Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 44
Það er sennilega fátt jafn gott fyrir heilsuna eins og að drekka nóg af vatni. Það getur þó verið hægara sagt en gert að muna eftir því í amstri dagsins. Hér eru nokkur ráð sem eru gagnleg. Mörgum þykir gott að bragð- bæta vatnið, til dæmis með límónu, sítrónu eða berjum. Vatnið verður bæði bragðbetra og fallegra fyrir augað og því um að gera að prófa hvort þetta virki.Það er skynsam- legt að reyna að gera vatnsdrykkju að hluta rútínunnar, eins og að drekka vatnsglas á morgnana, fyrir hvern kaffibolla eða alltaf fyrir máltíð. Þannig gleymist það síður og því oftar sem þetta er gert því líklegra er að þetta festist í sessi. Þá er ekki síður mikilvægt að gæta þess að hafa alltaf vatn við hönd- ina, hvort sem það er í rúminu, við skrifborðið í vinnunni eða í bílnum. Ef að vatnsflaskan er alltaf í sjónmáli eru meiri líkur á því að þú munir eftir að drekka vatn.Góður svefn er öllum nauð-synlegur til að geta tekist á við viðfangsefni dagsins. Svefn hefur meðal annars jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, námsgetu og einbeitingu, hjálpar heilanum að festa upplýsingar í minni og er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska barna. n Slökun, hugarró og dauf lýsing er ákjósanleg fyrir svefninn. Ef erfitt er að festa svefn á kvöldin er betra að fara fram úr og lesa eða hlusta á rólega tónlist og fara upp í rúm aftur þegar syfjar á ný. n Forðast ætti neyslu koffínríkra drykkja að minnsta kosti sex klukkustundum fyrir háttatíma. n Regluleg hreyfing yfir daginn bætir svefninn en varast skal að hreyfa sig með mikilli ákefð rétt fyrir svefninn. n Að fá góða birtu að morgni, helst dagsbirtu, hjálpar til við að vakna vel. n Í svefnherberginu er gott að hafa hæfilega svalt og opinn glugga. Þar er líka gott að hafa myrkur og draga ætti úr notkun skjátækja tveimur klukku- stundum fyrir svefn. n Það styður við góðan svefn að sofna og vakna á svipuðum tíma alla daga, líka um helgar. Forð- ast ætti að leggja sig á daginn, í það minnsta ekki lengur en 15 mínútur og ekki eftir klukkan 14 á daginn. Heimild: landlaeknir.is Svefn er heilsubót Góður svefn tryggir betri heilsu. Spínat er ríkt af járni, kalki og K- vítamíni. Grænkál er ríkt af A-, C- og B6 vítamíni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það er ekki svo slæm hugmynd að bæta meira grænmeti í mataræðið yfir hátíðarnar. Það eru jú einu sinni jól og þá leyfa margir sér ýmsa óhollustu sem þeir myndu annars sneiða hjá eða borða takmarkað magn af. Ein leið til þess að vega upp á móti öllu þessu reykta kjöti, uppbökuðu sósum, hnetu steikum og sætind- um er að skella í grænan drykk með spínati og grænkáli og ýmsu grænu góðgæti sem er stútfullt af vítamínum og steinefnum. ½ banani Svipað magn af frosnum ananas 1 lúka af fersku spínati eða 2 litlir frosnir molar úr poka 2 stór lauf af grænkáli án stilks 5 cm sneið af gúrku 4 sneiðar af engifer Safi úr 1 lime 1 lúka klaki Nokkur myntulauf, kóríander eða smá fersk basilíka Nægilegt magn af eplasafa, kókos vatni eða vatni til að blanda Hugrakkir geta blandað ½ -1 sellerístilk út í Allt er vænt Mörgum þykir ómissandi að fríska upp á vatnið, til dæmis með límónusneið. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Leiðir til að drekka meira vatn KYNNINGARBLAÐ 17 M I ÐV I KU DAG U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.