Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 17
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Framhald af forsíðu ➛ Við bíðum örugglega mörg með eftirvæntingu eftir því að hefja nýtt ár, því í huga okkar markar það nýtt upphaf. Margir nýta sér tækifærið við þessi tímamót og taka á móti nýju ári með breyttu viðhorfi og áherslum. Hver kannast ekki við að strengja heit um að huga betur að heilsunni og umbreyta lífi sínu til hins betra um áramót? Þegar við gefum okkur sjálfum loforð um breytingar sem snúa að því að styðja við heilsuna er mikilvægt að njóta ferðalagsins í stað þess að hugsa eingöngu um áfanga- stað. Mikilvægt er að taka til í mataræðinu samhliða hreyfingu og öðrum þáttum og einnig getur það gagnast okkur að taka inn valin bætiefni til að styðja þessa vegferð. Það hefur orðið algjör bylting í áherslum á heilsuna og í kjöl- farið er komið stórkostlegt úrval af heilsuvörum og vönduðum bætiefnum á markaðinn. Ég er sannfærð um að það geti verið gagnlegt, samhliða heilsusamlegu mataræði, að taka inn bætiefni til að tryggja að við fáum allt það sem við þurfum. Það er þó mikil- vægt að vanda valið og forgangs- raða þeim bætiefnum sem eru talin vera nauðsynleg fyrir okkur. Better You D-vítamín D-vítamín trónir á toppi listans yfir mikilvæg vítamín og er það vítamín sem ég legg ávallt mesta áherslu á. D-vítamín gegnir lykil- hlutverki fyrir beinheilsu okkar og getur jafnvel haft jákvæð áhrif á vöðvastarfsemi og ónæmis- kerfið. Rannsóknir á D-vítamíni hafa gefið til kynna að það gegni mun víðtækara hlutverki en talið var og að skortur á því geti haft alvarlegar af leiðingar til lengri tíma. Einnig eru vísbendingar um að D-vítamín geti verið nauð- synlegt fyrir andlega heilsu, sérstaklega nú í skammdeginu og því gott fyrir okkur Íslendinga. D-vítamínin frá Better You eru til í mörgum styrkleikum og koma í munnúðaformi sem er afar þægileg og einföld leið til að taka inn vítamín. Natures Aid Krill Það er gríðalega mikilvægt fyrir okkur að fá nóg af lífsnauðsyn- legum fitusýrum sem kallast Omega-3 og það getur því verið gagnlegt fyrir okkur að taka þær inn sem bætiefni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Omega-3 hafi góð áhrif á hjarta og æðakerfið og sumar rannsóknir benda til þess að þær geti einnig haft góð áhrif á miðtaugakerfið og jafnvel ónæmiskerfið. Krill eða ljósáta er lítið krabba- dýr sem er neðst í fæðukeðjunni og er talið að Omega-3 olía sem unnin er úr henni sé sú hreinasta sem finnst í hafinu þar sem aukning hefur orðið á upptöku þungmálma og öðrum efnum hjá fiskum. Krillolían er einnig afar rík af EPA og DHA fitusýrum og inniheldur náttúrulegt andoxun- arefni sem heitir Astaxanthin sem gefur olíunni rauða litinn, skapar mikinn stöðugleika og veitir vörn gegn þránun. Krillolían frá Natures Aid er sótt í Suðurskauts- hafið sem er hreinasta hafsvæði veraldar og leggur fyrirtækið höfuðáherslu á vistvænar og sjálf- bærar veiðar. Astaxanthin Astaxanthin er talið vera eitt af öf lugustu andoxunar- efnum sem finnast í nátt- úrunni og er eitt af þessum bætiefnum sem ég hef mikla trú á og tek inn dag- lega og finn að það hefur virkilega góð áhrif á mína líðan. Astaxanthin frá Algalíf er hágæða bætiefni, framleitt á sjálf bæran hátt með hreinu íslensku vatni og unnið úr örþörungum sem kallast Hae- matococcus pluvialis. Astaxant- hin sem unnið er úr þessum þörungum hefur mun meiri andoxunargetu en það sem búið er til með öðrum aðferðum, en talið er að öf lug andoxunarefni geti verndað frumur líkamans gegn skaðlegum sindurefnum. Áhugi vísindamanna á áhrifum Astaxanthin á heilsuna er alltaf að aukast og hafa rannsóknir sérstaklega beinst að jákvæðum áhrifum þess á húðina og mögu- legri vörn gegn sterkum útfjólu- bláum geislum sólarinnar. Astax- anthin er einnig orðin vinsæl vara hjá íþróttafólki sem notar Astaxanthin í auknum mæli með það að markmiði að f lýta fyrir endurheimt og árangri. Bio-Kult Góðgerlar Ég mæli heilshugar með að fólk taki inn