Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 45
Frá því að COVID byrjaði hef ég verið að útbúa myndbönd með háls- og bakæfingum á mis- munandi álagsstigum og útkoman er fjarþjálfun hjá bakskolinn.com,“ segir dr. Harpa Helgadóttir, Ph.D. í líf- og læknavísindum, sjúkraþjálf- ari og sérfræðingur í greiningu og meðferð á hrygg- og útlimaliðum. Harpa hefur kennt háls- og bak- leikfimi í yfir þrjátíu ár. „Hvert námskeið er þrír mán- uðir með aðgangi að þjálfunar- gátt þar sem nýjar æfingar (2x30 mínútur), auk fræðslu, koma á þitt svæði í hverri viku. Hægt er að horfa eins oft og maður vill, það er alltaf hægt að gera hlé á æfingum og byrja þar sem frá var horfið,“ útskýrir Harpa. Hæfilegt og rétt álag BETRI LÍÐAN Í HÁLSI OG BAKI eru námskeið þar sem hægt er að velja á milli þriggja álagsstiga. „Til að bæta líðan og byggja upp betri starfsemi í hálsi og baki þarf Betri líðan í baki heiman úr stofu Breiðu bökin kynna þriggja mánaða námskeið í fjarþjálfun sem stuðla að betri líðan í hálsi og baki. Hægt er að byrja hvenær sem er og er unnið með álagsstig sem hentar hverjum og einum. Hér má sjá dr. Hörpu Helga- dóttur kenna góðar og gagn- legar bakæf- ingar sem hægt er að stunda heima í stofu. MYND/AÐSEND álagið að vera hæfilegt og má ekki aukast of hratt ef mikil viðkvæmni er í vefjum. Því er gott að vera raunsær og byrja að æfa á réttu álagi. Engin lóð eru notuð á stigi 1 en á stigi 2 eru notuð létt lóð sem þyngjast svo á stigi 3,“ upplýsir Harpa. Stoðkerfið byggt upp BACKSMART með lóðum er nám- skeið ætlað fólki sem vill byggja sig upp með styrkjandi og liðkandi æfingum. „Álagsstigið er á bilinu 2 til 4 og er unnið með lóð og eigin þyngd. Farið er í æfingarnar frá grunni en álagið eykst hraðar á þessu nám- skeiði sem er eins konar hraðbraut og ekki hugsað fyrir þá sem hafa mikla viðkvæmni í hálsi eða baki,“ segir Harpa sem fékk dætur sínar í lið með sér við að útbúa þetta námskeið. „Á öllum námskeiðum er unnið markvisst að því að bæta tækni í æfingum svo að álagið sé uppbyggi- legt fyrir hrygginn. Ekki er nóg að bæta aðeins starfsemi í hálsi eða baki, heldur þarf að byggja stoð- kerfið upp sem heild. Það þarf að styrkja fótleggjavöðva og bæta starfsemi mjaðma og brjóst- hryggs til að jafna álagið svo ekki verði ofálag á viðkvæma liði,“ útskýrir Harpa. Fræðsla er einnig mikilvæg þar sem rýna þarf í daglegar athafnir og venjur. „Heilbrigður lífsstíll skiptir miklu máli fyrir stoðkerfið og regluleg hreyfing eins og rösk ganga í um 30 mínútur á dag skil- ar betri árangri en lengri, erfiðari og óreglulegri göngutúrar.“ Allara nánari upplýsingar er að finna á bakskolinn.com Gerður Jensdóttir ákvað löngu fyrir tvítugt að stunda útivist og líkams- rækt alla tíð. Undanfarna áratugi hefur hún stundað göngur, spilað golf, átt svig-, fjalla- og göngu- skíði, stundað sund og hjólreiðar svo það helsta sé upp talið. Í dag er hún 72 ára og hvergi hætt enda eykur öll þessi hreyfing hreysti og lífsgleði að hennar sögn. Hún segir útivistina vera sér í blóð borna. „Foreldrar mínir fóru með okkur í tjaldferðalög á sumrin frá því ég var eins árs gömul. Faðir minn, Jens R. Páls- son, var leigubílstjóri og móðir mín, Kristín J. Eiríksdóttir, var húsmóðir á þessum tíma. Þannig að þegar lítið var að gera í akstr- inum var brunað út úr bænum.“ Skíðin bætast við Þegar Gerður var tvítug giftist hún Böðvari Baldurssyni og eignuðust þau þrjú börn á þremur og hálfu ári. „Ég skráði okkur hjónin í Ferðafélag Íslands um tvítugt og hvert sem við fórum um landið voru ferðafélagsbækur um svæðin með í för. Landakortin voru tekin með og það tryggði að við vissum um alla áhugaverða staði að skoða. Böðvar ók, ég var á kortinu og með tilheyrandi bók í fanginu.