Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 23
50% er eignarhlutur almennings í Icelandair eftir útboðið. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is 1Hátæknifyrirtækið Cont-rolant gegnir lykilhlutverki í dreifingu bóluefnis Pfizer geg n kórónavei r u n n i . Samningar íslenska fyrir-tækisins við lyfjarisa, sem munu standa undir fáheyrðum tekjuvexti, og hlutafjárútboð félags- ins á árinu eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins. „Það er við hæfi að fjármögnun nýsköpunarfyrirtækis er byggir á hugviti og notagildi í baráttunni við kórónaveiruna séu viðskipti ársins í íslensku viðskiptalífi á því vanda- sama ári 2020,“ segir einn af þeim sem skipa dómnefnd Markaðarins. „Tækni Controlant varð miðjan í mikilvægustu vörudreifingu síðari tíma á COVID-bóluefni Pfizer og BioNTech. Skaut þeim uppá stjörnu- himininn og aðeins tímaspursmál hvenær hluthafar þurfa að kjósa um mjög ábatasamt yfirtökutilboð. Frá- bær saga,“ segir annar álitsgjafi. Controlant hefur þróað hugbúnað- ar- og vélbúnaðarlausnir til að fylgj- ast með vörum í f lutningi og halda uppi rauntímaeftirliti á allri virðis- keðjunni, svo hægt sé að fylgjast með ástandi og staðsetningu vörunnar hvar sem er í heiminum. Um miðjan desember staðfestu forsvarsmenn Pfizer að tækni Controlant yrði notuð við dreifingu bóluefnis lyfja- risans um öll Bandaríkin. „Að þessu leyti er Controlant orðinn krítískur birgir hjá lyfja- fyrirtækjunum,“ sögðu stjórnendur Controlant, þeir Gísli Herjólfsson forstjóri og Guðmundur Árnason fjármálastjóri, í viðtali við Markað- inn í haust. „Okkar lausn verður mið- punkturinn í því að halda utan um dreifingu þessara bóluefna um allan heim og tryggja gæði þeirra þangað til þau koma á áfangastað.“ „Sturlaður vöxtur fram undan eftir samninga við Pfizer. Fá mikla athygli í kjölfarið,“ segir einn álits- gjafinn sem nefndi hlutafjáraukn- ingu Controlant sem viðskipti ársins. Útlit er fyrir tíföldun á veltu á milli áranna 2019 til 2021, það er, að hún fari úr 400 milljónum í 4-5 milljarða vegna samninga við alþjóðleg lyfja- fyrirtæki. „Þetta kallar maður stökk- pall,“ sagði einn af nefndarmönnum. Annar nefnir að miðað við nýjustu viðskipti með hlutafé Controlant sé félagið metið á 25 milljarða og verð- matið margfaldast á skömmum tíma. „Mjög gaman að sjá hvernig félag- ið hefur nú komist í fremstu röð í heiminum í aðfangastýringu fyrir lyfjageirann. Mörg af stærstu lyfja- fyrirtækjum heims reiða sig nú á tækni og starfsemi þess til að stýra dreifingu á bóluefni við COVID-19. Það hlýtur að teljast góður mæli- kvarði á árangur Controlant,“ segir í rökstuðningnum. Skaut rakleiðis upp á stjörnuhimininn Controlant sér fram á „sturlaðan vöxt“ vegna samninga við lyfjarisa um notk- un á tækni við dreifingu á bóluefni gegn COVID. Samningarnir, ásamt árang- ursríkri fjármögnun, eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins. 2. Áformaður samruni Kviku banka og TM hefur skapað verulegan virðisauka fyrir hlut- hafa beggja félaga og felur í sér gríðarleg tækifæri að mati dóm- nefndar Markaðarins sem valdi samrunann sem önnur bestu viðskipti ársins. „Ég tel að það séu ekki önnur viðskipti sem eru betri en þessi,“ segir einn af álitsgjöfunum. „Þegar þetta verður klárað erum við komin með banka sem hefur afl til þess að keppa á fjármálamarkað- inum ekki eingöngu hvað varðar verkefni í fjárfestingum, heldur líka sem viðskiptabanki.“ Í umfjöllun um samrunann hefur komið fram að Kvika sé með of mikið af skammtímafjármögn- un á breytilegum vöxtum sem er einmitt það sem Lykill, dóttur- félag TM, skortir. „Fyrirtækin vega hvort annað upp, búa til mikla samlegð sem styrkir félagið í sam- keppni á komandi árum,“ segir einn af álitsgjöfunum. „Tvö skráð félög að sameinast í eitt af stóru fjármálafyrirtækjum landsins og verðmæti hluthafa aukist verulega frá því að tilkynnt var um samrunann,“ segir annar álitsgjafi. Frá því að tilkynnt var um samrunann í lok september hafa bréf Kviku hækkað um 56 prósent og TM um 50 prósent. „Virkar sem augljós viðskipti en að ná að koma þeim saman var ekki sjálfsagt,“ segir annar. Í rökstuðningi segir einnig: „Á markaði þar sem enginn hefur hreyft sig í mörg ár er TM búið að búa til fyrirtæki í allt öðrum takti en samkeppnin.