Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 46
stór hluti þjóðarinnar íhalds- samari en góðu hófi gegnir. En flestir munu taka því fagnandi enda er forsetafrúin okkar kraftmikil og klár. Hún mun fá enn meiri hljómgrunn er- lendis. Tónlistarfólk Svala Björgvins er árið fram undan alltaf að æfa sig að segja nei. Hún þarf að taka á honum stóra sínum ef hún vill að draumar hennar rætist og hennar vegferð. Ef hún er ákveðin og segir oftar nei þá mun tónlist hennar blómstra. Ástarlíf hennar verður áfram í sviðsljósinu og ég sé snarpar breytingar þar á ferð næsta sumar. Það er þó ekki að birtast skýrt hvers eðlis þær breytingar eru, svo þarna gæti verið um sambandsslit að ræða eða giftingu. Ætli við verðum ekki að bíða spennt. Björgvin Halldórsson hefur undanfarið ár verið undir miklu álagi og það er mikilvægt að hann líti á þessa reynslu sem verkefni, en hann mun þurfa að líta í eigin barm ef hann ætlar að halda áfram að vaxa og dafna á stóra svið- inu hér. Heilsubrestur er yfir- vofandi ef hann hægir ekki á sér. Hann gefur skemmtana- keflið áfram þar sem hann verður einn af gestunum í Jólagestum Björgvins en ekki maðurinn í brúnni næstu jól og nýtur þess mun meir en hann hefði órað fyrir. Bríet Ísis Elfar söngkona hefur sig til flugs. Flottur tími hjá henni þar sem hún mun heilast í gegnum listina. Hún mun söðla um erlendis eftir að platan Kveðja, Bríet fær lofsamlega gagnrýni erlendra spekúlanta. Framtíðin er svo björt að ég ætla að leyfa mér að spá því að hér séum við með næstu íslensku stjörnu sem „meikar” það erlendis. Hins vegar er Bríet mjög jarð- bundin og leyfir athyglinni ekki að stíga sér til höfuðs. Herra Hnetusmjör hvílir sig í byrjun ársins. Talan tíu ein- kennir þennan mann og það segir til um álag. Hér er talan tíu einum of mikið. Of mörg verkefni. Hér er mikilvægt að hann ákveði hvert skal halda og nýti tímann betur en áður. Hann kemur hérna verkefnum í hendur þeirra sem hann treystir. Það er eins og hann þurfi að kjarna sig og hlusta betur á líkamann, sem er þreyttur hér og þarf hvíld eftir mikla törn. Herra Hnetu- smjör og konan hans ganga í heilagt hjónaband á árinu og sólin skín á sambandið þeirra. Birgitta Haukdal tekst á við miklar andstæður. Það er eins og það sé togað í hana úr tveimur áttum. Hún tekur ákvörðun sem er afdrifarík fyrir hana og hennar ástríðu sem er tónlistin. Iðjuleysi er ekki í boði hjá þessari konu. Skyldurækni gagnvart fjöl- skyldunni er hins vegar mikil en Birgitta brýtur hér upp hefðbundnar aðferðir og stend- ur með sér. Hér hlustar hún á eigin langanir og þrár. Hún tæklar allar hindranir eins og fótboltastjarna og endar á sigri. Birgitta skorar en þarf að vera sterk í vörninni hérna. Sigga Beinteins er hér að byggja sig upp og sinna sér. Ástin mun banka á dyrnar hjá henni en sú heppna er nokkuð yngri en Sigga og mun það fylla hana nýjum lífskrafti. Innblásturinn knýr á dyrnar og hún gefur út sumarsmell ársins 2021. Ef hún hefur ekki þegar farið í garðyrkju þá liggur það vel fyrir henni árið fram undan. Það er eins og tvö líf kvikni hjá meðlimum hljómsveitar- innar Kaleo. Börn fæðast í heiminn og þau koma ekki í veg fyrir að ævintýrið haldi áfram. Leiðin að markinu hefur verið fyrir fram ákveð- in fyrir Kaleo og liðsmenn sveitarinnar eru hér árið 2021 tilbúnir til að takast á við framhaldið sem er eitt risastórt ævintýri. Það er tal- að um að allt í þeirra lífi ýti undir heppni Kaleo sem teng- ist fjölda verkefna, sem eru eitthvað sem þeir hafa unnið að lengi og það er mikilvægt að hætta ekki núna heldur halda áfram, áfram, áfram. Heimurinn er að hlusta. Skemmtikraftar, listamenn og athafnafólk Ólafur Darri leikari er með yndislega fallegt hjarta og beintengir sig við þjóðina þar í gegn en það er eins og hann viti oftast ekki hvað hann vill. Ólafur heldur áfram að söðla um erlendis og verður eftir- sóttur þegar kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla kemst aftur almennilega af stað næsta sumar. Salka Sól Eyfeld leitar í nýjan félagsskap sem er nær- andi og góður og hún tekur að sér nýtt hlutverk þar sem hún ferðast um landið. Hér er hún að vinna náið með ungu kynslóðinni. Móðurhlutverkið og mörg spennandi verkefni munu neyða hana til að leggja prjónana á hilluna um sinn og reynist það henni nokkuð þungbært. Hér kemur strax fram að það eru margar brýr í bygg- ingu hjá leikarahjónunum Nínu Dögg Flippusdóttur og Gísla Erni Garðarssyni. Ein brúin er stærri en allt annað sem þau hafa fengist við á ferl- inum sem þau eru nú þegar byrjuð á. Þeirra vináttusam- band er kraftaverk guðlegrar sköpunar og augljós neisti sem eflir þau bæði og stýrir þeim báðum í átt að draumum sín- um. Ný merkileg kvikmynd er í vinnslu og sjónvarpsþættir sem verða mjög vinsælir. Hjarta Sölva Tryggvasonar er við stjórn hér og þess vegna tengir hann svona við þjóðina og heiminn. Hann er opin sál og þess vegna gengur honum svona vel að tengja við við- mælendur sína. Hann er á leiðinni inn í nýjan kafla sem er miklu stærri en það sem hann tekst á við í dag. Hann opnar hér faðminn og tekur á móti velgengninni í auðmýkt og ljósi. Ástin umvefur hann síðari hluta árs og mun sú heppna eiga fullt í fangi við að halda í við þennan kraftmikla Björgvin hægir á sér á árinu og verður gestur á eigin tónleikum. MYND/AÐSEND Rödd Elizu mun heyrast út fyrir landsteinana. MYNDIR/VALLI 46 FÓKUS 30. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.