Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 4
Í september í fyrra féllst dómstóllinn á að taka mál Ólafs til efnismeðferðar. STJÓRNSÝSLA Ríkisútvarpið verður áfram á auglýsingamarkaði og verulega er skerpt á skilgreiningu á hvað er sjálfstæður framleiðandi í nýjum þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið sem gildir út árið 2023. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur áður boðað að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði, þá hefur Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra lýst yfir að hún sé opin fyrir hugmyndinni en þá með hækkuðu útvarpsgjaldi. Í könnun frá því í fyrra vilja 59 prósent lands- manna draga úr umsvifum eða að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsinga- markaði. „Það er mín skoðun að fyrir- komulagið eigi að vera sambærilegt og á hinum Norðurlöndunum, það er að segja, takmörkun ríkismið- ils á auglýsingamarkaði og styrkir til einkarekinna fjölmiðla. Það er Alþingi eitt sem getur breytt þessu og ég hvet þingheim til að styðja við frumvarp mitt um stuðning til einkarekinna miðla,“ segir Lilja. Í fyrri samningi þurfti Ríkisút- varpið að verja 8 til 11 prósentum af heildartekjum sínum til kaupa á efni, 756 milljónum króna árið 2019. Í nýja samningnum þarf að verja 12 prósentum af innheimtu útvarps- gjaldi, miðað við innheimt útvarps- gjald árið 2019 yrðu það tæpar 553 milljónir króna. „Sjálfstætt starfandi eru að fá meira samkvæmt nýjum þjónustu- samningi út frá hlutdeild, það er prósentuhlutfalli. Hins vegar er heildarfjárhæðin lægri sökum þess að tekjur RÚV hafa dregist saman í núverandi árferði,“ segir Lilja. „Viðmiðunargrunni var breytt til að tryggja meiri fyrirsjáanleika, en hlutfallstalan hækkuð, þar sem markmiðið var að svipuð upphæð færi til kaupa af sjálfstæðum fram- leiðendum og raunin var á fjögurra ára gildistíma fyrri samnings. Aug- lýsingatekjur RÚV hafa lækkað um hátt í milljarð á aðeins tveimur árum og því er betra að miða við traustari tekjugrunn.“ Líkt og greint var frá fyrr á þessu ári rann stór hluti af þeim greiðslum Ríkisútvarpsins í þætti sem framleiddir voru af Ríkisút- varpinu og verktakagreiðslur. Í viðtali í sumar vísaði útvarpsstjóri í viðauka samningsins þar sem stóð „og fleira“. Töldu kvikmyndafram- leiðendur þær greiðslur ekki í anda samningsins. Þá hefur Fjölmiðla- nefnd einnig gert athugasemd við skilgreiningu Ríkisútvarpsins. Aðspurð hvort ákvæðið í nýja samningnum sé viðurkenning á því að túlkun Ríkisútvarpsins hafi ekki verið í anda þess sem lagt var upp með, segir Lilja að skilningur sinn á hugtakinu sé ótvírætt sá sem komi fram í samningnum. „Skiln- ingur minn er ótvírætt sá sem birt- ist í þessum nýja samningi. Fyrri samningur tók ekki af allan vafa um þetta en skilningur nú er skýr í þessa veru.“ Samningsdrögin voru komin vel á veg haustið 2019, var samningur- inn meðal annars ræddur í ríkis- stjórn fyrir rúmu ári síðan. Segir Lilja að það hafi staðið til að ljúka samningnum áður en gildistíma hins lauk, en það hafi verið eðlilegt að semja við nýjan útvarpsstjóra. Þegar hann var mættur til starfa þá hafi verið kominn heimsfaraldur og aðstæður einkennilegar. „Lykilat- riðið hér er þó, að aðilar sammælt- ust um að gildistími fyrri samninga framlengdist og því var unnið eftir honum á árinu 2020.“ arib@frettabladid.is Ótvírætt er hvað merkir að vera sjálfstæður framleiðandi Mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sé Alþingis að breyta veru Ríkisútvarpsins á auglýs- ingamarkaði. Upphæðir sem renna til sjálfstæðra framleiðenda lækka en skerpt er á skilgreiningu hug- taksins. Ráðherra segir sinn skilning á hugtakinu ótvírætt þann sem er í nýja þjónustusamningnum. Heildartekjur Ríkisútvarpsins voru tæpir 6,9 milljarðar í fyrra, munu þær lækka í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Lilja Alfreðsdótt- ir, mennta- og menningarmála- ráðherra COVID-19 Fyrstu skammtar af Pfiz- er-bóluefninu voru af hentir í gær á starfsstöðvum Heilbrigðisstofn- unar Norðurlands (HSN) á