Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 6
6 FRÉTTIR Janúar Náttúran lét vita af sér í árs- byrjun og hringdi inn nýtt ár með nokkrum stæðilegum lægðum með tilheyrandi óveðri. Veðurstofa Íslands gaf út gular viðvaranir og jafnvel appelsínugular svo almenningur væri meðvit- aður um hvenær og hvar búast mætti við versta veðrinu. Því vakti það reiði í samfélaginu þegar fregnir bárust af fjöru- tíu ferðamönnum sem voru komnir í hrakninga á Lang- jökli í ársbyrjun, eftir að fyrirtækið Mountaineers of Iceland virti veðurviðvaranir að vettugi og hélt í vélsleða- ferð í stormi. Kalla þurfti út björgunarsveitir og tóku um þrjú hundruð manns þátt í björgunaraðgerðum. Hópur- inn komst heilu og höldnu aftur til byggða, en margir voru andlega miður sín. Háski og hættur Stjórnmálin á árinu mótuðust auðvitað eins og allt annað af náttúruhamförum hvers konar. Snjóflóð, skriður og veirufaraldur settu svip sinn á stjórnmálin rétt eins og allt annað. En þetta var ekki að sjá á stemningunni í íslensk- um stjórnmálum í ársbyrjun. Strax í janúar lá fyrir að kosið yrði til forseta á árinu. Kom 30. DESEMBER 2020 DV það þá fáum á óvart að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, skyldi nota nýársávarp sitt til þess að tilkynna að hann hygðist gefa kost á sér til end- urkjörs: „Því ræður auðna en segja má tímabært og tilhlýði- legt að lýsa því nú yfir að ég hyggst gefa kost á mér til frek- ari setu hér á Bessastöðum.“ Guðni hafði enda áður lýst því yfir að hann myndi ekki láta eitt kjörtímabil sér nægja. Í baksýnisspeglinum er margt merkilegt í nýárs ávarpi forsetans: „Og við höfum reynt sitthvað saman. Hér hefur verið harðbýlt, sjósókn hættusöm og á landi hefur vá leynst víða, skriðuföll og snjóflóð, jarðskjálftar og jarðeldar, hvers kyns háski og hættur. Nú búa flestir lands- menn í borg og bæ, en þjóðar- ímynd okkar hefur mótast af náinni sambúð við nátt- úruna og hennar mikla afl. [...] Blessunarlega hafa ham- farir af þessu tagi ekki dunið yfir á nýrri öld. Varnargarðar voru reistir, viðbúnaður auk- inn víða. Og blessunarlega hefur okkur jafnan tekist að bregðast við áföllum, læra af biturri reynslu. Í landi elds og ísa varðar miklu að vera við öllu búinn. Aðeins örfáum dögum síðar skall mikið snjóflóð á varnar- garðana ofan við Flateyri, þó með þeim afleiðingum að eitt hús varð fyrir flóðinu þar sem ung stúlka grófst undir. „Átti ekki að geta gerst“ hermdu fyrirsagnir blað- anna daginn eftir. Stúlkan fannst heil á húfi eftir um 40 Guðni Th. Jóhannesson hlaut endurkjör á árinu sem einkenndist af baráttunni við kórónuveiruna alræmdu. MYND/SIGTRYGGUR ARI Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is Heimir Hannesson heimir@dv.is ANNÁLL Nú árið er liðið í aldanna skaut en seint mun það renna úr minni. Árið sem ein- kenndist af duttlungum náttúrunnar og stærsta faraldri þúsaldarinnar. Stjórnmálin á árinu mótuðust auðvitað eins og allt annað af náttúru- hamförum hvers konar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.