“ Sameinuð verða TM og Kvika umbreytingaafl 3. Hlutafjárútboð Icelandair var mörgum dómnefndar- mönnum Markaðarins ofarlega í huga við val á viðskiptum ársins. Þjóðhagslegt mikilvægi og þátttaka almennra fjárfesta voru atriðin sem nefndarmenn nefndu helst. „Velheppnað útboð á erfiðum tímum í flugrekstri almennt og á mörkuðum,“ segir í rökstuðningi með tilnefningunni. „Stjórnendur náðu að stýra ferlinu svo að flestir stærri hluthafar tóku þátt og búa til jákvæða ímynd fyrir útboðinu og skapa umframeftirspurn.“ Fjöldi seldra hluta í útboðinu nam 23 milljörðum. Eignarhlutur almennings er um 50 prósent og fjöldi hluthafa ellefu þúsund. „Að fá svona marga þátttak- endur, að klára alla þessa fjárhæð sem er miklu hærri en hefur þekkst hér á landi. Allt þetta þrátt fyrir að gamlir bakhjarlar hafi illu heilli ákveðið að snúa baki við félaginu,“ segir annar álitsgjafi. „Gríðarlega þjóðhagslega mikil- vægt. Fjárfestar sem hafa tekið þátt hafa tvöfaldað fjárfestingu sína á stuttum tíma að teknu til- liti til áskriftarréttinda. Í kjölfar útboðsins hafa fleiri þátttakendur tekið þátt á hlutabréfamarkaðnum en áður,“ segir enn annar. Sumir gerðu þann fyrirvara að enn væri óvissa um rekstrarhorfur. „Síðan er annað að reka félagið og greiða arð. Tíminn mun leiða í ljóst hvernig tekst til með það,“ segir einn. Annar nefnir að fjár- festingin sé í grunninn kapphlaup um hvort bólusetning náist áður en fjármagn Icelandair klárast. Útboð Icelandair glæddi áhuga almennings á ný Sigurður Viðars- son, forstjóri TM Önnur viðskipti sem voru tilnefnd þau bestu Kaup á Heimavöllum: „Eignasafn upp á yfir 50 milljarða og því langstærstu viðskipti árs- ins. Þá hefur fjárfestirinn boðað að a.m.k. tvöfalda eignasafnið.“ „Norðmaðurinn nýtir sér óstöðugleika í hluthafahópnum og gerir vel tímasett og góð kaup.“ Kaupgleði LSR í vor: „Gripu tækifærið fyrir hönd sjóð- félaga þegar hlutabréfamarkaður- inn hafði lækkað verulega vegna fregna af COVID-19. Þetta sýnir að það skiptir máli að hafa menn í lífeyrissjóðakerfinu sem þora.“ „Í miklum mótvindi keypti LSR hlutabréf fyrir um 10 milljarða. Þessi viðskipti eru í dag upp 60-140 prósent og þeir búnir að selja líklega álíka fjárhæð í formi hagnaðartöku síðan. Þá héldu þeir vægi í Icelandair og keyptu fyrir sinn hlut en hafa síðan selt fyrir það sem þeir keyptu og gott betur í miklum hagnaði. Lítur ekki síst vel út í samanburði við aðra sjóði. Frábær öflug eignastýring sem er heldur betur að borga sig.“ Samningur Alvotech við Teva: „Talinn tryggja fyrirtækinu um 500 milljarða tekjur næstu 10 árin. Líklega sá stærsti sem hefur verið gerður á sviði líftæknihliðstæðu- lyfja og skiptir Ísland miklu máli.“ Sala Novator í Play: „Ekki er hægt að horfa framhjá árangri Björgólfs Thors og félaga í Novator, að losa um stöðu sína í Play fyrir um 70 milljarða.“ Kaup á ýmsum matsölustöðum: „Þjóðin er reiðubúin fyrir Skelj- ung-Mathöll nú þegar dregur úr notkun á jarðefnaeldsneyti.“ Skráning Arnarlax í Osló: „Mikil verðmæti sem er verið að fá staðfest þar. Fyrir fáum árum var ekki séns að fá lífeyrissjóði inn í Arnarlax en svo kaupa tveir núna á 4-5 sinnum hærra verði.“ Gjaldeyrissala Seðlabankans: „Kaup Bluebay á gjaldeyri hafði veikt krónuna umtalsvert. Síðasti pakkinn hefði sent af stað spíral, sem var stöðvað, og bankinn sá að þegar þessu væri lokið væri styrk- ing fram undan – góð ákvörðun.“ „Seðlabankinn beitti sér á gjald- eyrismarkaði af festu og skyn- semi og dýpkaði verðmyndun með þjóðargjaldmiðilinn til muna – án þess að ganga að miklu marki á gjaldeyrisforðann.“ Aðlögunarhæfni fyrirtækja: „Bestu viðskiptin eru fyrirtæki sem brugðust skjótt við COVID-19 og færðu viðskipti sín og þjónustu yfir á netið. Faraldurinn ógnar gömlum og rótgrónum legacy fyrirtækjum sem aldrei hafa þurft að hafa fyrir hlutunum eða velta fyrir sér samkeppni.“ Nauðasamningar VHE: „Eigendur tóku pening út úr hinu gjaldþrota fyrirtæki inn í systur- fyrirtæki og sömdu svo við Lands- bankann um að eignast VHE aftur með því að koma með fé sem þeir höfðu tekið út úr sjálfu félaginu.“ Guðmundur fjármálastjóri og Gísli Herjólfsson forstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.