Fréttablaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 77
3 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
Það eru ófáir sem hlakka jafnvel enn meira til áramóta en jóla, en þá er líklega besta tæki-færið til að klæða sig upp á og fara alla leið
í fatavalinu. Stórar veislur hafa þó
verið blásnar af vegna ástandsins
í þjóðfélaginu, en það þarf þó ekki
að stoppa neinn frá því að klæða sig
almennilega upp. Er ekki kjörið að
fara í sitt fínasta púss eða fjárfesta í
fallegri íslenskri hönnun, og kveðja
þetta fordæmalausa ár með stæl?
steingerdur@frettabladid.is
Fordæmalaust ár
kvatt með stæl
Gamlárskvöld verður líklega með breyttu sniði hjá flestum lands-
mönnum í ár. Það er þó um að gera að láta það ekki stoppa sig í
því klæða sig upp á, þótt það sé einungis fyrir mann sjálfan.
Maria Rosaria Rizzo í kjól sem glamúrinn lekur af. Glitur og glimmer er alltaf jafn vinsælt á gamlárskvöld, þótt
maður sé bara einn uppi í sófa. Verslanir fyllast oft af kjólum í þessum stíl fyrir áramót. MYND/GETTY IMAGES
Það gerist varla áramótalegra en
þetta fallega sett frá EYGLO. Fæst í
Kiosk Granda. MYND/DÓRA DÚNA
Nýjasta lína Anítu Hirlekar hefur
slegið í gegn fyrir glaðleg blóma-
mynstur. Þessi kæmi vel út á
áramótunum. Fæst í Kiosk Granda.
MYND/RUT SIGURÐARDÓTTIR
Það er líka
hægt að klæða
sig upp í flotta
dragt, hvort sem
hún er glitrandi eða
ekki. MYND/GETTY
IMAGES
Fagur-
grænn og
áramótalegur
kjóll frá
H&M.
Þessi fallegi kjóll
frá Hildi Yeoman
heitir því viðeigandi
nafni The Fireworks dress,
þannig að hann er kjörinn
fyrir gamlárskvöld. Fæst
í verslun hennar við
Laugaveg. MYND/SAGA
SIG
Svartur kjóll
með skemmti-
lega öðruvísi
ermum frá H&M.
Þýska
tískugyðjan
Alexandra Lapp
í dragt frá Marc
Cain. MYND/
GETTY IMAGES