Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 15
Kia Xceed Urban PHEV að verðmæti 4.990.777 43051 Gjafabréf - Örninn að verðmæti 600.000 kr. hver vinningur 2100 3611 18266 30603 32601 Gjafabréf Icelandair hótel að verðmæti 300.000 kr. hver vinningur 183 5656 12300 18276 22253 29170 37398 48367 52954 58729 650 6802 12704 18561 23099 29769 38106 48716 55200 58943 1183 8581 13493 19443 23796 30415 38617 49679 55590 59755 1311 9105 14162 19539 24987 30536 42861 50177 56013 60773 2255 9352 14311 19586 25541 30613 43897 51014 56434 2427 9890 15553 19641 26630 31369 45507 51825 56643 3347 10474 15696 19757 27181 32935 46495 52070 56860 3449 10981 16656 20186 27477 34664 47100 52523 57181 4184 12059 17654 20433 28089 35737 47551 52526 57855 4843 12269 17684 22173 28486 35808 48225 52629 58278 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðar að Háaleitisbraut 13, Reykjavík. Sími 535-0900. Skrifstofa félagsins opnar 5. janúar 2021. Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu félagsins www.slf.is Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinningar komu á eftirtalin númer: ÍÞRÓTTIR Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu sem tryggði sér í byrjun desember sæti í lokakeppni EM 2022 er lið ársins 2020. Íslenska kvennalandsliðið fékk 148 stig af 150 mögulegum hjá íþróttafrétta- mönnum . Íslenska U-21 árs landsliðið í knattspyrnu Íslands sem mun í mars á næsta ára leika í úrslita- keppni EM 2021 hafnaði í öðru sæti með 84 stig og Íslandsmeistaralið Breiðabliks í kvennaknattspyrnu í þriðja sæti með 14 stig. Á sama tíma var tilkynnt að Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstads í knatt- spyrnu, væri kjörin þjálfari ársins. Elísabet fékk 133 stig í kjörinu en undir hennar stjórn hafnaði Kristi- anstads í þriðja sæti sænsku úrvals- deildarinnar sem er besti árangur í sögu félagsins. Kristianstads mun þar af leiðandi leika í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti næsta haust. Elísabet sem hóf störf hjá Kristi- anstads árið 2009 var valin þjálfari ársins í sænsku úrvalsdeildinni fyrir síðasta keppnistímabil. Það er í annað skipti sem hún hlýtur þá nafnbót. Arnar Þór Viðarsson, sem leiddi U21 árs landslið karla í knatt- spyrnu í lokakeppni EM 2021 á árinu sem er að líða, varð svo í öðru sæti í kjörinu en hann hlaut 55 stig. Heimir Guðjónsson, sem gerði karla lið Vals að Íslands- meisturum í knattspyrnu karla á sínu fyrsta ári við stjórnvölinn hjá Hlíðarendafélaginu varð í þriðja sæti í kjörinu. – hó Kvennalandsliðið og Elísabet hlutskörpust Kvennalandsliðið vann fimm sigra í átta leikjum á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍÞRÓTTIR Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðs- ins og leikmaður Lyon, var í gær- kvöld valin íþróttamaður ársins í annað sinn á síðustu þremur árum. Um leið varð hún fyrsta konan til að hljóta nafnbótina íþróttamaður ársins í kjöri Samtaka íþróttafrétta- manna tvisvar. Hún er áttundi einstaklingurinn sem vinnur til þessara verðlauna tvisvar en fimm einstaklingar hafa hlotið þessi verð- laun oftar, þar af Vilhjálmur Einars- son sem vann verðlaunin fimm sinnum, oftast allra. Þrjátíu meðlimir greiddu atkvæði þetta árið og fékk Sara Björk fullt hús stiga í fyrsta sætinu. Er þetta í tólfta sinn sem einstaklingur fær fullt hús stiga í atkvæðagreiðslunni og verður Sara um leið níundi ein- staklingurinn sem nær því afreki. Heilt yfir fengu 25 íþróttamenn úr níu mismunandi sérsamböndum atkvæði þetta árið og voru karlar fjölmennari á listanum eða fimm- tán. Sara átti frábært ár með