Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 18
Þessi kvöddu á árinu Margt svipmikið samferðafólk kvaddi þessa jarðvist á árinu sem er að líða. Sorginni blandast góðar minningar og margir tjáðu sig um eftirminnileg kynni og samleið. GÍSLI RÚNAR JÓNSSON Hinn þjóðþekkti leikari, grínisti, handritshöfundur og þýðandi, Gísli Rúnar Jónsson, lést seint í júlí, 67 ára að aldri. Gísli Rúnar vakti líklega fyrst athygli sem annar leikaranna í grínþáttunum Kaffibrúsakarlarnir frá fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Einnig grínaðist hann með Halla og Ladda á metsöluplötu þeirra „Látum sem ekkert C“. Gísli var þekktur leikari og lék í fjölmörgum kvikmyndum, meðal annars hinni sígildu gamanmynd „Stella í orlofi“, þar sem hann gerði persónu Antons ódauðleg skil. Einnig var hann atkvæðamikill leikhúsmaður en síðast en ekki síst var hann öflugur þýðandi, einkum á leikverkum. Sem handritshöfundur, leikari og leikstjóri kom Gísli að gerð margra Áramótaskaupa auk gamanþátt- anna „Fastir liðir eins og venjulega“ og „Heilsubælið í Gervahverfi“. RÓBERT TRAUSTI ÁRNASON Róbert Trausti Árnason, fyrrver- andi sendiherra, lést á líknardeild Landspítalans þann 23. október síðastliðinn, 69 ára að aldri. Róbert Trausti fæddist í Reykjavík þann 24. apríl 1951, sonur Önnu Áslaugar Guðmundsdóttur og Árna Guð- mundssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1973 og BA-prófi frá Félags- vísindadeild Háskóla Íslands árið 1979. Hann lauk MA-prófi í stjórn- málafræði frá Queen´s University í Kingston, Kanada, árið 1981. Róbert Trausti starfaði sem upplýs- ingafulltrúi hjá Atlantshafsbanda- laginu í Brussel í Belgíu á árunum 1981 til 1986. Hann hóf síðan störf í utanríkisráðuneytinu og var skipað- ur sendiherra árið 1990. Árið 1996 var Róbert Trausti skipaður sendi- herra Íslands í Danmörku og gegndi því starfi til ársins 1999 þegar hann tók við embætti forsetaritara. Ró- bert Trausti lét af því starfi í mars árið 2000 þegar hann varð forstjóri Keflavíkurverktaka. Róbert Trausti var sæmdur stór- krossi Dannebrogsorðunnar árið 1996. JÓN EGILL SVEINSSON Jón Egill Sveinsson lést á afmælis- daginn sinn, þann 27. ágúst síðast- liðinn, 97 ára gamall. Það þykir hár aldur en langlífi er í ætt Jóns, móðir hans, Sigríður Fanney Jónsdóttir, varð 104 ára gömul. Jón Egill fædd- ist að Egilsstöðum þann 27. ágúst árið 1923. Hann bjó þar mestan hluta ævi sinnar en námsárum varði hann í Winnipeg í Kanada og Bandaríkjunum. Einnig bjó hann um skeið að námi loknu í Reykjavík. Jón Egill lærði flug í Kanada og flug- virkjun í Bandaríkjunum. Að námi loknu starfaði hann um skeið hjá Flugfélagi Íslands. Árið 1948 var lykilár í lífi hans því þá ákvað hann að flytja austur á æsku- stöðvarnar og hefja búskap. Jafn- framt giftist hann Mögnu Jóhönnu Gunnarsdóttur, frá Beinárgerði á Völlum. Hún lést árið 2010. Jón Egill og Magna eignuðust sex syni. JÓHANN HJÁLMARSSON Jóhann Hjálmarsson, skáld og bók- menntagagnrýnandi, lést seint í nóvember, 81 árs að aldri. Hann var fæddur 2. júlí 1939 í Reykjavík. Hann starfaði lengi sem póstfulltrúi og útibússtjóri hjá Póst- og símamála- stofnun. Jóhann var árum saman ötull og vandaður bókmenntagagn- rýnandi hjá Morgunblaðinu, einn sá þekktasti í þeirri stétt. Jóhann var viðurkennt ljóðskáld sem sendi frá sér fjölda ljóðabóka. Einfaldur og opinn ritstíll þar sem blæbrigði hversdagsleikans nutu