Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 61
Varnarsigur er hugtak sem gripið er til þegar tekist hefur að koma í veg fyrir óefni. Oftar en ekki er það notað til þess að afsaka eða útskýra frammi­ stöðu í íþróttum, hvar betur hefði mátt ganga. Þegar allt kemur til alls, er varnarsigur þó aldrei sigur. Hvað sem því líður, má þó segja að íslenskur sjávarútvegur hafi unnið varnarsigur á veirutímum. Niður­ staðan, miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins, má teljast viðunandi miðað við aðstæður. Þetta leiðir hugann að sam­ keppnishæfni. Atvinnugreinar sem ekki eru samkeppnishæfar mun vart verða langra lífdaga auðið. Það segir sig sjálft. Íslenskt sjávarfang er nánast allt flutt út og selt á alþjóð­ legum markaði þar sem keppt er við sjávarfang frá öllum heimshornum. Vegna smæðar á þeim markaði, þurfa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að laga sig að þeim aðstæðum sem einstakir markaðir bjóða. Verð á íslenskum fiski verður ekki sett án tillits til þessa – verðið tekur mið af samkeppninni. Innlendri hækkun á kostnaði verður ekki velt út í verð sjávarafurða. Í kórónu veiru­ faraldrinum hefur þetta orðið að stærra áhyggjuefni en alla jafna. Beggja vegna Atlantshafs hefur fjár­ munum Evrópusambandsins, ein­ stakra ríkja þess og Bandaríkjanna verið varið í stuðning við sjávarút­ veg á þessum svæðum. Ríkisstyrkir á þessum svæðum eru raunar ekki nýtilkomnir, en vegna faraldursins var þar bætt nokkuð í. Sem dæmi má nefna að í Póllandi hafa ESB og pólska ríkið sameiginlega lagt til rúmlega 710 milljónir evra til sjávarútvegs þar í landi á tímabilinu 2014­2020. Hefur það verið gert í gegnum European Maritime Fish­ eries Fund. Sambærilega sögu má segja af öðrum ríkjum Evrópusam­ bandsins. Pólland er hér sérstaklega nefnt enda hafa pólskar fiskvinnslur sótt í auknum mæli í íslenskan fisk til vinnslu þar í landi. Við þessa aðila er íslenskur sjávarútvegur að keppa. Veruleikinn er allt annar hér á landi – enginn fjárhagslegur stuðn­ ingur hefur verið veittur og eftir honum hefur ekki verið óskað. Þessi staðreynd hefur ekki farið hátt og sú umræða er til muna fyrirferðar­ meiri, að íslenskur sjávarútvegur greiði ekki nægilega mikið í ríkis­ sjóð. Í þeirri umræðu mætti þetta samhengi hluta oftar liggja til grundvallar; hvernig tryggja megi samkeppnishæfni þess burðar­ stólpa efnahagslegrar hagsældar sem íslenskur sjávarútvegur sann­ anlega er. Hvernig megi tryggja aukna verðmætasköpun og þann­ ig stærra framlag fyrir þjóðarhag. Svarið liggur að sjálfsögðu í þeim rekstrarskilyrðum sem íslensk stjórnvöld búa atvinnugreininni. Betur þarf að huga að þeim skil­ yrðum. En þá aftur að veirunni vondu. Sú þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum sjávarútvegi á undan­ förnum áratugum gerði það að verkum að vel tókst til við að mæta úrlausnarefnum vegna COVID­19. Það er ákveðin saga þar að baki sem kannski blasir ekki við öllum. Kerfið sem við höfum búið við í sjávarútvegi gerði fyrirtækjunum auðveldara um vik að bregðast við. Sveigjanleiki er til staðar í veiðum, virðiskeðjan er samþætt og fyrir­ tækin hafa mörg hver sterkan efna­ hagsreikning. Þetta þrennt má telja meginforsendu þess að sjávarút­ vegur hefur stigið ölduna á erfiðum tíma. Þegar horft er nokkra áratugi aftur í tímann sést að sjávarútvegur hefur staðið ýmislegt af sér. Netból­ una, bankabóluna og nú COVID­19. Það skjól sem sjávarútvegur getur veitt má vonandi nýta til að byggja hér upp fleiri stöndugar, gjaldeyris­ skapandi atvinnugreinar. Þegar allt kemur til alls … Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Við erum velflest orðin lang­eyg eftir því að hjarðónæmi náist og samskipti við okkar nánustu geti komist í eðlilegt horf. Þetta ár hefur verið ein samfelld áskorun á öllum sviðum þar sem reynt hefur á samfélagslega innviði og persónulegt úthald okkar. Þessu höfum við öll fundið fyrir. Hinum efnahagslegu áhrifum heimsfar­ aldursins hefur þó verið misskipt. Við því hefur verið brugðist með margvíslegum hætti og á nýju ári er mikilvægt að gæta þess að í við­ spyrnunni fram undan verði allir með. Hraðferð í skjól Fjá r m á l a f y r i r t æk i br u gðu s t skjótt við til að mæta efnahags­ legum áhrifum heimsfaraldursins á heimili og fyrirtæki og komust að tímabundnu samkomulagi um greiðslufresti á lánum fyrirtækja strax í mars. Byggði fyrirkomu­ lagið á því markmiði að tryggja skjóta afgreiðslu á miklum óvissu­ tímum. Gekk fyrirkomulagið vel á gildistíma samkomulagsins og voru tæplega tvö þúsund fyrirtæki með um 17% fyrirtækjaútlána og ríf lega fjögur þúsund heimili með greiðsluhlé á sínum lánum þegar mest var á vordögum. Fækkað hefur verulega beiðnum um greiðsluhlé og hefur fyrirtækjum með greiðslu­ fresti fækkað í þrjú hundruð og tutt­ ugu og heimilum í sex hundruð. Fjármálafyrirtækin leggja mikla áherslu á að vinna með sínum við­ skiptavinum að því að koma þeim í gegnum tekjumissi og inn í við­ spyrnuna sem við sjáum fram á að geti hafist á nýju ári. Stafræn fjármálaþjónusta Fjármálafyrirtækin hafa um langt skeið verið leiðandi í stafrænu þjónustuframboði. Þau voru því vel undir það búin að vinna með sínum viðskiptavinum á tímum sam­ komu banns. Stærsti hluti beiðna um greiðslufresti var afgreiddur í samkomubanni og nýstárlegum leiðum beitt við afgreiðslu þeirra með miklum tímasparnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Þar skipti miklu máli ákvörðun Alþingis um að heimila rafræna afgreiðslu skilmálabreytinga með samþykkt bráðabirgðaákvæðis þar um. Er nú unnið að því að þessi rafrænu ferlar verði varanlegir. Mikilvæg úrræði stjórnvalda og fjármálafyrirtækja Stjórnvöld líkt og fjármálafyrirtæki hafa gripið til margvíslegra skaða­ minnkandi úrræða fyrir þá sem hafa orðið fyrir mesta efnahagslega högginu af heimsfaraldrinum. Veitt hafa verið tæplega 900 stuðnings­ lán af fjármálafyrirtækjum með 85­100% ábyrgð ríkissjóðs eftir fjár­ hæðum. Þá hafa úrræði á borð við hlutabótaleið, stuðning við greiðslu launa á uppsagnarfresti, lokunar­ styrki, heimild til úttektar séreign­ arsparnaðar og f leira mýkt áfallið. Veruleg lækkun vaxta hefur einn­ ig skipt miklu og leitt til mikillar lækkunar á greiðslubyrði heimila. Útlán á tímum heimsfaraldurs Útlán vegna fasteignakaupa hafa aukist hratt á undanförnum mán­ uðum. Heimilin eru jafnframt að endurfjármagna húsnæðislán sín í töluverðum mæli og nýta sér hag­ stæðari kjör sem nú standa til boða. Stafrænar lausnir hafa jafnframt gert þennan feril einfaldari. Því er ljóst að heimilin fylgjast vel með og hika ekki við að breyta lánaformi og skipta um lánveitanda eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Efna­ hagssamdráttur og aukin óvissa hefur á móti dregið úr eftirspurn fyrirtækja eftir lánum. Nauðsynlegt verður að auka fjárfestingu hratt og örugglega á nýju ári og styðja þann­ ig við atvinnusköpun og bætt lífs­ kjör almennings. Fjá r má la f y r ir t æk in st a nd a traustum fótum og eru vel fjár­ mögnuð. Þau munu því gegna lykilhlutverki í þeirri viðspyrnu sem fram undan er þegar draga fer úr óvissu. Á nýju ári mun birta til með bóluefni – þá verður enn mikil­ vægara en áður að stjórnvöld leiði samtal við atvinnulíf og verkalýðs­ hreyfingu til að tryggja vel heppn­ aða viðspyrnu. Birtir til með bóluefni Katrín Júlíusdóttir framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrir- tækja Þetta hefur verið viðburðaríkt og krefjandi ár í áliðnaði. Sem betur fer hefur gengið vel að tryggja öryggi starfsfólks á þessum fjölmennu vinnustöðum á tímum heimsfaraldurs