Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 32
Flasa er algengt húðvandamál og orsakir hennar geta verið margar en Alvogen var að
setja á markað tvær nýjar vörur
sem eru ekki lyf en vinna samt
gegn flösu. Um er að ræða sjampó
og hárnæringu sem heita Fungo-
base. Vörurnar voru þróaðar til að
nota milli Fungoral meðferða og
til að koma í veg fyrir að einkenni
komi aftur að henni lokinni en er
einnig hægt að nota einar og sér.
„Flasa er mjög algengt húð-
vandamál en talið er að allt að
helmingur fólks upplifi vandmálið
einhvern tíma á lífsleiðinni. Hún
getur verið hvimleitt og þrálátt
vandamál og valdið óþægindum
og kláða,“ segir Unnur Sverris-
dóttir, lyfjafræðingur hjá Alvogen.
„Flasa getur verið mjög misjöfn
milli einstaklinga og birtingar-
mynd hennar ólík, en einkennin
eru langoftast hvítar húðflögur
sem liggja í hárinu eða falla niður
á axlir. Flasan verður því meira
áberandi hjá einstaklingum með
dekkra hár. Flasa er einnig algeng-
ari hjá karlmönnum, en mögulega
leikur testósterónhormónið þar
hlutverk.
Ysta lag húðarinnar kallast
yfirhúð (epidermis) og undir henni
liggur leðurhúð (dermis). Ysta lag
yfirhúðarinnar kallast hornlag
(stratum corneum) og þar eru
frumurnar dauðar en undir því
eru frumurnar lifandi og stöðugt
að skipta sér til að endurnýja
ysta dauða lagið sem flagnar af,“
útskýrir Unnur. „Hjá flestum eru
þessar dauðu húðfrumur sem
flagna af of litlar til að við sjáum
þær, en ef þetta jafnvægi raskast
og endurnýjun húðarinnar verður
hraðari en eðlilegt er þá getur
húðin flagnað af í stærri f lekkjum
sem við sjáum og þekkjum sem
flösu.“
Ýmsar orsakir
„Algengasta ástæðan fyrir f lösu er
talin vera sveppurinn Malassezia
globosa. Þessi sveppur er hluti af
náttúrulegri örveruflóru húðar-
innar og oftast einkennalaus, en
ef hann fjölgar sér óeðlilega mikið
getur það valdið einkennum eins
og kláða og flösu,“ segir Unnur.
„Sveppurinn vex líka hraðar ef fitu
og olíu er að finna í hársverðinum.
Það geta þó verið aðrar ástæður
fyrir flösu. Þurr hársvörður og ef
hárið er ekki þrifið nægilega oft
getur til dæmis haft áhrif. Það
sama gildir ef einstaklingur er
viðkvæmur eða með ofnæmi fyrir
ákveðnum hárvörum. Sjúkdómar
eins og psoriasis og exem geta
einnig valdið flösu,“ segir Unnur.
„Ýmsir umhverfisþættir geta svo
líka haft áhrif, f lasa getur til dæmis
versnað í þurru og köldu lofts-
lagi og hún verður líka oft betri í
heitara loftslagi. Streita og álag geta
sömuleiðis haft neikvæð áhrif, sem
og skortur á sinki og B-vítamíni.“
Fungobase gegn flösu
„Meðferð við flösu fer eftir því
hve alvarlegt vandamálið er, en
í sumum tilvikum þarf lyf. Lyfið
Fungoral sem margir þekkja fæst
í lausasölu, en það er hársápa sem
inniheldur virka efnið ketókóna-
zól, sem er sveppalyf,“ segir Unnur.
„Lyfið hefur verið á markaði á
Íslandi í nokkurn tíma en nú var
Alvogen að setja á markað tvær
nýjar vörur í sömu línu sem ekki
eru lyf.
Umræddar vörur heita Fungo-
base og eru sjampó annars vegar
og hárnæring hins vegar. Fungo-
base var þróað til að nota milli
Fungoral meðferða og eftir að
Fungoral meðferð er lokið til að
koma í veg fyrir endurkomu ein-
kenna,“ segir Unnur. „Meðferð
með Fungoral tekur oftast 2-4
vikur og þá skal nota hársápuna
tvisvar í viku. Það er því kjörið
að nota Fungobase þess á milli og
eftir að Fungoral meðferð lýkur.
Fungobase sjampó inniheldur
meðal annars piroctone olamine
og salisýlsýru sem bæði eru þekkt
innihaldsefni gegn flösu. Sjampóið
kemur á jafnvægi í hársverð-
inum og hárnæringin inniheldur
arganolíu sem gerir hárið mjúkt
og glansandi,“ segir Unnur. „Báðar
vörurnar gefa raka og styrkja og
næra hárið og hársvörð og það er
mildur ilmur af þeim. Fungobase
má auðvitað einnig nota eitt og sér,
án Fungoral, til að meðhöndla og
fyrirbyggja flösu.“
Lesið vandlega upplýsingar á um-
búðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja-
fræðings sé þörf á frekari upplýs-
ingum um áhættu og aukaverkan-
ir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið
á serlyfjaskra.is. Númer rekjan-
leika er FUO.L.A.2020.0018.01.
Tvö ný vopn gegn flösu
Alvogen var að setja á markað tvær nýjar vörur sem hjálpa gegn flösu. Um er að ræða Fungobase
sjampó og hárnæringu sem gefa raka og styrkja og næra hárið ásamt því að vinna gegn flösu.
Flasa er mjög algengt húðvandamál en talið er að allt að helmingur fólks
upplifi vandmálið einhvern tíma á lífsleiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Unnur Sverrisdóttir, lyfjafræðingur
hjá Alvogen. MYND/AÐSEND
FUNGORAL
TIL MEÐHÖNDLUNAR
Á FLÖSU
FUNGOBASE
HELDUR FLÖSUNNI
FJARRI
FÆST Í NÆSTA APÓTEKI
Fungoral (ketókónazól) hársápa við flösu fæst í lausasölu. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyaskra.is.
KYNNINGARBLAÐ 5 M I ÐV I KU DAG U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 HEILSA