félagsliði sínu þegar hún vann tvöfalt með Wolfsburg í Þýskalandi fjórða árið í röð áður en hún skipti yfir til Lyon í Frakklandi. Með franska liðinu tókst Söru að vinna Meistaradeild Evrópu fyrst íslenskra kvenna og annar Íslendingurinn frá upp- hafi. Hafnfirðingurinn skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum og var einn besti leikmaður vallarins þegar hún varð fyrsti Íslendingur- inn til að skora í úrslitaleik Meist- aradeildarinnar. Sara, sem hefur orðið landsmeistari sjö ár í röð, hefur verið í leikmannahóp í Lyon í öllum leikjum tímabilsins til þessa hjá einu sterkasta félagsliði heims. Hjá kvennalandsliðinu var Sara í lykilhlutverki þegar Ísland tryggði sig inn í fjórðu lokakeppni EM í röð. Sara bætti leikjamet Katrínar Jónsdóttur fyrr á árinu þegar hún lék 134. leik sinn fyrir Íslands hönd og heldur áfram að bæta metið með hverjum leik sem líður. Þá er Sara komin í fimmta sætið yfir marka- hæstu leikmenn kvennalandsliðs- ins frá upphafi með 23 mörk. Þar tók hún einnig fram úr Katrínu en Ásthildur Helgadóttir er rétt fyrir ofan Söru með 24 mörk í fjórða sæti. Mörkin tvö sem Sara skoraði komu bæði gegn Slóvakíu á útivelli en þá voru átján mánuðir liðnir frá síðasta marki miðjumannsins fyrir landsliðið. Þetta er í fjórða sinn á síðustu tíu árum sem kona hlýtur nafnbótina íþróttamaður ársins og áttunda sinn frá upphafi. Fjöldi kvenna sem hafa hlotið nafnbótina íþrótta- maður ársins hefur því tvöfaldast á tíu árum. Sigríður Sigurðardóttir handboltakona var fyrst kvenna kosin íþróttamaður ársins árið 1964. Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona varð önnur kvenna til að hljóta titilinn árið 1991 og níu árum seinna var Vala Flosadóttir stangarstökkvari kosin íþrótta- maður ársins. Margrét Lára Við- arsdóttir varð fyrst knattspyrnu- kvenna til að hljóta nafnbótina árið 2007 en síðan þá hafa Eygló Ósk Gústafsdóttir (2015), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (2017) og Sara Björk Gunnarsdóttir (2018, 2020) hlotið nafnbótina íþróttamaður ársins. kristinnpall@frettabladid.is Fullt hús stiga hjá Söru Björk Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir var valin íþróttamaður ársins í annað sinn í gærkvöld. Sara fékk fullt hús stiga og varð um leið fyrsta konan til að vera tvisvar kjörin íþróttamaður ársins. Sara Björk sem fagnaði þrítugsafmæli fyrr á árinu er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sara er fyrst íslenskra kvenna til að vera kjörin íþróttamaður ársins tvisvar. Tap Börsunga í gær var fyrsta tap liðsins í öllum keppnum í eitt og hálft ár. HANDBOLTI Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona þurftu að láta silfrið duga í Meistaradeild Evrópu eftir xx-xx tap gegn þýska félaginu Kiel í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þetta var fyrsta tap Barcelona í fimmtán mánuði sem taldi rúmlega sextíu leiki og kom tapið gegn fyrrum liði Arons. Börsungar hafa verið hreint út sagt óstöðvandi undanfarið ár með Aron fremstan í flokki og kom hann Bör- sungum á blað með fyrsta marki Barcelona í gær. Það reyndist eina mark hans en Aron lagði upp fimm mörk í gær. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Kiel var yfirleitt með frumkvæðið. Niklas Landin byrjaði að taka fleiri og fleiri bolta í mark- inu og með því tókst Kiel að sigla fram úr. Aron bíður því eftir þriðja Meistara- deildaratitlinum hjá Barcelona en hann vann keppnina tvisvar sem leikmaður Kiel. - kpt. Kiel hafði betur í úrslitaleiknum Aron kom Börsungum á bragðið í Köln í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.