Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 29
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Janúar og áramót er svo góður tími til þess að breyta til og koma sér af stað í eitthvað nýtt og spennandi. „Það eru skrítn- ir tímar núna. Margir eru dottnir út úr reglubundinni hreyfingu og þá getur verið erfitt að koma sér af stað aftur. Styrktaræfingar hjá OsteoStrong taka bara 10 mínútur einu sinni í viku. Fólk mætir í venjulegum fötum, tekur á, svitnar ekki en getur fylgst mjög vel með styrktaraukningu. Þess vegna er ástundun hjá OsteoStrong svo frábær leið til þess að koma sér af stað, ekki síst á meðan sóttvarna- lög eru enn svona ríkur þáttur af daglega lífinu. Við heyrum gleði- og árangurssögur nánast á hverjum degi,“ segir Örn Helgason en hann og kona hans, Svan- laug Jóhannsdóttir, eru eigendur OsteoStrong. „Það er frábært að fá svona mikla staðfestingu á því að kerfið virkar til þess að bæta styrk og minnka verki,“ segir Örn. „Flestir fara strax að hvetja vini og ætt- ingja til að mæta. Sumir koma bara í nokkra mánuði og þurfa ekki meira, aðrir hafa ákveðið að gera ástundun að hluta af heilbrigðum lífsstíl,“ bætir hann við. „Það hefur líka verið ánægjulegt hversu mikið af fólki úr heilbrigðisgeiranum hefur kynnt sér starfsemina, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir sem láta sig heilbrigði varða.“ 4.000 Íslendingar hafa prófað OsteoStrong Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri, óháð líkamlegu atgervi. „Með ástundun Osteo- Strong þéttast beinin, vöðvar, sinar og liðbönd. Tæki Osteo Strong gera meðlimum kleift að ýta frá sér fleiri kílóum en er mögulegt ann- ars staðar, oft álagi sem samsvarar margfaldri líkamsþyngd þeirra, með eins öruggum hætti og hægt er. „Þess vegna gerast hlutirnir oft hraðar hérna heldur en við aðra hreyfingu. Fólk losnar gjarnan við verki, eykur jafnvægi og orku. Þá er svo miklu skemmtilegra að vera til,“ segir Svanlaug. Betra jafnvægi „Fólk sér fyrst mun á jafnvæginu. Eftir aðeins fimm skipti er fólk að meðaltali búið að bæta það um 77%. Fyrir suma þýðir það að þeir eru betri í golfi, eða stöðugri í jógatímum. Fyrir aðra þýðir þetta að þeir geta sleppt göngu- grindinni, eða átt auðveldara með að ganga.“ Einmitt það sem þarf Fólk sem stundar OsteoStrong er á öllum aldri og mjög mismunandi á sig komið. Margir nota þetta sem viðbót við aðra þjálfun, en fyrir suma er þetta það eina sem þeir geta stundað. „Það er ekki meiningin að við séum eina hreyfingin sem fólk stundar. Við hvetjum fólk endi- lega til að gera allt sem því þykir skemmtilegt. Fyrir suma erum við það fyrsta sem þeir geta gert eftir að hafa dottið út úr hreyfingu í langan tíma. Fyrir aðra þá erum við einmitt hjálpin sem þarf, til þess að ná markmiðum sínum í þríþrautinni,“ bætir Örn við. Hámarksárangur á lágmarks- tíma hjá OsteoStrong Meðlimir geta átt von á að: n Minnka verki í baki og liða- mótum n Lækka langtíma blóðsykur n Auka beinþéttni n Bæta líkamsstöðu n Auka jafnvægi n Auka styrk n Minnka líkur á álagsmeiðslum n Álag þéttir vöðva OsteoStrong býður upp á ókeypis prufutíma á fimmtudögum og föstudögum í Borgartúni 24. Áhugasamir geta skráð sig á os- teostrong.is eða í síma 419 9200. Þeir sem stunda æfingar hjá OsteoStrong njóta handleiðslu frábærra þjálfara í fjórum tækjum sem reyna á allan líkamann. „Fólk losnar gjarnan við verki, jafnvægið verður betra og orkan meiri. Þá er allt skemmtilegra,“ segir Svanlaug. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI  Rauð og nær-innrauð ljós bæta kollagenframleiðslu húðarinnar og gefa henni frísklegt útlit. Ástundun OsteoStrong tekur mjög stuttan tíma eða aðeins tíu mínútur á viku. Fólk finnur oft mjög mikinn mun á sér fljótt eftir að það byrjar í meðferðinni. Magný Jóhannesdóttir er mjög ánægð með árangurinn hjá OsteoStrong. Framhald af forsíðu ➛ Fljótlega verkjalaus „OsteoStrong er í mínum huga styrkur, kraftur og hreysti. Ég varð fljótlega verkjalaus eftir að hefja ástundun hérna. Ég fann það strax eftir fyrsta tímann hérna og hef fundið það aukast síðan að þegar ég er að ganga á fjöll finn ég fyrir meiri krafti, meiri orku og meiri gleði. Alltaf þegar ég kem í OsteoStrong mætir mér hlýja, virðing og fagmennska. Ég er þakklát fyrir að hafa verið leidd hér inn og mun vera hér áfram,“ segir Lísbet Grímsdóttir, lífeinda- fræðingur og fjallgöngumaður. Jafnvægi eykur lífsgæði „Síðastliðin fimm ár hef ég lagt mikið upp úr því að finna leiðir til þess að bæta jafnvægið. Ég tók meðal annars í fyrra þátt í rannsókn á jafnvægi á Landa- koti sem stóð í þrjá mánuði. Þá gerði maður sjálfur æfingar í 15 mínútur á dag og fór vikulega til sjúkraþjálfara, það reyndist mér vel. Ég er þess vegna orðin mjög meðvituð um virkni og áhrif jafnvægisæfinga. Ég var því rosalega hissa eftir að hafa farið í prufutíma hjá Osteo- Strong að finna að ég fann strax mun á jafnvæginu! Einungis fjögur tæki í stutta tíma með hlutfallslega litlu átaki þrátt fyrir hámarksaf lsbeitingu. Ég fann einnig á örfáum vikum hvernig þetta hafði jákvæð áhrif á allt stoðkerfið. Það eru lífsgæði að vera með gott jafn- vægi,“ segir Magný Jóhannes- dóttir. Miklu orkumeiri „Mig langar svo oft að gera alls kyns hluti sem ég hef hreinlega ekki orku til. Ég sló til og mætti í prufutíma hjá OsteoStrong eftir að hafa fylgst með þeim í nokkurn tíma. Eftir annað skiptið fór ég að finna breytingu. Ég var töluvert orkumeiri en vissi ekki hvort þetta væru nokkrir góðir dagar hjá mér eða að OsteoStrong væri að virka. Núna er ég búin með fimm tíma og orkan sem ég fann fyrir eftir tímana tvo hefur haldið áfram. Ég hef ekki átt svona marga góða daga í mjög langan tíma. Svefninn breyttist líka. Ég er f ljótari að sofna og vakna úthvíldari og á því betra með að vakna. Ég ætla því hiklaust að halda áfram hjá OsteoStrong og mæli með því að fólk prófi,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir. 2 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.