Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 79

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Page 79
RANNSÓKN Á AFURÐATÖLUM 77 17. TAFLA. Metin skekking í mati og meðalfráviki með tvenns konar framlengingarstuðlum. TABLE 17. Bias and standard daiiation of the difference between estimated and actual milkyield. Margfoldunarstuðull Stuðull byggður á síðustu mælingu Multiþlicative factors Last test-day factor Tímabil Skekkja Meðalfrávik Skekkja Meðalfrávik Length of lactation Bias S.D. Bias S.D. 120 dagar ................. - 14.38 521 40.74 369 160 — ......................... 9.27 401 49.27 264 200 — ........................ 33.14 268 79.50 165 240 — ........................ 46.03 152 53.45 95 280 — ..................... - 37.18 23 - 19.23 27 áhrifum búsmeðaltalsins. Þau fara minnkandi eftir því, sem hið ólokna tíma- bil verður styttra. Ahrif burðartímans eru breytilegri, en þeim er þó öllum sam- eiginlegt, að aðhvarfsstuðullinn fyrir boglínuáhrifin er ætíð jákvæður, og sýnir það, að þær kýr, sem bera á miðju ári, hafa brattasta mjaltakúrfú og halda verr á sér en kýr, sem bera á öðrum árstíma. Þetta er í góðu samræmi við niðurstöður um áhrif burðartíma, annars vegar á mjólkur- skeiðsnyt og hins vegar hæstu dagsnyt, sem fjallað er um hér að framan. Til að meta nákvæmni stuðlanna var notuð sú aðferð að reikna afurðir að lokn- um þeim hluta mjólkurskeiðsins, sem þeir eru notaðir við, og meta afurðir og bera þær saman við raunverulegar afurðir. Síð- an var reiknuð skekking (bias) á því mati ásamt meðalfráviki hennar. Framleng- ingarstuðlarnir voru þá leiðréttir fyrir umhverfisáhrifum með þeim stuðlum, sem að framan voru sýndir, og var leiðrétt fyrir öllum þáttunum. Niðurstöður eru sýndar í 17. töflu. Þar virðist koma í ljós, að stuðlarnir, sem metnir eru út frá síðustu mælingu, virðast sýna nákvæmara mat, sérstaklega meðan allmiklum hluta mjólkurskeiðsins er ólokið. Það meðalfrávik, sem hér er fundið, virðist í allgóðu samræmi við niðurstöður Wiggans og Van Vlecks (1979) í Banda- ríkjunum. Einnig virðast þær í samræmi við niðurstöður Aurans (1976b), eníhans grein virðist augljós skekkja í töflu- hausnum. Steine (1975) hefur gert hlið- stæðar rannsóknir á afurðatölum um geitur, og sýna þær einnig gott samræmi við það, sem hér er fundið. Nokkur skekking í mati kom fram á ein- stökum tímaskeiðum, og er hún greinilega meiri fyrir stuðlana, sem metnir eru út frá síðustu mælingu. Þessi skekking getur hugsanlega að einhverju leyti stafað af ónákvæmni í mati á meðaltölunum, sem notuð eru í aðhvarfslíkingunum. I stuðl- unum, sem metnir eru út frá síðustu mæl- ingu, kemur auk þess til skekkja vegna þess, að síðasta mælingin, sem notuð er til framlengingar, er í raun ekki að þessum tíma liðnum, heldur eru á því nokkur frávik, sem hugsanlega geta leitt til skekkju.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.