Blöndu- ósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Dalvík, Akureyri og Húsavík. Í frétt á síðu HSN sagði að gert væri ráð fyrir að bólusetningu með fyrstu skömmtum lyki í gær og í dag. „Í þessari umferð munu íbúar á hjúkrunar- og dvalarheimilum á Norðurlandi verða bólusettir auk lækna og hjúkrunarfræðinga HSN sem sinna bráðaþjónustu, alls 520 manns. Hjúkrunarfræðingar og læknar í heilsugæslu á HSN hafa umsjón með bólusetningunum í samvinnu við hjúkrunarfræðinga á hjúkrunar- og sjúkradeildum,“ segir á síðu HSN. Fyrst allra til að vera bólusett á Norðurlandi var Sveinfríður Sigurpálsdóttir sem starfað hefur sem hjúkrunarfræðingur á HSN á Blönduósi frá 1973. „Sveinfríður tók bólusetningunni vel og kenndi sér einskis meins,“ segir á vef HSN. Og á Sauðárkróki var Halldór Hafstað, 96 ára, á hjúkrunardeild HSN, fyrstur til að fá bólusetningu þar í bænum „Haldið verður áfram með bólu- setningar eftir áramót þegar næsti skammtur af bóluefni berst. Ekki verður hægt að panta bólusetningu heldur verður fólk látið vita hvenær því stendur til boða að mæta og hvar. Við biðjum því fólk vinsam- legast um að hringja ekki í heilsu- gæslustöðina vegna þessa,“ segir á vef HSN. – gar Bólusetning hófst á Norðurlandi í gær Halldór Hafstað, 96 ára, fékk fyrstur bóluefni á Sauðárkróki. MYND/HSN Sveinfríður Sigurpálsdóttir bólusett fyrst Norðlendinga í gær. MYND/HSN DÓMSMÁL Ólafur Ólafsson, fyrr- verandi hluthafi í Kaupþingi, hefur dregið kæru sína til Mannréttinda- dómstóls Evrópu til baka og dóm- stóllinn fellt mál hans niður. Tilefni kæru Ólafs var hlutabréfa- eign tveggja hæstaréttardómara sem dæmdu Al-Thani málið svo- kallaða en í því var Ólafur dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í febrúar 2015. Í september í fyrra féllst dóm- stóllinn á að taka mál Ólafs til efnismeðferðar. Í febrúar 2020 féll áfellisdómur gegn íslenska ríkinu í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, sem dæmd var fyrir markaðsmis- notkun í starfi sem forsvarsmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Meðal ályktana sem draga mátti af dómi í málinu var að dómarar yrðu ekki taldir vanhæfir í málum sem vörðuðu aðra banka en þá sem þeir áttu fjárhagslega hagsmuni í. Líkt og fram kom í fréttaskýringu Fréttablaðsins um dóminn og áhrif hans gáfu forsendur hans ekki góð fyrirheit um mál Ólafs Ólafssonar. Í kæru hans til réttarins var vísað til hlutafjáreignar dómaranna Mark- úsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar í íslensku bönk- unum fyrir fall þeirra, en hvorugur átti hlutafé í banka Ólafs. Í erindi Ólafs um afturköllun kæru sinnar til dómsins, sem dagsett er 4. maí síðastliðinn, er sérstaklega vísað til dóms réttarins í máli Sigríðar Elínar, sem féll tveimur mánuðum fyrr. – aá Ólafur dregur kæruna til baka Ólafur Ólafsson fjárfestir. ALÞINGI Oddný G. Harðardóttir, þingf lokksformaður Samfylking- arinnar, vill að siðareglur ráðherra verði skoðaðar í tengslum við veru Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra á listsýningu sem lög- reglan stöðvaði. Hún segir það vonbrigði að meiri- hlutinn á Alþingi hafi hafnað því að kalla þing saman milli jóla og nýárs til að ræða hegðun Bjarna. „Já, það eru vonbrigði, svo sann- arlega. Það er umhugsunarefni fyrir lýðræðisríki að meirihlutinn skuli beita sér gegn því að þingsalurinn sé opinn fyrir umræðu um mál sem þrjátíu þingmenn telja mikilvægt að ræða. Bara vegna þess að meirihlut- anum finnst það viðkvæmt fyrir sig. Það er alvarlegt mál,“ segir Oddný. Hún telur líkur á að mál Bjarna verði tekið upp á þinginu á nýju ári þó að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. „Í siðareglunum er talað um skeytingarleysi um lög og reglur. Það er bara sjálfsögð krafa að maður sem sinnir þessum æðstu emb- ættum virði lög og reglur. Ég tala nú ekki um í heimsfaraldri þegar hætta er bókstaf lega á ferðum,“ segir Oddný. – mhj Siðareglur ráðherra verði skoðaðar vegna framferðis Bjarna Oddný G. Harðardóttir þingflokksfor- maður 3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.