Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 53
Rósakál er líklega það grænmeti sem hefur átt eina tilkomumestu endurkomu
á sjónarsviðið síðastliðin ár. Áður
fyrr á Íslandi var þetta skelfilega
grænmeti yfirleitt gufusoðið, og kom
þá gjarnan beint úr frystikistunni.
Eftirvæntingunni eftir þessu
slepjulega og litdapra soðna græn
meti mátti líkja við eftirvænt
ingunni eftir samnefndri frænku
margra. Lyktin og bragðið minnti
mest á viðrekstur sem fær mann
til þess að setja stórt spurningar
merki við þá staðreynd að þetta
var borið fram á tyllidögum ár
eftir ár á íslenskum heimilum, við
kvæmum bragðkirtlum barna til
ómældrar óánægju.
Ástæðan hefur líklega með
hefðir að gera og tæknilega séð þá
er desember vaxtartíð „brussel
sprotanna“ svokölluðu úti í heimi.
Þá er enn fremur talið að þessir
smákálhausar séu langbragðbestir
eftir fyrsta frostið sem hefur gert
þá að auðfúsugesti á hátíðar
borðum Vesturlanda. En sú hefð
að sjóða þessa litlu, sætu kálhausa
er ja, langt frá því að vera besta
leiðin til þess að matreiða þá, því
rósakálið nýtur sín allajafna best
annaðhvort ofnbakað eða steikt á
pönnu. Þá eru þeir einnig góm
sætir ferskir og rifnir niður í salat.
Eftir nokkra hríð í frystiskúff
unni hafa því margir brugðið á
það ráð að færa brusselsprotana
á matarborðið að nýju, en í stað
þess að gufusjóða þá frosna eru
verslanir sem betur fer byrjaðar
að bjóða upp á þetta gómsæta
og holla grænmeti í sínu ferska
formi. Til þess að gera rósakálið að
stjörnumeðlæti á hátíðaborðinu
þarf ekki mikið meira en olíu, salt,
pipar, heitan ofn og nóg pláss á
ofnplötunni.
Bragðgóðir
brusselsprotar
Hitaðu ofninn í 220°C (200°C ef
blástur). Byrjaðu á því að f letta af
þeim laufum sem virka ógirnileg
og skerðu neðsta partinn af
stilknum af. Skerðu næst hvern
rósakálhaus í 24 hluta, eftir
stærð.
½ kg ferskt rósakál
3-4 msk. ólífuolía
Ca. 1 tsk. salt
Ca. ½ tsk. nýmalaður svartur
pipar
1 msk. gott balsamedik
2 msk. hunang
Næst er rósakáli, olíu, salti og
pipar blandað saman í skál. Passið
að allt kálið sé nægilega húðað
olíu og notið meira ef þarf. Dreifið
vel á ofnplötu og bakið í ofninum
í alls um 30 mínútur. Hrærið í ofn
skúffunni við 15 mínútna markið.
Þegar rósakálið er orðið gullin
brúnt er það tekið úr ofninum og
blandað saman við balsamedikið
og hunangið. Smakkið til með salti
og pipar. Einnig er gott að dreifa
smá af stökku, steiktu beikonkurli
eða granateplafræjum yfir ef vill.
Undanfarin ár hefur átak sem kallast þurr janúar (e. dry January) notið sífellt meiri
vinsælda en það á rætur sínar að
rekja til Bretlands. Því var hleypt
af stokkunum þar í landi árið 2013
og um 4.300 manns ákváðu að
taka þátt. Árið 2020 hafði þátt
takendum fjölgað til muna og
meira en 4 milljónir skráðu sig til
leiks. Átakið snýst um að drekka
ekkert áfengi í janúar en ýmislegt
bendir til þess að það hafi góð
áhrif á heilsuna. Á meðal þess sem
áfengislaus janúar ætti að hafa í för
með sér er betri svefn, minni kvíði,
lægri blóðþrýstingur og fallegri
húð, svo eitthvað sé nefnt.
