
blómjurtir.
Fléttumóar (J).
Algengari á hálendi en á láglendi. Þurrt
eða hálfrakt og þýft land. Móajarðvegur.
Ríkjatidi plöntur: fjallagrös, hrein-
dýramosi, kvistgróður.
Nýgræður (K).
Einkum á melum, vikrum eða söndum,
þar sem land hefur orðið örfoka, og t. d. á
landi, sem kemur undan jökli. Þarna er
nýr gróður að nema land. Gróðurinn
breytist ört.
Ríkjandi plöntur: grös, elfting, hrafna-
fífa, blómjurtir.
Jaðar (hálfþurrt land) (T).
Á mörkum þurrlendis og votlendis. Oft
stórþýft land.
Ríkjandi plöntur: hrossanál, grös,
starir, mýrelfting.
Mýrar (U).
Votlendar, þýfðar, oft á hallandi landi.
Jarðvatn á hreyfmgu. Jarðvegur myndað-
ur af rotnandi plöntu- og dýraleifum, ösku
og fokmold. Oft sendnar eða leirblandað-
ar meðfram ám og lækjum.
Ríkjandi plöntur: starir, mýrelfting,
mýrafmnungur, fífa og smárunnar.