Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 4
Sjálfstæðismenn vilja meiri áherslu á atvinnumál „Af hverju eru milljarðar til Isavia ekki notaðir til að halda fólki í vinnu?“ spyr oddviti Framsóknarflokks Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar telja mikilvægt að atvinnumál verði í forgrunni og vilja m.a. endurvekja starfshóp um atvinnuþróun og að framtíðarnefnd fjalli upp atvinnuupp- byggingu í bæjarfélaginu. Bókunin hljóðar svona: „Bæjarfull- trúar og nefndarmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt mikla áherslu á að atvinnumál verði í forgrunni og að mikilvægt sé að vinna að efl- ingu fjölbreyttra atvinnutækifæra í Reykjanesbæ. Við leggjum því formlega fram eftirfarandi tillögu: Menningar- og atvinnuráð setji atvinnumál næstu mánuði í for- grunn, vinni að sviðsmyndagrein- ingum og horfi til möguleika í at- vinnumálum til lengri og skemmri tíma. Framtíðarnefnd fjalli um at- vinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ sem átti að vera hennar hlutverk samkvæmt málefnasamning meiri- hlutans en hefur ekki komist á dag- skrá. Endurvekja starfshóp um at- vinnuþróun sem þarf að koma með tillögur um skammtímalausnir vegna aukins atvinnuleysis í Covid og eins möguleika í menntamálum og þannig auka virkni þeirra og efla þá sem misst hafa vinnuna. Allt starfsfólk Reykjanesbæjar sem mögulega getur stutt vinnu til atvinnuuppbyggingar fái til þess svigrúm. Settur verði upp starfsdagur sem fyrst þar sem fulltrúar bæjar- ráðs, menningar- og atvinnuráðs, framtíðarnefndar, Reykjanes- hafnar, starfshóps um atvinnu- þróun og Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi koma saman og sam- ræma viðbrögð og ákveða sviðs- myndir. Sameina þarf krafta Reykjanes- bæjar, atvinnurekenda á svæðinu og ríkisvaldsins. Tillögur Reykja- nesbæjar þurfa að vera skýrar.“ Margrét A. Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir. Til máls tóku Jóhann Friðrik Frið- riksson, Friðjón Einarsson, Mar- grét A. Sanders, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guð- mundsson, Margrét Þórarins- dóttir og Guðbrandur Einarsson. „Við höfum talað við öll ráðu- neyti, ráðherra og þingmenn síð- ustu fimm ár og kynnt nákvæmar aðgerðir fyrir Suðurnesin. Það er því ekki rétt að við höfum ekki gert neitt,“ sagði Friðjón Einarsson, for- maður bæjarráðs, m.a. í ræðu sinni. „Væri ríkisfjármagninu til Isavia ekki betur varið í að búa til verk- efni fyrir þetta fólk sem hefur fengið uppsögn að undanförnu. Hver er tilgangurinn með því að segja þessu fólki upp? Hefði ekki verið nær að styðja við þetta fólk í vinnu eða með verkefnum á meðan verið er að þreyja þorrann. Það er miklu dýrara að fólki verði atvinnulaust en að tryggja virkni þess fólks svo ekki þurfi að koma til uppsagna,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsóknar- flokks, m.a. í framhaldi af bókun Sjálfstæðismanna. Samþykkt með öllum atkvæðum að vísa tillögu bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins til frekari umræðu í bæjarráði. Einnig samþykkt 11-0 að vísa fjórða máli fundargerðar- innar, Aðgangseyrir á söfn, til bæjarráðs. Mikil gleði með aparólu við Njarðvíkurskóla Mikil gleði er hjá nemendum í Njarðvíkurskóla með aparóluna sem sett hefur verið upp á skólalóðinni. Kvenfélagið Njarðvík, foreldra- félagið í Njarðvíkurskóla og Njarðvíkurskóli stóðu saman af kostnaði við uppsetningu á aparólunni. Uppsetningin á henni er liður í því að bjóða nem- endum í Njarðvíkurskóla upp á fjölbreyttari og skemmtilegri af- þreyingu á útisvæði skólans. „Vonandi verður hægt að halda áfram að gera skólalóðina enn skemmtilegri, fjölbreyttari og auka þannig notagildi hennar fyrir alla aldurshópa. Njarðvíkurskóli þakkar Kven- félaginu Njarðvík og foreldra- félaginu fyrir stuðninginn,“ segir á heimasíðu skólans. Minningarsjóður Gísla Þórs Þórarins­ sonar veitti styrki til góðra mála Minningarsjóður Gísla Þórs Þórarinssonar var stofn- aður í fyrra til minningar um Njarðvíkinginn Gísla Þór og er tilgangur sjóðsins að veita styrki til góðgerðar- mála. Veittir eru styrkir úr sjóðnum þann 1. september ár hvert, á afmælisdegi Gísla Þórs. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja málefni þar sem að velferð barna og unglinga er í forgrunni. Í ár ákvað sjóðurinn að veita styrk til stofnunar barna- lúðrasveitar í Meham í Noregi, Njarðvíkurskóla, Kven- félags Njarðvíkur, Öllasjóðsins og tveggja einstaklinga. Styrkirnir í ár eiga það sameiginlegt að aðstoða börn og unglinga við að stunda íþróttir, tómstundir og annað félagslíf barna. FJÖLSMIÐJAN Á SUÐUR- NESJUM TÍU ÁRA Tíu ár eru liðin í vikunni frá því að stofnað var til Fjölsmiðjunnar á Suður- nesjum en hún var stofnuð 7. september 2010. Tilgangurinn með Fjöl- smiðjunni var að mæta þörfum ungs fólks sem hafði verið í óvirkni. Á Facebook-síðu Fjölsmiðjunnar er greint frá tímamótunum, þar segir: „Hafist var handa við að finna Fjölsmiðjunni húsnæði og breyta því svo það hentaði starfseminni. Á þessum tíu árum hafa hátt í 200 ungmenni af Suðurnesjum starfað í Fjölsmiðjunni í mislangan tíma, allt eftir þörfum hvers og eins. Flestir þeirra sem hafa útskrifast frá okkur hafa farið til vinnu á almennum vinnumarkaði og einnig til frekara náms. Við, sem störfum og stöndum að Fjölsmiðjunni, erum mjög stolt af henni og því mikilvæga hlut- verki sem hún gegnir í samfélaginu okkar.“ Fjölsmiðjan hóf svo eiginlega starfsemi í mars 2011 og því á að geyma fagnaðarhöldin fram í mars 2021 í þeirri von að það vori betur í þeim veiru- faraldri sem geisar núna. FRAMHALDSAÐALFUNDUR Framhaldsaðalfundur Rauða krossins á Suðurnesjum verður haldinn mánudaginn 14. september 2020 kl: 20.00 að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Dagskrá Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður ávarpar fundinn Tillaga að sameiningu Suðurnesja- og Grindavíkurdeildar Kjörgengir í stjórn og atkvæðaréttur hafa allir félagar, 18 ára og eldri sem greiddu félagsgjöld fyrir 1. janúar 2020. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning. Rauði krossinná Suðurnesjum Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Pálína Heiða Gunnarsdóttir f.h. sjóðsins og Patrik Birmingham, frændi Ölla f.h. Öllasjóðsins. Elena Undeland afhenti styrkinn í Noregi f.h. stjórnar sjóðsins og Annette Leinan Dahl, framkvæmdarstjóri lúðrasveitarinnar i Mehamn og stofnandi barnalúðrasveitarinnar. Hulda María Þorbjörnsdótt ir f.h. Kvenfélags Njarðvíkur og Guðni Erlend sson f.h. sjóðsins. 4 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.