og um leið hefur framleiðslan gengið snurðulaust fyrir sig. Mikið er í húfi. Áliðnaður er ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs og aldrei sést það betur en þegar gefur á bátinn – sagan sýnir jú að öf lugum iðnríkjum gengur betur en öðrum að standa storminn af sér. Forsendan er samkeppnishæfni Nú þegar þjóðarbúið hefur orðið fyrir þungu höggi verður stærsta verkefnið að sporna við atvinnu­ leysi og koma hjólum atvinnulífs­ ins aftur af stað. Til að standa undir störfum þarf verðmætasköpun og forsenda þess að fyrirtæki skapi verðmæti er samkeppnishæfni. Mikið hefur verið rætt um rekstr­ arskilyrði áliðnaðar með hliðsjón af orkuverði og skyldi engan að undra, þar sem mjög hefur þrengt að rekstrinum og á það raunar einn­ ig við um kísilframleiðslu og gagna­ versiðnað. Vart þarf að orðlengja, að til þess að orkusækinn iðnaður blómgist til langrar framtíðar hér á landi, þarf að tryggja samkeppnis­ hæft rekstrarumhverf i. Áfangi á þeirri vegferð er endurskoðun f lutningskostnaðar sem ýtt hefur verið úr vör af iðnaðarráðherra. En það segir sína sögu að á sama tíma og er til skoðunar að loka álveri hér á landi er Norsk Hydro að endurræsa annan kerskála álvers í Husnes í Noregi sem lokað hefur verið í rúman áratug og segir ákvörðunina byggjast á endur­ greiðslum norskra stjórnvalda á ETS­hluta raforkuverðsins. Útlit er fyrir að þær hækki verulega næsta áratug og ef ekkert er að gert muni það grafa enn frekar undan sam­ keppnisstöðu áliðnaðar hér á landi. Burðarás nýsköpunar Stundum vill framleiðsluiðnaður gleymast þegar horft er til vaxtar­ sprota í samfélaginu. Álver fjár­ festa fyrir að jafnaði um fjóra til fimm milljarða á ári, enda þarf stöðuga nýsköpun og þróun til að efla samkeppnisstöðu þar sem verð ræðst á heimsmarkaði. Síðustu ára­ tugi hefur áliðnaður einmitt verið burðaraf l stórra fjárfestinga og byltingarkenndrar nýsköpunar, ekki aðeins í eigin rekstri heldur einnig hjá hundruðum fyrirtækja sem byggja rekstrargrundvöll sinn á viðskiptum við álverin. Skemmst er að minnast 60 millj­ arða fjárfestingar Rio Tinto í álver­ inu í Straumsvík, þeirrar stærstu frá hruni. Þá var framleiðslan aukin og næsta skref stigið í virðiskeðjunni – nú eru þar eingöngu framleiddar stangir með sérhæfðum málm­ blöndum fyrir hundruð viðskipta­ vina. Nýverið lýsti svo Norðurál yfir áhuga á að ráðast í 14 milljarða fjár­ festingarverkefni í nýjum steypu­ skála, en forsendan er að samið verði um raforku til langs tíma. Slíkt fjárfestingarverkefni myndi styrkja grundvöll fyrirtækisins, treysta stoðir klasans á Grundartanga og yrði mikilvæg innspýting í efna­ hagslífið þegar mest liggur við. Góðu tíðindin eru vaxandi eftir­ spurn er eftir áli á heimsvísu, enda hefur það marga kosti sem nýtast í baráttunni í loftslagsmálum. Það er léttur en sterkur málmur og dregur því úr orkunotkun bifreiða, það einangrar vel og lengir þannig end­ ingartíma matvæla og bætir orku­ nýtingu bygginga, það tærist ekki og má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum gæðum. Svo er það vel mótanlegt, hvort sem það er álpappír, símar eða geimflaugar. Það er jú umbreytingin sem skapar verðmæti. Guðrún Haf­ steinsdóttir orðaði það ágætlega á Iðnþingi þegar hún rifjaði upp að Jesús breytti vatni í vín. „Það er það sem iðnaður gerir alla daga.“ Samkeppnishæfni, störf og verðmætasköpun Pétur Blöndal framkvæmda- stjóri Samáls Kerfið sem við höfum búið við í sjávarútvegi gerði fyrirtækj- unum auðveldara um vik að bregðast við. Stundum vill framleiðsluiðnaður gleymast þegar horft er til vaxtarsprota í samfélaginu. Nauðsynlegt verður að auka fjárfestingu hratt og örugglega á nýju ári og styðja þannig við at- vinnusköpun og bætt lífskjör almennings. 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.