Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Side 36
SAUÐ UPP ÚR Í NETHEIMUM Þrátt fyrir að árið hafi litast af samkomubanni, takmörkunum og öðrum leiðindum gerðist margt og mikið í heimi dægurmálanna. Þetta eru málin sem stóðu upp úr og voru á milli tannanna á fólki. FAÐERNISMÁL KRISTÍNAR AVON Í maí steig áhrifavaldurinn Kristín Avon Gunnarsdóttir fram og sagði að tími væri kominn til að blása á sögusagnirnar um faðerni dóttur hennar. Hún sagðist ekki geta farið út í búð „út af þessu slúðri“ og að sögusagnirnar hefðu haft mikil áhrif á líðan hennar. Í viðtalinu nafngreindi Kristín Avon þá aðila sem hún sagði vera annars vegar föður dóttur sinnar og hins vegar kærasta sinn. Eftir að hluteigendur höfðu sam­ band fjarlægði DV bæði nöfnin og slitnaði sama kvöld upp úr sam­ bandi hennar og þáverandi kærasta hennar. Stuttu seinna steig Kristín fram í hlaðvarpsþætti Fanneyjar Dóru Veigarsdóttur, Seiglunni, og sagði að það hefði verið erfitt fyrir alla aðila þegar það kom í ljós að dóttir hennar hefði verið rangfeðruð. Kristín nefndi ekki hver blóðfaðir dóttur sinnar væri í því viðtali en hún leiðrétti að sá maður sem átti að hafa verið faðir dóttur hennar væri í raun ekki faðir hennar. Síðan þá hefur Kristín verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Insta­ gram að fylgjast með lífi sínu og greindi frá því í ágúst hver barns­ faðir hennar er. Foreldrarnir virðast nálgast uppeldið í sátt og samlyndi og óskum við þeim alls hins besta. MEINTUR LAGASTULDUR ENDAÐI MEÐ AÐ VERA HREIN TILVILJUN Heitar umræður sköpuðust á sam­ félagsmiðlum um hvort lagið Enginn eins og þú, eftir tónlistarmanninn Auðun Lúthersson, sem er betur þekktur sem Auður, væri stolið. Lagið var gefið út í júlí 2019 og hefur notið gífurlegra vinsælda. Í apríl 2019 gaf hljómsveitin Leisure út smáskífuna On My Mind og þóttu lögin keimlík. Í kjölfarið var Auður sakaður um lagastuld. Pródúsent og meðhöfundur lagsins, Arnar Ingi Ingason, sagði lagið ekki vera stolið og líkindin vera algjöra tilviljun. Máli sínu til stuðnings birti hann demóútgáfu af laginu frá febrúar 2019. SVIÐIN JÖRÐ ÍSLENSKU KLÁMSTJÖRNUNNAR Berglind Ýr Baldvinsdóttir og fleiri ósáttir viðskiptavinir kvörtuðu undan viðskiptaháttum erótíska leikarans og fylgdarsveinsins Stefans Octavians. Stefan hefur getið sér gott nafn sem erótískur leikari í hommaklámi und­ anfarin ár, í byrjun árs færði hann út kvíarnar og fór að selja hátískuvörur á netinu. Hann byrjaði á því að selja Calvin Klein undirföt á Snapchat og stofnaði síðuna SkyFall2020.com. Viðskiptavinir sem DV ræddi við keyptu nærföt af Stefani á Snap­ chat, en fengu þau aldrei afhent. Berglind Ýr var í þungum þönkum og sagðist sterklega gruna að um „feik vörur væri að ræða“. DV ræddi einnig við Beggu Bragadótt­ ur sem keypti nærföt að andvirði nítján þúsund krónur af Stefani. Henni var lofað endurgreiðslu sem hún fékk aldrei. DV náði sambandi við Stefan sem sagðist vera í uppnámi vegna um­ ræðnanna um sig og verslun sína. Hann þvertók fyrir að hafa svindlað á viðskiptavinum sínum og sagði vörurnar vera ekta. „Ég hef ekkert að fela,“ sagði hann. Hann sagði að vörurnar væru ekki að skila sér vegna kórónaveirunnar og kínversks nýárs. Hann sagði að það væri „enginn bullshit leikur í gangi“. Stefan endaði samtalið á því að viðskiptavinir hans myndu fá vörurnar eða endurgreitt, en miðað við umræður á Beauty Tips síðan þá, þar sem umræðurnar hófust til að byrja með, þá hefur enginn fengið vörur afhentar né endur­ greiðslu. Stuttu eftir að DV greindi fyrst frá málinu var vefverslun Stefans lokað. MYND/AÐSEND MYND/AÐSEND MYND/VILHELM 36 FÓKUS 30. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.