Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Síða 24

Víkurfréttir - 09.09.2020, Síða 24
Nýtt götumálverk á hluta Suðurhóps í Grindavík er farið að taka sig mynd. Verkefnið, sem hannað er af Margréti Ósk Hallgrímsdóttur, er ætlað að sýna sjávarríkið við Grinda- víkurhöfn og að hægja á umferð í götunni. „Götumálverkið er í nánd við Hópskóla og þvi tilvalið til þess að hægja á umferð í kringum skólann. Ég er svo heppin að fá að vera vinnuskólanum innan handar hér í Grindavík sem ég fæ að aðstoða við að klára verkið. Við byrjuðum þann 20. Júlí og stefnum að því klára verkið á næstu dögum,“ segir Margrét. Sjálf er Margrét alin að stórum hluta upp í Grindavík en flutti til Reykja- víkur til þess að læra grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Margrét hefur komið að margvíslegum verkefnum fyrir Biskupsstofu og Miðstöð sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. „Verkið er frekar einfalt og barnvænt og þarf að höfða til barnanna. Þetta eru lífverur sem búa í sjónum umhverfis Grindavík. Það er líka einkar skemmtilegt að segja frá því að hvalirnir eru allir í raunstærð. Hrefnan, Hnýsurnar og Hnúfubakurinn,“ segir Margrét. Allir sem sóttu um í vinnuskóla Grindavíkurbæjar fengu vinnu og voru launaðir starfsmenn 221 um síðustu mánaðamót. HVALIR Í GRINDAVÍK Í RAUNSTÆRÐ Götumálverk sem hægir á umferð við Hópskóla FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG 24 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.