Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Page 23

Víkurfréttir - 09.09.2020, Page 23
Stór hópur stelpna á aldrinum níu til þrettán ára drippluðu bolta með ströndinni frá íþróttahúsinu í Njarðvík að Skessuhellinum í Gróf síðasta föstudag. Hópurinn samanstendur annars vegar að tólf og þrettán ára stelpum í 7. og 8. bekk sem þær Eygló Alexand- ersdóttir og Bylgja Sverrisdóttir eru að þjálfa í körfuknattleik og svo stelpur í níu ára minnibolta sem Bylgja þjálfar. Bylgja segir að það hafi verið fín æfing að ganga þessa leið og drippla bolta. Þegar komið var að Skessuhellinum beið svo eftir hópnum flott hressing en Eygló og Ragnar, tengdaforeldrar Bylgju, höfðu bakað pönnukökur. Það voru því upprúllaðar pönnukökur og muffins sem var skolað niður með djús í sól og blíðu og góðu skjóli fyrir norðanáttinni. Eygló og Ragnar fóru létt með baksturinn enda hafa þau keppt nokkrum sinnum í pönnukökubakstri á Landsmóti Ungmennafélags Ís- lands. „Þetta var mjög gaman og frá- bært að blanda aldrinum, þessar yngri líta mikið upp til þeirra sem að eldri eru,“ sagði Bylgja Sverris- dóttir í samtali við Víkurfréttir. Meðfylgjandi myndir voru teknar af hópnum á ferðalaginu með boltana á föstudaginn. Drippluðu bolta með ströndinni frá Njarð- vík í Skessuhelli Óvænt fornbílasýning Það má segja að Ekki-Ljósanótt hafi verið haldin um síðustu helgi. Þó voru nokkrir viðburðir í tilefni þess að hátíðin hefði átt að fara fram um liðna helgi. Eitt óvænt atriði var við Duus-húsin þegar þar söfnuðust saman fornbílar af ýmsu tagi. Margir létu sjá sig og skoðuðu bílana. vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 23

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.