Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Page 56

Víkurfréttir - 09.09.2020, Page 56
Falleg nýbygging Kristinsson handmade Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2020 voru afhent í Kvikunni við látlausa athöfn að þessu sinni, í takt við tíðarandann, nú á dögunum. Umhverfisverðlunin eru veitt annað hvert ár og er það eftir ábendingar frá bæjarbúum sem nefndarfólk í umhverfis- og ferðamálanefnd fer í vettvangsferð og skoðar garðana sem tilnefndir eru. Dómnefnd umhverfisverðlaunanna, umhverfis- og ferðamálanefnd, hafði úr vöndu að ráða í ár því garðarnir sem tilnefndir voru voru hver öðrum glæsilegri. Eftirfarandi garðar hlutu viðurkenningar í ár en auk þeirra hlaut fyrirtækið Kristinsson - handmade verðlaun fyrir velheppnaða nýbyggingu. Glæsilegir grindvískir garðar verðlaunaðir Texti og myndir: grindavik.is Viðurkenningu fyrir vel heppnað húsnæði sem byrjað var að reisa vorið 2019 fær fyrirtækið Kristinsson – handmade. Sjálfur hefur Vignir Kristinsson, eigandi hússins, haft veg og vanda að uppbygg- ingu þess. Einstaklega skemmtilegt og fallegt hús í anda gömlu pakkhúsanna. Með byggingunni varð umhverfi svæðisins þéttara og skemmtilegra og óhætt að segja að húsið sómi sér vel við hliðina á Salhúsinu sem er bjálkahús. 24 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.