Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 11
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Pólitísk ábyrgð er álitin skaðleg velferð þjóðarinnar. Eitt mikil- vægasta verkefni næsta árs er að leysa þjóðina úr vistarbandi sérhags- munaelít- unnar. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Þú færð Bolla Bollason á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Gullhalar skóta upp marglita kúlum. Fer yfir í fallegt silfurregn aftur í fjörugar sprengingar og endar á kröftugu silfurregni. skot 66 SEK 4 5 14 100 kg Árið 2020 syngur sinn svanasöng. Við fögnum, minnumst hins liðna og sköpum okkur andlegt rými fyrir það sem koma skal. Þó tilefnið sé hluti af taktföstu flæði tímans eru aðstæðurnar aðrar en þær sem við eigum að venjast. Fögnuðurinn takmarkast við lág- stemmdari útgáfu en við hefðum viljað. Samtakamáttur- inn hefur fleytt okkur yfir þá nærri óyfirstíganlegu hjalla sem sum lönd eru að kljást við vegna faraldursins. Því er það hreinlega óþolandi þegar fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hegða sér eins og um þá gildi sérsamningur. Kannski ætti það ekki að koma á óvart frá þeim sem smíða samfélagið út frá eigin þörfum og sérhagsmunum vina sinna. En í ljósi þess að um blóðkalda alvöru lífs og dauða er að ræða og fyrir liggja áhrif fordæma ráðamanna á hegðun fjöldans hefðum við líklega búist við meiru. Óábyrg hegðun formanns Sjálfstæðisflokksins er einungis kirsuberið sem tyllt er á rjómafroðuna af hættu- legum COVID-kokteil sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið upp á allt þetta ár. Stjórnarþingmenn leyfa sér að grafa undan sóttvarnaaðgerðum sem ráðherrar sama flokks hafa stimplað. Eftir að sameinast meirihlutanum um viðspyrnuaðgerðir vegna COVID kasta borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins fram fullkomlega veruleikafirrtri tillögu um ráðningabann, eins og það að binda hendur borgarinnar til að bregðast við velferðarkröfum vegna veirunnar sé einhver lausn. Ráðherrar flokksins spranga svo um eins og COVID sé stormur sem komi þeim ekki við sem standa undir regnhlíf valdsins. Flokkur sem skreytir sig með fjöðrum stöðugleika og festu á tyllidögum býður upp á tryllt og tilviljunarkennt alsæluteknóreif sem svar við einum ófyrirsjáanlegustu og óöruggustu tímum sem þjóðin hefur lifað. Þegar liggur á að sýna þennan margumtalaða stöðugleika með raunhæfum lausnum glymur við holur hljómur rökþrota og málefnaleysis úr ringulreiðinni sem einkennir Sjálf- stæðisflokkinn þessa dagana. En sólin hefur náð sínum lægsta punkti og handan við hornið er nýtt ár með nýjum og bjartari möguleikum. Eitt mikilvægasta verkefni næsta árs er að leysa þjóðina úr vistarbandi sérhagsmunaelítunnar. Að úr öskurústum íhaldsins rísi Fönix ábyrgrar stjórnar réttlætis og tæki- færa. Úr ösku íhaldsins Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur Víst Fyrstu bólusetningarnar eru sagðar hafa farið fram á skrif- stofu sóttvarnayfirvalda í gær. Það er merkur atburður og einn þeirra sem var með þeim fyrstu líkti afrekinu við að fara til tunglsins. Þetta er rétt. Meðal þess merkilegasta í geimferðasögu mannkyns er fyrsta tunglgangan – sem ýmsir reyndar efast um að hafi farið fram. Hún hafi verið tekin upp í myndveri í Hollívúdd, Svæði 51 eða hvar það nú var. Hvar sem er í heiminum telst það til stórtíðinda að lang- þráðar bólusetningar hefjist og allt gert til að fjölmiðlar taki myndir og fréttamenn mæti. En ekki hér. Aðgangur ljósmyndara var bannaður en RÚV okkar allra sýndi. Ætli þetta hafi kannski verið leikið af myndbandi? Orðan Þrátt fyrir allt verður fálkaorð- unni útdeilt og hefst af hending á nýársdag. Nú bregður svo við að út af dottlu er ekki hægt að safna þeim saman sem verða orðuberar. Nei, nú þarf að hafa önnur tök. Þeir sem upphefðina hljóta mæta einir, hver af öðrum, þar til listinn er tæmdur. Sá fyrsti kemur á Bessastaði klukkan korter yfir tvö eftir hádegi á nýársdag. Reiknað er með að sá síðasti fái orðuna sína síðdegis þann 17. júní. Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands sagði af sér í júlí eftir að hafa farið með fjöl-skyldu sinni á ströndina í trássi við sóttvarnareglur. Hann mat það svo að áframhaldandi seta hans í ríkisstjórn myndi hafa truflandi áhrif á baráttu stjórnvalda við faraldurinn. Í ágúst sagði landbúnaðarráðherra Írlands af sér eftir að hafa setið 80 manna kvöldverðarboð, þegar aðeins sex máttu koma saman. Þingforseti landsins sagði sömuleiðis af sér vegna þátttöku í sama boði. Í sama mánuði sagði þingmaður og aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Gana af sér embætti eftir sóttvarnabrot meðan hann var sýktur af COVID-19. Þá sagði fulltrúi Ung verja lands á Evrópu þinginu af sér í lok nóvember eftir þátttöku í 25 manna kynlífs- orgíu í Brussel í trássi við reglur um fjöldasamkomur í borginni. Skosk þingkona var rekin úr skoska þjóðar- flokknum eftir að hafa notað almenningssamgöngur sýkt af veirunni. Fyrr í vor hafði landlæknir Skotlands sagt af sér eftir brot á reglum um útgöngubann og Neil Ferguson, prófessor og einn helsti ráð gjafi bresku ríkis stjórnarinnar í baráttunni við faraldurinn, sagði einnig af sér eftir að í ljós kom að hann og hjákona hans höfðu ítrekað brotið reglur um útgöngubann, sem hann hafði sjálfur lagt þunga áherslu á að sett yrði á. Í ágúst þurfti bæjarstjóri Luton á Englandi að taka pokann sinn eftir að mynd fór í dreifingu sem sýndi hann í fjölmennri garðveislu, í andstöðu við reglur um að aðeins sex mættu koma saman utandyra. Kóróna- veiru til fellum í Luton hafði fjölgað nokkuð um það leyti sem garð veislan var haldin og því þótti þátttaka bæjarstjórans í veislunni sýna skeytingarleysi gagn- vart heilsu og lífsafkomu landsmanna. Í sama mánuði sagði Michael Cawley, einn æðsti embættismaður ferðaþjónustumála á Írlandi, af sér eftir að hafa farið með fjölskyldu sinni til Ítalíu. Ferðir þangað voru ekki óheimilar en írsk yfirvöld höfðu ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum til útlanda. „Til að málið standi ekki í vegi fyrir mikilvægum verkefnum stofnunarinnar hef ég ákveðið að segja af mér eftir sex ár í starfi,“ sagði Cawley um afsögn sína. Hjá flestum lýðræðisþjóðum tíðkast að kjörnir fulltrúar og embættismenn sem brugðist hafa trausti almennings axli ábyrgð strax. Litið er svo á að nærvera viðkomandi hafi skaðleg áhrif á mikilvæg verkefni stjórnvalda. Á Íslandi er þessu öfugt farið. Það er fast- mótað viðhorf ríkjandi afla hér á landi að telja verkin fram undan of ærin til að missa megi mann fyrir borð. Pólitísk ábyrgð er álitin skaðleg velferð þjóðarinnar. Stjórnarandstöðuflokkar hafa hins vegar ekki komið sér upp neinu fastmótuðu ferli í þessum efnum. Kröfur um afsögn, stjórnarskipti eða kosningar fara eftir hentugleik hverju sinni, ýmist persónulegum aðstæðum einstakra þingmanna eða mati á því hvaða flokkar séu líklegastir til að tapa mestu fylgi á tilfall- andi hneykslismáli, hversu langt sé í kosningar og hverjir séu fýsilegir samvinnuflokkar að þeim loknum. Íslenska leiðin 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.