sín voru meðal einkenna á skáld- skap hans. Ljóðabók Jóhanns, Hljóðleikar, var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs árið 2003. Jóhann var einnig afkastamikill ljóðaþýðandi. JÓN VALUR JENSSON Þekktur þjóðfélagsrýnir og baráttu- maður, Jón Valur Jensson, lést að- faranótt sjötta janúar, sjötugur að aldri. Jón Valur var lærður guðfræð- ingur, starfaði um tíma sem próf- arkalesari á Morgunblaðinu, var ötull ættfræðigrúskari, ljóðskáld og landsþekktur fyrir þátttöku sína í þjóðmálaumræðunni. Jón Valur var talsmaður kristinna og íhaldssamra gilda, andstæðingur Evrópusam- bandsins og með sterka þjóðernis- taug. Hann tjáði sig í rituðu máli, í símatímum útvarpsstöðvarinnar Út- varp Saga og á mótmælafundum á Austurvelli. Skrif sín birti Jón Valur gjarnan á Moggablogginu. RAGNAR BJARNASON Ragnar Bjarnason, einn ástsæl- asti dægurlagasöngvari þjóðar- innar, lést 26. febrúar. Hann var 85 ára. Óhætt er að segja að Ragnar hafi verið einn þekktasti og vin- sælasti tónlistarmaður landsins. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 2005 og hlaut heiðurslaun listamanna árið 2019. SÖLVI JÓNSSON Sölvi Jónsson lést fyrir aldur fram í febrúar, 44 ára að aldri. Hann var sérstæður tónlistarmaður, skáld og hugsjónamaður. Síðustu árin þjáðist Sölvi mjög af verkjum í kjölfar hnjáaðgerðar. Hann leitaði sér lækninga af ákafa og en svo fór að hann þoldi ekki lengur ástandið og sá aðeins eina leið út. Veikindi hans og vonlaus leit að bata komu nokkuð við sögu í minningargreinum um Sölva. KARL BERNDSEN Karl Berndsen, hárgreiðslumeist- ari og sjónvarpsstjarna, lést seint í janúar, 55 ára að aldri. Hann hafði barist við krabbamein frá árinu 2013. Karl var landsþekktur fyrir að aðstoða fólk við að breyta útliti sínu til hins betra. Naut hann mikilla vinsælda fyrir framgöngu sína í fjölmiðlum og tískuvitund sína. Raggi söng fram á síðasta dag. MYND/VALLI Gísli Rúnar var sannkölluð þjóðargersemi. MYND/GVA 18 FRÉTTIR 30. DESEMBER 2020 DV EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON Eiríkur Brynjólfsson, rithöfundur, þýðandi og kennari, lést seint í ágústmánuði, 69 ára að aldri, eftir stutta en snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Eiríkur á fjöl- breyttan og merkan feril að baki sem kennari, kennslustjóri, rit- höfundur og þýðandi með meiru. Hann sendi frá sér smásagnasöfn og ljóðabækur auk þýðinga á er- lendum skáldsögum. Skáldskapur Eiríks ber meðal annars vitni um orðheppni og djúpan málskilning. Hann var foringi Hins íslenska glæpafélags frá árinu 2007. Það er félag rithöfunda og áhugamanna um glæpasögur. Félagið hefur starfað ötullega að vexti og við- gangi glæpasagnaritunar, meðal annars með verðlaunum og upp- lestrum. ÞRÖSTUR INGIMARSSON Þröstur Ingimarsson andaðist á Sjúkrahúsinu í Keflavík, fimmtu- daginn 19. nóvember, 57 ára gamall, en banamein hans var krabbamein. Þröstur er fæddur og uppalinn í Reykjavík en bjó síðustu æviárin í Höfnum ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Elín- borgu Steinunnardóttur. Þröstur lætur eftir sig eina dóttur, Ingi- björgu Sunnu Þrastardóttur, og stjúpson, Agnar Dofra Stefáns- son. Þá lætur Þröstur eftir sig tvö barnabörn. Þröstur starfaði sem gæslumaður á rét tar- og öryggisgeðdeild. Hann var marg- faldur Íslandsmeistari í pílukasti og landsliðsmaður í bridge til margra ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.