Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 87
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1980 12,1: 85—92
Kalkþörungar í Húnaflóa og hugsanleg nýting þeirra
Kjartan Thors
Og
Guðrún Helgadóttir
Hafrannsóknastofnunin, Reykjavík.
YFIRLIT
Við leit að skeljasandi í Húnaílóa 1979 fundust víðáttumiklar breiður af kalkþörungaseti. Frakkar hafa
notað kalkþörunga til áburðar öldum saman, og mætti e. t. v. nota þörungana í Húnaflóa í sama skyni.
INNGANGUR.
Hér á eftir verður lýst lauslegri athugun,
sem gerð var á kalki í sjávarseti í vestan-
verðum Húnaflóa. Könnun þessi var gerð
fyrir áeggjan Grétars Guðbergssonar
jarðfræðings í því skyni að kanna, hvort á
svæðinu væri að finna skeljasand, sem
nýta mætti til áburðar á ræktað land. I
AÐFERÐIR.
Sú frumkönnun, sem hér verður lýst, var
gerð á þann hátt, að botnsýni voru tekin á
um 140 stöðum í vestanverðum Húnaflóa.
Sýnin voru tekin með Shipekbotngreip í
leiðangri r/s Drafnar (Dl—79) í janúar
1979. Haustið 1978 höfðu nokkur sýni
verið tekin á svipuðum slóðum í leiðangri
D12-78. Kom fljótlega í ljós, að víðast
hvar á þessum slóðum er botnset ákaflega
leirborið neðan við 30 — 40 metra dýpi, og
því beindist könnunin að mestu að grynnri
Strandasýslu, er kalkskortur mikill í
jarðvegi og sýrustig lágt. Þykir ljóst, að úr
þessu verði eigi bætt nema með kölkun
jarðvegs. Flutningar á áburðarkalki eru
ákaflega kostnaðarsamir, og myndi því
sparast mikið fé, ef unnt væri að vinna kalk
sem næst notkunarstað.
svæðum. Óvíða var þó leitað á grynnra
vatni en lOm.
Ekki þótti ástæða til að eyða miklum
tíma eða fyrirhöfn í efnagreiningu sýna
eða kornastærðarákvörðun, heldur var
kornastærðardreifing og kalkmagn sýn-
anna metið með skoðun í rannsóknastofu.
Einnig voru greindar helztu kalklífverur í
sýnunum. A grundvelli þeirrar vitneskju,
sem fékkst á þennan hátt, var sýnunum
skipt í nokkra flokka. Fór skiptingin ann-