Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 21
1Maðu r ársins 2020 í íslensku viðskiptalífi er Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, fyrir það að hafa leitt Icela nd a ir, ker f islega
mikilvægt fyrirtæki, í gegnum vel
heppnaða endurskipulagningu og
hlutafjárútboð. „Ef verkefnið hefði
mistekist væri ekki sama bjartsýni
núna í íslensku viðskiptalífi og raun
beri vitni,“ sagði í rökstuðningi frá
einum af þeim sem skipa dómnefnd
Markaðarins.
Endurskipulagning Icelandair,
sem fól í sér viðamikla samninga
við fjárfesta, kröfuhafa, starfs
menn, stjórnvöld og aðra haghafa,
var nauðsynleg forsenda fyrir því að
félagið gæti sótt 23 milljarða króna
í hlutafjárútboði sínu í september.
„Á þessu ári tókst honum ásamt
sínu fólki að koma Icelandair í þá
stöðu að vera tilbúið að spyrna
hratt við þegar tækifærið kemur,“
segir í rökstuðningi eins álitsgjafa
Markaðarins.
„Annars vegar með því að hafa
náð að auka hlutafé í félaginu með
ótrúlegri þátttöku almennings og
hins vegar að hafa tekist að ná fram
kjarsamningum við f lugstéttir
félagsins og sýnt af sér þor til að taka
ákvarðanir sem eru erfiðar en góðar
fyrir félagið sem hann er í forsvari
fyrir,“ bætir hann við. Mikil eftir
spurn var eftir hlutum frá almenn
um fjárfestum og var eignarhlutur
þeirra í félaginu um 50 prósent í
kjölfar útboðsins
Flestir þeirra sem tilnefndu Boga
vísa til persónueiginleika eins og
úthalds og þrautseigju. Einn dóm
nefndarmaður tilnefnir Boga fyrir
„ótrúlegt úthald, ró og bjartsýni
í gegnum erfiða tíma sem leiddu
okkur á endanum að frábærri niður
stöðu“.
„Á tímabili átti félagið í átökum
við f lesta af mikilvægustu hag
höfum sínum. Bogi hélt ró sinni
og leiddi félagið í gegnum þennan
erfiða tíma,“ segir einn álitsgjafinn.
Enn annar tilnefnir Boga vegna
„þrautseigju og aðdáunarverðs
úthalds í afar erfiðri stöðu við að
bjarga lykilfyrirtækinu Icelandair“.
Bogi er jafnframt sagður hafa
„staðið af sér ótrúlegar hremm
ingar“, og sýnt „seiglu og sannfær
ingarkraft“ til að klára þetta risa
vaxna verkefni. „Það er mitt mat að
sú þrautseigja sem hann sýndi á erf
iðum tímum geri hann að viðskipta
manni ársins,“ hafði einn álitsgjafi
á orði.
Þá er Bogi sagður hafa staðið sig
„með af brigðum vel með því að
koma heiðarlega og vel fram og
halda öllum gríðarlega vel upp
lýstum um framgang mála ásamt
því að ná að spila vel úr f lóknum
starfsmannamálum í útboðinu“.
Nýir kjarasamningar við f lug
menn, f lugfreyjur og f lugvirkja,
auka sveigjanleika í rekstri Ice
landair og vinnuframlag áhafna, og
lækka þannig rekstrarkostnað flug
félagsins á næstu misserum. Það er
talið Boga til mikilla tekna að hafa
„tekið slagi sem margir hafa veigrað
sér við að taka“. Þannig hafi hann
spilað frábærlega úr þeirri stöðu
sem félagið var komið í.
„Þvílíkt og annað eins, að berjast
við flugvirkja, flugmenn, flugfreyjur
og starfsmenn Icelandair sem hafa
alltof lengi haldið að félagið snérist
um þau. Viðskiptavinir og hluthafar
eru núna loks að eygja að þeir verði
í stærra hlutverki,“ segir einn álits
gjafi og bætir við að Bogi hafi glímt
við margfalt erfiðari áskorun en
aðrir sem voru tilnefndir.
Annar álitsgjafi tekur svo til orða
að Bogi hafi náð að forða Icelandair
frá brotlendingu í haust. „Það var
langt í frá sjálfgefið að svo færi, ekki
síst þar sem hluti verkalýðshreyf
ingarinnar beitti sér harkalega gegn
björgun Icelandair og hélt væn
legum fjárfestingarkosti frá sjóð
félögum – almenningi í landinu.“
Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar:
„Hann og hans
fyrirtæki hafa
örugglega
ekki riðið
feitum hesti
fjárhagslega
frá þessum
sýnatökum
þetta árið – en til
lengri tíma þá gæti málið snúist
við.“
„Ef ekki hefði verið fyrir árvekni
Kára Stefánssonar væri staða
samfélagsins vegna kórónuveir-
unnar mun verri og Amgen sam-
stæðan byggi ekki yfir þeim verð-
mætum sem vinna og rannsóknir
deCODE hafa alið af sér. Þetta
frumkvæði og einstaka samstarf
hafa vakið verðskuldaða athygli
víða.“
„Það er óneitanlega snjallt að
öðlast vald á heilu þjóðfélagi en
safna á sama tíma ómetanlegu
magni af upplýsingum sem nýtist
félaginu, þar sem aðgangur að
upplýsingum er forsenda og lykill
framþróunar þess, næstu árin.“
Jón Sigurðsson,
stjórnarformaður Stoða:
„Enn og aftur er hann að sýna
snilld sína í fjárfestingum og
ekki síður að stíga inn í félögin
sem stjórnarmaður, beita sér og
snúa þeim. Stoðir eru öflugasta
fjárfestingarfélag landsins og Jón
mastermind þar inni.“
„Skuggastjórnandi Íslands.
Ekkert virðist gerast í íslensku
viðskiptalífi án ýmist þátttöku
eða vitundar hans!“
Sigurður Bollason fjárfestir:
„Kom eins og stormsveipur inn
á hlutabréfamarkað í byrjun
ársins, flaggaði yfir 5% og yfir 10%
eignarhald að hluta til í illseljan-
legum bréfum á markaði á borð
við Sýn og Heimavelli. Hluta af
þessum viðskiptum var svo lokað
í miklum hagnaði á nokkrum
dögum, eitthvað sem flestir
hefðu talið ógerning. Hafði mjög
jákvæð áhrif á dýpt á markaði,
sérstaklega fyrir COVID.“
Bogi Þór Siguroddsson
fjárfestir:
„Hægt og hljótt hefur Bogi unnið
ötult starf síðastliðin 17 ár í að
sameina félög sem þjónusta
byggingariðnaðinn með af-
bragðsárangri. Félög undir hans
forystu skora jafnan hæst allra
í starfsánægjukönnunum, þau
hafa skýra sýn og stefnu. Á árinu
fjárfesti Bogi í Icelandair og varð
stærsti hluthafi félagsins úr hópi
einstaklinga.“
Ríkisstarfsmaðurinn:
„Alveg sama hvað gengur á þá
fitnar hann eins og púkinn á
fjósabitanum og þarf aldrei að
finna til eða sýna ábyrgð.“
Björn Hjalte sted, forstöðu-
maður eignastýringar LSR:
„Undir hans forustu
jók LSR verulega
við sig í inn-
lendum hluta-
bréfum þegar
markaðurinn
var allt að því í
frjálsu falli í vor.