“ Hjónin héldu útivistinni áfram eftir að börnin bættust í hópinn. „Við fórum í margar tjaldútil- egur með börnin fyrstu árin í lífi þeirra. Um þrítugt fengum við okkur svigskíði og skíðaferðir í Hengilinn eða Bláfjöll urðu fastur liður á veturna. Fermingargjafir barnanna voru tveggja vikna skíðaferðir til Austurríkis.“ Útivist allt árið Þegar börnin stækkuðu fóru hjónin að ferðast meira ein eða í hópum. „Skíðaferðir erlendis urðu oftar á dagskrá hjá okkur. Hálendisferðir bættust við þegar við keyptum okkur Lapplander- jeppa og við fórum líka í nokkrar spennandi gönguskíðaferðir upp á hálendi og á fjöll.“ Í tilefni fertugsafmælisins fengu hjónin sér allan búnað sem þurfti til að ganga með allt á bakinu dögum saman. „Við byrjuðum auðvitað að ganga hinn svokall- aða Laugaveg á eigin vegum og eftir það varð ekki aftur snúið. Um fimmtugt bættist svo golfið við þannig að allan ársins hring höfðum við útivist sem hentaði hverjum árstíma.“ Böðvar lést árið 2006 en f ljótlega eftir það fór hún með nokkrum fjölskyldumeðlimum á Eyjafjallajökul og síðar á Hvanna- dalshnjúk með Ferðafélagi Íslands. „Í raun hef ég bara ekki stoppað síðan. Árið 2009 gekk ég í gönguhópinn Toppfara og þar er ég enn.“ Spennandi göngur Það er óhætt að segja að Gerður hafi komið víða við á svo langri og viðburðaríkri ævi, bæði heima og erlendis. „Meðal eftirminni- legra gönguferða innanlands má nefna sex daga gönguferð umhverfis Langasjó um Fögrufjöll að Skælingum og Eldgjá að Nyrðri Ófæru, göngu yfir Skeiðarárjökul frá Skaftafelli að Núpsstaðaskógi, einstaka göngu um Snæfellsnes- fjallgarð, sex daga gönguferð um Friðland að fjallabaki, göngu frá Hornvík í Ingólfsfjörð sem tók níu daga, göngur á Þverártindsegg, Miðfellstind, Herðubreið, Kverk- fjallajökul og Dyrfjöll svo fá eitt sé talið upp.“ Hún hefur líka gengið margar spennandi gönguleiðir erlendis. „Nokkrar eftirminnilegar ferðir eru meðal annars ferðin til Perú árið 2011 þar sem ég gekk til dæmis Inca trail til Machu Picchu, gekk um Cordillera Blanca fjalla- garðinn og um Colca gljúfrin. Ég hef líka heimsótt Nepal en þar gekk ég um Anna Purna svæðið. Í Jórdaníu gekk ég svo þekkta gönguleið sem endaði í fornu borginni Petra.“ Kilimanjaro eftirminnilegast Langmesta fjörið segir hún þó vera í skíðaferðunum til Austur- ríkis og Ítalíu og í nokkrum ofur- göngum um Fjallabak og Þórs- mörk með einkahópi. „Sterkastar eru samt minningar úr nokkrum hrakningaferðum um landið okkar sem allar enduðu vel og er of langt mál að segja frá hér.“ Af mörgum eftirminnilegum göngum um ævina stendur þó ein upp úr en það var ganga á Kiliman j aro, hæsta fjall í Afríku. „Fjallið er 5.895 metra hátt en það kleif ég á 70 ára afmæli mínu í nóvember 2018. Fjallið kom mjög á óvart vegna mikillar náttúrufegurðar alla leið og ég heillaðist gjörsamlega af útsýninu frá toppnum yfir magnaðar risa ísblokkir sem höfðu losnað frá tindinum. Ég slapp við öll ein- kenni háfjallaveikinnar og trítlaði léttfætt niður.“ Ný ævintýri í vændum Það styttist í nýtt ár og er Gerður að sjálfsögðu farin að huga að næstu ævintýrum. „Það er ýmis- legt sem ég er að skoða þessa dag- ana. Ég á til dæmis sunnanverða Austfirði eftir og gæti hugsað mér að mæta á Gönguvikuna í Fjarðabyggð næsta sumar. Síðan langar mig á Tungnafellsjökul og Hágöngur, Skefilsfjöll og Klukku- tinda og einnig Lómagnúp. Það er endalaust eftir sem betur fer.“ Útivist eykur hreysti og lífsgleði Í rúma hálfa öld hefur útivist og líkamsrækt verið órjúfanlegur hluti af lífi Gerðar Jensdóttur. Hún er hvergi hætt enda eykur öll þessi fjölbreytta hreyfing hreysti og lífsgleði að hennar sögn. Gengið á Loðmund í Kerlingarfjöllum árið 2013. MYNDIR/AÐSENDAR Á toppi Kilim- anjaro, hæsta fjalls Afríku, á sjötugs afmæli sínu árið 2018. Gerður er fyrir miðri mynd í rauðri skyggju. MYND/ÁGÚST RÚNARSSON Á toppi Kirkjufells á Snæfellsnesi sumarið 2013 í fallegu veðri. 18 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.