góð- gerla fyrir bæði melt- ingarveginn og varnir líkamans. Góðgerlar geta byggt upp þarma- f lóruna en heilbrigð þarmaf lóra ver okkur gegn óæski- legum örverum, ef lir ónæmis- kerfið og viðheldur heilbrigðum meltingarvegi. Það er því afar mikilvægt að þarma f lóran okkar sé heilbrigð og ein leið til þess er að taka inn gagnlega stofna af góðgerlum á hverjum degi. Ég vel Bio-Kult vörurnar fyrir mig og mína fjölskyldu en þær eru háþróaðar og fjölvirkar góðgerla- blöndur sem henta allri fjölskyld- unni. Bio-Kult línan býður upp á sérhæfðar blöndur með jurtum og vítamínum með mismunandi heilsuef landi áherslum. NA Beetroot Rauðrófan er afar vinsæl ofurfæða og ekki að ástæðulausu þar sem hún er stútfull af vítamínum, trefjum og andoxunar- efnum. Rauðrófur innihalda mikið magn af nítrötum sem hafa æðaútvíkkandi áhrif og auka á blóðf læði. Aukið blóð- f læði bætir súrefnisupptöku og getur aukið orku og úthald. Rauð- rófan hefur því fengið verðskuld- aða athygli íþróttafólks fyrir eiginleika sína og er orðin hluti af daglegri rútínu margra sem huga að heilbrigðum lífsstíl. Rauðrófuduftið frá Natures Aid er unnið úr lífrænum rauðrófum og kemur í hylkjum sem hægt er að taka inn eða opna og bæta út drykki. Enzymedica Digest meltingar- ensím Af eigin reynslu og í starfi mínu sem næringarþerapisti hef ég upplifað hvernig meltingarensím hafa hjálpað fólki sem upplifir óþægindi tengd meltingunni. Inntaka öf lugra meltingarensíma eins og Digest geta hjálpað til við niðurbrot fæðunnar, auðveldað meltingu og upptöku á næringar- efnum og hjálpað til við að slá á óþægindi tengd meltingunni. Það sem gerir ensímin frá Enzyme- dica einstök er einkaleyfisvarin aðferð, þar sem fjölstofna ens- ímum er blandað saman og verða virk við þau mismunandi sýrustig sem er að finna í meltingar- veginum. Melting og upptaka á fjölbreyttri fæðu verður þannig mun betri. Góð melting er algjört lykilatriði fyrir heilsu okkar og ég mæli heilshugar með Digest ensímunum því þau eru öf lugustu ensím sem ég hef prófað og eru án allra aukaefna. Þeir sem eru vegan geta einnig notað þessi ensím því þau eru eingöngu unnin úr jurta- ríkinu. Magnesíum Muscle Magnesíum er eitt af mikil- vægustu steinefnum líkamans og er nauðsynlegt fyrir m.a. eðli- lega starfsemi hjarta, vöðva og taugakerfis. Magnesíum getur dregið úr stíf leika, harðsperrum og f lýtt fyrir endurheimt vöðva eftir álag. Þar sem magnesíum er einnig vöðvaslakandi er það mjög gott fyrir svefninn til að ná betri slökun og meiri svefngæðum. Líkaminn getur auðveldlega tekið upp magnesíum í gegnum húðina og því getur það verið einstaklega áhrifaríkt og notalegt að fylla á magnesíumbirgðirnar með því að bæta magnesíum út í baðið, til að endurnæra líkamann eftir erfiðan dag. Magnesium Muscle frá Better You er einnig hægt að fá í úðaformi sem inniheldur magnesíumklóríð, sítrónuolíu, græðandi arniku og papriku til að örva blóðf læðið og f lýta fyrir endurheimt vöðva eftir mikil átök. Fullkomið að úða á þreytta vöðva eftir hlaup, jóga eða önnur átök til að draga úr stíf leika, bólgum og harðsperrum. Tilvalið fyrir íþróttafólk sem stundar langar og strangar æfingar. Vítamín og fæðubótaefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúk- dóma eða koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði. Kristín segir tilvalið að byrja nýtt ár á heilsueflandi nótum. MYND/AÐSEND Nýtum kraftinn sem býr í þessum tímamótum sem ára- mótin eru til að gera breytingar sem færa okkur meiri lífsgæði og vellíðan. Árið 2021 á vonandi eftir að vera stórkostlegt ár fyrir okkur öll og ég vona að við leggjum áherslu á það sem skiptir mestu máli, sem er að hlúa að okkur sjálfum, okkar nánustu og setja andlega líðan og heilsu okkar í fyrsta sæti. Mikilvægt er að taka til í mataræð- inu samhliða hreyfingu þegar við tökum heils- una föstum tökum á nýju ári en það getur einnig gagnast okkur að taka inn valin bætiefni til að styðja þessa veg- ferð. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.