Þessi kaup hafa skilað
sjóðnum tuga prósenta ávöxtun.“
„Hélt beinlínis innlendum
markaði á floti í gegnum þreng-
ingarnar í vor.“
Jói Fel:
„Fyrir að færa sönnur fyrir þeirri
skoðun sinni og Landssambands
bakarameistara að samþykkt
þriðja orkupakkans myndi rústa
rekstrargrundvelli íslenskra
bakaría.“
Gísli Herjólfsson,
forstjóri Controlant:
„Mjög gaman að sjá hvernig fé-
lagið hefur nú komist í fremstu
röð í heiminum í aðfangastýringu
fyrir lyfjageirann. Mörg af stærstu
lyfjafyrirtækjum heims reiða sig
nú á tækni og starfsemi fyrir-
tækisins til að stýra dreifingu á
mótefni við COVID-19. Það hlýtur
að teljast góður mælikvarði á
árangur Controlant.“
Fannar Jónsson,
sjóðsstjóri hjá Akta:
„Er með langhæstu ávöxtun árs-
ins af innlendum sjóðum – hann
þorði þegar aðrir horfðu á.“
Þvílíkt og annað
eins að berjast við
flugvirkja, flugmenn,
flugfreyjur og starfsmenn
Icelandair sem hafa alltof
lengi haldið að félagið
snérist um þau. Viðskipta-
vinir og hluthafar eru núna
loks að eygja að þeir verði í
stærra hlutverki.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Meiri bjartsýni vegna
þrautseigju Boga Nils
Álitsgjafar Markaðarins segja að Bogi Nils, maður ársins, hafi sýnt þor til að
taka erfiðar ákvarðanir í endurskipulagningu Icelandair sem skipti sköpum
fyrir efnahagslífið. Þrautseigja hans hafi bjargað félaginu frá brotlendingu.
Stóð með hugmyndinni
og uppskar ofurhagnað
2. Ævintýraleg velgengni Davíðs Helgasonar, eins af stofn-
endum hugbúnaðarfyrirtækisins
Unity, vakti mikla athygli á seinni
hluta ársins. Hann hafnaði í öðru
sæti í vali dómnefndar Markaðar-
ins á manni ársins í íslensku við-
skiptalífi.
„Það er ekki að sjá að aðrir hafi
verið að gera það svo gott að
vörslusafnið þeirra hafi bólgnað út
um rúmlega 200 milljarða líkt og
gerðist í tilfelli Davíðs,“ segir einn
af álitsgjöfum Markaðarins.
Davíð, sem kom að stofnun
Unity árið 2004 og var forstjóri til
ársins 2014, á 10,4 milljónir hluta í
félaginu eða sem samsvarar fjög-
urra prósenta hlut. Unity var skráð
á markað um miðjan september
á þessu ári þar sem útboðsgengið
var 52 dalir á hvern hlut. Gengið
stendur nú í 164 dölum sem þýðir
að auðæfi Davíðs, sem nema um
um 218 milljörðum króna, hafa
þrefaldast á þremur mánuðum.
Annar í dómnefndinni segir hann
erfitt að líta fram hjá Davíð við val
á viðskiptamanni ársins þrátt fyrir
að hann hafi hætt öllum afskiptum
af Unity.
„Hann hafði mörg tækifæri til
að innleysa mikil verðmæti. Hann
gerði það ekki. Hann stóð með
hugmyndinni. Hann hafði ekki efni
á leigubíl út á Leifsstöð 2017, tók
rútuna frá BSÍ, en hefði á sama tíma
getað verið milljarðamæringur,
í krónum talið. Nú er hann það í
alvöru mynt,“ bætir hann við.
„Árið 2020 er uppskeruár Davíðs
Helgasonar. Ekki nóg með að skrá
Unity í kauphöllina í New York þá
sýnir gengisþróun félagsins að
væntingarnar voru ekki byggðar
á sandi og gerðu Davíð að einum
ríkasta Íslendingum,“ segir einn
af þeim sem skipa dómnefndina.
Hann er jafnframt sagður hafa
stimplað sig inn sem „ einn far-
sælasti viðskiptamaður landsins“.
