Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 78

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 78
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Mundi Var ekki alger óþarfi að krossfesta ensku heiðursmennina? Dirty Weekend Á sama tíma og Þjóðkirkjan sendir frá sér sitt umdeildasta verk í seinni tíð, teikningu af Jésú Kristi með brjóst og varalit, ákveða tvær yngismeyjar frá Suðurnesjum að skella sér á Hótel Sögu að hitta fræga enska knattspyrnumenn. Þau höfðu kynnst í gegnum samfélagsmiðla. Ef aðstæður í þjóðfélaginu hefðu verið eðlilegar hefðu hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga beðið fyrir utan hótel enska landsliðsins í von um að fá eiginhandaráritanir eða bara berja goðin augum – því enskur fótbolti er mun vinsælli á Íslandi en í Englandi sjálfu. Eins og sannir herramenn buðu Englend- ingarnir okkar stúlkum upp á fría gistingu á hótelinu. Bara ekki á sínu svæði. Hafði eitt- hvað með sóttkví að gera. En hver getur svo sem skilgreint sóttkví að einhverju viti? Hvað máttu og hvað máttu ekki nákvæmlega? Er það einhversstaðar niðurskrifað? Áttu ekki bara að halda fjarlægð við fólk sem þér finnst leiðinlegt. Ég skil strákana vel. Þeir þurfa að halda tveggja metra regluna í búningsklefanum en mega alls ekki virða hana úti á knattspyrnu- vellinum – og hvort er hótelherbergi búnings- klefi eða skeiðvöllur? Dæmi nú hver fyrir sig. Ég skil stelpurnar líka vel. Þetta eru flottir gaurar. Vel launaðir. Frægir. Væntanlega skemmtilegir líka. Ef ég hefði mátt ráða hefði ég gjarnan vilja sjá þær elta knattspyrnulið Njarðvíkur til Húsavíkur. Er bara ekki viss um að nokkur leikmaður Njarðvíkur hefði verið klár að splæsa í tvö herbergi á Hótel Húsavík. Umburðarlyndi almúgans gagnvart sjálfs- bjargarviðleitni unga fólksins var nákvæmlega það sama og svokallaðra sannkristinna gagn- vart Jésú myndinni. Nákvæmlega ekkert. Jesús er sko enginn hommi, hann er fullkominn eins og ég. Þótt hann máli sig um helgar. Þú veist hvernig tízkan er. Niðurstaðan af öllu þessu brölti var sú að íslensk ferðaþjónusta fékk bestu gjaldfrjálsu landkynninguna frá gosinu í Eyjafjallajökli. Við sem eldri erum munum eftir nokkuð umdeildu markaðsátaki Icelandair í Bretlandi, „Dirty Weekend“. Það er kannski mál til komið að dusta rykið af gömlum góðum markaðsher- ferðum og keyra Ísland í gang á ný. Unga fólkið er að leggja sitt af mörkum. Hafi þau öll kærar þakkir fyrir. Við sem eldri erum skulum vera þakklát fyrir að hafa ekki þurft að glíma við sam- félagsmiðla á okkar yngri árum. Það gætu verið eitt til tvö atvik á lífsleiðinni sem hefðu ratað þangað ... óvart. Erum að taka á móti nýjum hópi í Reykjanesbæ í fjölþætta heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri. Innifalið er: Styrktarþjálfun 2x í viku Þolþjálfun 1x í viku Reglulegar heilsufarsmælingar Markmið verkefnisins og væntanlegur ávinningur Á fundinum verður farið yfir markmið verkefnisins og væntanlegan ávinning. Markmiðið er meðal annars að gera þig hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Með markvissri þátttöku í þol- og styrktaræfingum auk ráðgjafar um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti getur þú spyrnt við fótum gegn öldrunareinkennum samhliða því að bæta heilsu þína og lífsgæði. Verkefnið er til tveggja ára og skiptist í fjögur 6 mánaða þrep. Hvert þrep hefst með ítarlegri heilsufarsmælingu. Boðið er uppá styrktarþjálfun í Sporthúsinu Ásbrú tvisvar í viku og þolþjálfun í Reykjaneshöllinni einu sinni í viku yfir veturinn og utandyra yfir sumartímann. Heilsutengdir fræðslufundir verða í boði reglulega yfir tímabilið. * Vegna fjöldatakamarkana verða haldnir tveir kynningarfundir. Skráning á kynningarfundina fer fram undir viðburði (Event) á Facebook síðunni Janus heilsuefling eða í síma 546 1232. Umsókn um þátttöku: www.janusheilsuefling.is /skraning Samstarfsaðilar Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ Leið að farsælum efri árum Þér er boðið á kynningarfund Efni: Stund: Staður: Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ Mánudaginn 14. september kl. 15:00* og 17:00* Íþróttaakademían (á móti Reykjaneshöllinni) Fræðslufundir Aðgangur að heilsuappi Lokaður Facebook hópur LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar Einkaþota á vegum félagsliða ensku landsliðsmannanna Greenwood og Foden lenti á Keflavíkurflugvelli á mánudagskvöld. Eftir að hafa tekið eldsneyti hélt hún aftur utan til Manchester. Stofnandi Flugakademíu Keilis nýr forstöðumaður skólans Kári Kárason, flugstjóri hjá Icelandair, hefur tekið við stöðu forstöðumanns Flugaka- demíu Íslands sem varð til við samruna Flugskóla Íslands og Flugakdemíu Keilis. Hann tekur við starfinu af Birni Inga Knúts- syni sem hefur gegnt starfinu frá árinu 2019. Kári er vel kunnugur starfsemi Keilis. Hann var einn af braut- ryðjendum atvinnuflugnáms í Keili árið 2007 og starfaði frá stofnun skólans til ársins 2013 sem skólastjóri Flugakademí- unnar. Hann hefur starfað sem flug- maður, flugstjóri og þjálfunar- stjóri hjá Icelandair frá árinu 1995 og þar áður bæði hjá Flug- félagi Íslands og Air Atlanta. „Starfsfólk og kennarar Flug- akademíu Íslands og Keilis bjóða Kára velkominn aftur til starfa hjá skólanum og þakka Birni Inga fyrir sín störf að undanförnu,“ segir í tilkynningu. Kári Kárason. vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.