Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Qupperneq 63
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL. 1980 12,1: 61—83
Rannsókn á afurðatölum fyrir fyrstakálfskvígur
JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON
Búnaðarfélag Islands
Bœndahöllinni, Reykjavík
YFIRLIT
Ritgerðin greinir frá niðurstöðum rannsókna á afurðatölum fyrir fyrstakálfskvígur, þar sem mjólkur-
skeiðsafurðir eru lagðar til grundvallar. Gögnin í rannsókninni eru fengin úr skýrslu nautgriparæktarfélag-
anna á árunum 1974—1977. Samtals náði rannsóknin til 2957 kvígna á 316 búum. Méðaltal mjólkur-
skeiðsafurða (305 dagar) var 2842 kg, hæsta dagsnyt 15,54 kg, meðalaldur við burð 26,6 mánuðir og dagar
frá fyrsta til annars burðar 392.
Metnir voru stuðlar fyrir áhrif burðartíma og burðaraldurs og eru þeir sýndir í töflu. Kvígur sem bera á
miðjum vetri skila mestum afurðum, en sumarbærur minnstum. Afurðir reyndust aukast um 28 kg fyrir
hvern mánuð sem kvígurnar eru eldri, þegar þær bera fyrsta kálfi.
Leiðrétt varfyrir búsáhrifin með aðhvarfsstuðli afurða að búsmeðaltali fullmjólka kúaá búinu. Aðhvarfs-
stuðullinn reyndist 0.57 fyrir mjólkurmagn.
Áhrif burðarmánaðar á frjósemi reyndust vera til staðar og var munur á tímalengd milli burða á bestu og
lakasta burðartíma 39 dagar. Mjólkurskeiðsafurðir aukast um 1.62 kg fyrir hvern dag sem tími milli burða
eykst.
Arfgengi reyndist 0.17 fyrir mjólkurmagn, 0.07 fyrir mjólkurfitu, 0.13 fyrir hæstu dagsnyt og 0.08 fyrir
tímalengd milli burða.
Metnir voru framlengingarstuðlar til að meta mjólkurskeiðsafurðir á grundvelli hluta mjólkurskeiðsins.
Til þess var beitt tveim aðferðum. Stuðlar metnir sem margfoldunarstuðull fyrir þann hluta mjólkur-
skeiðsins sem lokið er, en hin aðferðin byggir á að nota síðustu mælingu til að meta það mjólkurmagn, sem
kvígan á eftir að mjólka á mjólkurskeiðinu. Stuðlarnir sem byggja á síðustu mælingu reyndust gefa heldur
betra mat á þeim hluta sem ólokið er.
Niðurstöðurnar eru síðan ræddar með hliðsjón afnýtingu þeirra í kynbótastarfmu í nautgriparækt hér á
landi.
INNGANGUR
Kynbótastarfsemi í nautgriparækt hér á
landi er stunduð á félagslegum grundvelli.
Síðustu áratugi hafa orðið mjög víðtækar
breytingar í kynbótastarfinu. Með sæð-
ingarstarfseminni breyttust mjög mögu-
leikar kynbótastarfsins. Langmikilvægasti
hlekkurinn í starfinu er úrval nautanna,
sérstaklega að lokinni afkvæmarannsókn.
Hver árangur þess úrvals verður, ræðst
verulega af áreiðanleika afkvæmadóms-
ins. Rannsóknir, sem gerðar voru á
afurðatölum frá nautgriparæktarfélögun-
um (Jón Viðar Jónmundsson et. al.,
1977a), bentu til, að með því að leggja til
grundvallar afurðir skýrsluársins væru í
upplýsingunum tilteknar skekkjur, sem