„Fæddur er nýr milljarðamær-
ingur sem fáir þekktu áður,“ segir
enn annar álitsgjafi og bendir á
að eignarhlutur Davíðs í Unity sé
töluvert verðmeiri en næstverð-
mætasta fyrirtækið í kauphöllinni,
Arion banki, og haldi bara áfram að
hækka í kauphöllinni í New York.
„Kórónaði svo árið með því að
kaupa eitt glæsilegasta einbýlis-
hús landsins, fyrir minni fjárhæð
en verðmætaaukningin milli daga
mældist,“ bætir hann við. Húsið,
sem var áður í eigu Skúla Mo-
gensen, er á Seltjarnarnesi og nam
kaupverðið yfir 500 milljónum.
Frumkvæði Ásgeirs batt
enda á gengisveikingu
3. Ásgeirs Jónsson hefur látið til sín taka í starfi sínu sem
seðlabankastjóri. Vaxtalækkanir og
tilþrif á gjaldeyrismarkaði urðu til
þess að Ásgeir hafnaði í þriðja sæti
í vali dómnefndar Markaðarins á
manni ársins í viðskiptalífinu.
„Kom eins og stormsveipur inn í
bankann og þorði að taka ákvarð-
anir í miðju COVID sem forveri hans
hefði aldrei lagt í,“ segir einn af
álitsgjöfunum. „Það má með sanni
segja að hann hafi verið sá sem
bjargaði hruni á fasteignamarkaði
með lækkun vaxta auk þess sem
mörg fyrirtæki og heimili landsins
eiga honum að þakka nýjan ís-
lenskan veruleika með vaxtastig.“
Annar segir Ásgeir hafa sýnt
að hann hafi næmt auga fyrir
tækifærum í samningum. „Samn-
ingur Seðlabankans við bandaríska
eignastýringarsjóðinn Bláaflóa
[Bluebay Asset Management] um
kaup á krónum að fjárhæð a.m.k.
40 milljarðar króna á fáeinum
brettum í september og október
batt snöggan enda á veikingu
íslensku krónunnar og þar með
óvissu og óheillaþróun fyrir fjöl-
mörg fyrirtæki og heimili,“ segir í
rökstuðningi álitsgjafans. „Einstakt
framtak og frumkvæði sem hafði
veruleg áhrif á hagsmuni tugþús-
unda landsmanna.“
Ásgeir hefur sjálfur sagt að hann
hafi þurft að hafa bein samskipti
við erlenda eigendur ríkisskulda-
bréfa. „Við höfðum ekki val um
annað en að taka þennan erlenda
aðila út og enduðum á því að tala
við hann beint,“ sagði Ásgeir.
Annar álitsgjafi nefnir hvernig
Ásgeir tók á erlendu sjóðunum.
„Hann lét þá ekki knýja sig, ekki
frekar en innlenda spákaupmenn
sem gerðu mikinn aðsúg að bank-
anum fyrir að halda ekki betur við
krónuna og kaupa ekki skuldabréf,
þegar þeim hentaði,“ segir hann.
„Nú er krónan að styrkjast og
búið er að taka út veikustu aðilana
á markaði, með afslætti. Öllum
landsmönnum til heilla.“
Enn annar álitsgjafi fagnar að
Ásgeir hafi sett umræðuna um 3,5
prósenta lögbundið viðmið lífeyr-
issjóða á dagskrá. „Boltinn er farinn
að rúlla og nánast engin viðskipti í
landinu ósnert af tilkomu Ásgeirs
í stól seðlabankastjóra,“ segir enn
fremur í rökstuðningnum.
Þá er Ásgeir sagður hafa byggt
upp traust og trú á Seðlabankanum
sem skipti miklu fyrir atvinnulífið.
„Ekki gallalaus, en hver vill vera
það?“ veltir álitsgjafinn fyrir sér.
Aðrir sem voru tilnefndir menn ársins í íslensku viðskiptalífi
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri
Davíð Helgason,
einn stofnenda
Unity
3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN