Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Page 5

Víkurfréttir - 09.09.2020, Page 5
Suzuki Grand Vitara árg. 2010, ekinn 134 þús., sjálfskiptur Tilboð 800.000 kr. Suzuki Jimny árg. 2015, ekinn 168 þús., 5 gírar Tilboð 790.000 kr. Dacia Duster árg. 2018, ekinn 122 þús., 6 gírar Tilboð 1.850.000 kr. Ford Kuga Titanium árg. 2017, ekinn 147 þús., sjálfskiptur Tilboð 1.990.000 kr. Toyota Hiace Diesel árg. 2011, ekinn 136 þús., beinskiptur Tilboð 2.890.000 kr. við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is Dacia Duster árg. 2018, ekinn 138 þús., 6 gírar Tilboð 1.840.000 kr. Bílaútsöludagar alla daga á Bílaútsölunni Tilboðsvika á 4x4 bílum Gylfi Þór Gylfason, lögg. bifreiðasali 4.000 atvinnulausir og mikið álag á starfs- fólki Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum Lokað inn á starfsstöðina í Reykjanesbæ og þjónusta veitt í gegnum tölvupóst og síma Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir að það sem af er september hafa 137 nýjar umsóknir borist um atvinnuleysisbætur til Vinnumála- stofnunar á Suðurnesjum en nýjar umsóknirnar voru 54 í ágústmánuði. Alls eru skjólstæðingar Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum um 4.000 talsins. Á landsvísu er gert ráð fyrir að nýjar umsóknir verði um 3.000 talsins á mánuði fram í nóvember. Gert er ráð fyrir að umsóknum um bætur á Suðurnesjum haldi áfram að fjölga. Þar sem atvinnulausum hefur fjölgað hratt á Suðurnesjum þá hefur álagið á starfsstöð Vinnumálastofnunar í Reykjanesbæ verið mikið. Hins vegar hefur aðgengi að skrif- stofunni verið takmarkað vegna Covid-19, og til að hafa stjórn á verkefnum, og samskipti því öll farið fram í gegnum síma eða að fólk hefur bókað tíma í viðtöl hjá ráðgjöfum. Frá því í mars hefur aðgengi aðeins verið með hefð- bundnum hætti í um þrjár vikur. Hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum geta þrír ráðgjafar tekið á móti fólki í viðtöl í einu og eru hverju viðtali úthlutaðar fimmtán mínútur. Það er því tímafrekt að ræða við þann stóra hóp sem nú er án vinnu. Undanfarna daga hafa allir starfsmenn Vinnumálastofnunar verið í því verkefni að borga út bætur til þeirra sem eru án vinnu og á meðan hafa viðtöl ráðgjafa fallið niður. Að sögn Hildar hefur þurft að breyta öllu verklagi á starfsstöðinni í Reykjanesbæ vegna álagsins. Framundan er að finna úrræði fyrir allt það fólk sem er á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum og það verður mikil vinna að hennar sögn. Hjá Vinnumálastofnun er sérstök greiðslustofa sem annast útborgun á bótum og greiðslur í hlutabótaleið sem dæmi. Hjá Vinnu- málastofnun á Suðurnesjum hefur verið opnuð önnur lítil greiðslustofa til hliðar við hina, til að hraða úrvinnslu mála á Suðurnesjum. Aðgengi að skrifstofunum í Reykjanesbæ verður áfram lokað en öllum er svarað í gegnum síma eða tölvupóst. Fólk þarf þó að sýna biðlund en allir muni fá svör. „Við verðum því miður að hafa aðgengi að skrifstofunum okkar lokað áfram um tíma, því öðruvísi komumst við ekki yfir verkefnið sem er stórt um þessar mundir,“ segir Hildur. Hún segir að framundan sé að veita ráðgjöf í gegnum símatíma. Um leið og regluverki hefur verið breytt og betri tök náist á ástandinu er þó gert ráð fyrir að opna að nýju inn á starfs- stöðina í Reykjanesbæ. Hildur segir að starfsmenn Vinnumálastofn- unar séu að upplifa pirring hjá skjólstæðingum sínum vegna þessa og það sé bæði eðlilegt og sanngjörn gagnrýni. Hún segir fjölmarga út- lendinga eiga erfitt með að skilja ástandið og þeir vilji koma og fá úrlausn mála augliti til aug- litis og fá að vita að allt sé í lagi. „Okkur þykir leitt að geta ekki verið með opið en við erum að reyna að vinna í því að opna sem fyrst – en á meðan ekki er opið inn á gólf þá reynum við að efla símaráðgjöf. Þá erum við að vinna okkur niður úr stafla af umsóknum en allar starfsstöðvar Vinnumála- stofnunar eru saman í því máli,“ segir Hildur. Á tímabili tók upp undir tólf vikur að vinna úr umsóknum um atvinnuleysisbætur, sá tími er að styttast en er samt frá fjórum og upp í átta vikur. Tölvukerfi Vinnumálastofnunar er orðið þrjátíu ára gamalt og annar ekki lengur verk- efninu en nú er verið að innleiða nýtt kerfi sem verður tilbúið öðru hvoru megin við áramót. – Það eru um 4.000 einstaklingar án at- vinnu á Suðurnesjum og þið talið um að koma fólki í úrræði. Hvaða úrræða er aðal- lega verið að horfa til á Suðurnesjum? „Það er lítið um störf og á meðan reynum við að koma á móts við fólk og við höfum verið að tala við atvinnurekendur um hvað fólk vill fræðast um eða læra. Sumir vilja fara í háskólanám og sumir eitthvað annað. Við erum að reyna að finna hvað samfélagið vill og bregðast við því með einhverjum hætti. Eftir áramót getur fólk farið í háskólanám á fullum atvinnuleysisbótum í heila önn. Það er þó nokkuð að gera í vinnumiðlun en sveitar- félögin hafa verið að óska eftir starfsfólki til að sinna verkefnum sem þau hafa ekki komist í, sem er vel, og við erum að reyna að fá fleiri til að taka þátt í þessu. Við erum öll að reyna að vinna saman hér í samfélaginu og biðjum bara um biðlund.“ – Hvernig hópur er þetta sem er at- vinnulaus á Suðurnesjum? „Þetta er bara allur skalinn. Það er að koma fólk sem hefur aldrei verið atvinnulaust áður og er kannski á miðjum aldri. Þetta er alls- konar fólk og mikið af mjög frambærilegu fólki og jafnvel fólk sem hefur unnið í mörg ár hjá sama fyrirtækinu og aldrei orðið atvinnulaust. Við erum að reyna að skoða hópinn í heild og sjá hvaða hópur er viðkvæmastur og hvernig við getum sinnt honum. Við erum að bæta við ráðgjöfum hjá okkur til að geta komið betur til móts við fólk. Við erum einnig að auka ráðgjöf í gegnum samfélagsmiðla, því unga fólkið vill það, þó svo sumir þurfi að koma og hitta okkur og hafi gott af því. Í dag erum við að skoða allar leiðir til að mæta fólkinu okkar og vera sýni- legri, þrátt fyrir að aðgengi að skrifstofunum sé lokað,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suður- nesjum, í samtali við Víkurfréttir. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 5

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.