Hver dagur telur
En getur einn mánuður virkilega
haft einhver áhrif á heilsuna? Já,
því hver vika telur þegar fólk vill
breyta um lífsstíl. Samkvæmt
rannsókn sem gerð var við háskól
ann í Sussex kom í ljós að sjötíu
prósent þeirra sem tóku þátt í
þurrum janúar fyrsta árið breyttu
áfengisneyslu sinni til betri vegar
með því að drekka minna og
sjaldnar yfir árið í heild. Þessar
niðurstöður eru einkar ánægju
legar í ljósi þess að alkóhól er
heilsuspillandi. Það hef ur til dæmis
slæm áhrif á lifrina, truflar svefn,
getur leitt til hærri blóð þrýstings og
aukið líkur á kvíða og þunglyndi,
svo fátt eitt sé nefnt.
Ráð fyrir betri árangur
Ef þú vilt taka þátt í þurrum janúar
er ýmislegt sem þú getur gert til
að ná árangri. Fyrsta skrefið er að
taka ákvörðun um að vera með og
Ef þú vilt taka þátt
í þurrum janúar er
ýmislegt sem þú getur
gert til að ná árangri.
Fyrsta skrefið er að taka
ákvörðun um að vera
með og setja sér mark-
mið.
Eftir nokkra hríð í
frystiskúffunni
hafa því margir brugðið
á það ráð að færa
brussel sprotana á mat-
arborðið að nýju.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Gleðilegt
ár!
Þurr janúar heilsunnar vegna
Þurr janúar felur í sér að hætta allri neyslu áfengis í heilan mánuð og jafnvel eitthvað lengur.
Margir nota tækifærið, tileinka sér heilsusamlegri lífsstíl á þessu tímabili og setja sér markmið.
Í staðinn fyrir
að hella víni í
glas eftir erfið-
an vinnudag er
hægt að fá sér
óáfengan drykk
í fallegu glasi og
bragðbæta með
sítrónu, límónu
eða myntu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Enduruppgötvun aldarinnar
Rósakál er ljúffengt ofnbakað eða steikt á pönnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY.
setja markmið. Gott er til dæmis að
hlaða niður Try Dry appinu, sem er
frítt, en það hjálpar þér að fylgjast
með hvernig gengur. Í gegnum app
ið getur þú fengið hvetjandi pósta
og tilkynningar sem halda þér við
efnið. Í appinu eru margs kon ar
upplýsingar um alkóhól og fjöldi
góðra ráða, sem þú getur nýtt þér til
að halda janúar þurrum, auk þess
sem þú getur sett þér markmið fyrir
allt árið.
Það er líka margt sem hver og
einn getur gert upp á eigin spýtur.
Sem dæmi er gott að taka einn dag
í einu, eða viku fyrir viku, frekar
en að hugsa of langt fram í tímann.
Þannig verður átakið yfirstígan
legra, ekki síst fyrir þá sem eiga
erfitt með að sleppa áfenginu alveg.
Þú getur líka fengið vini þína
með þér í átakið en það er alltaf
gott að fá stuðning frá öðrum. Þið
gætuð til dæmis stofnað hóp á
samfélagsmiðlum til þess að heyra
hvernig hinum gengur og deila
eigin reynslu.
Prófaðu líka að brjóta upp
rútínuna og gera eitthvað nýtt. Í
staðinn fyrir að hella víni í glas eftir
erfiðan vinnudag er hægt að fá sér
óáfengan drykk í fallegu glasi. Það
má bragðbæta vatn með sítrónu,
límónu eða appelsínu og það er
líka gott að setja gúrkusneiðar eða
myntu út í vatn. Ef það er ekkert að
gera fyrir þig er hægt að finna fjöl
margar uppskriftir að óáfengum
kokteilum á netinu.
Losaðu þig við allt áfengi á
heim il inu til að falla ekki í freistni.
Finndu þér nýtt áhugamál sem
tengist ekki áfengisdrykkju. Það
getur verið hreyfing af hvaða tagi
sem er, bakstur, eldamennska eða
tungumálanámskeið á netinu.
Njóttu þess að vera laus við áfengi,
þótt ekki sé nema í einn mánuð á
nýja árinu.
26 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHEILSA