Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Síða 60
Megxit F jölmiðlar víða um heim töluðu um lítið annað í byrjun árs en að her­ togahjónin, prins Harry og Meghan Markle, ætluðu að stíga til hliðar frá konungleg­ um skyldum sínum og flytja til Kanada. Sagt var að konungsfjöl­ skyldan væri í sárum, en her­ togahjónin tilkynntu skyndi­ lega um brottför sína, án þess að bera hana undir neinn. Það var afar þungt yfir höll­ inni í byrjun árs og er óhætt að segja að ákvörðun þeirra olli fjaðrafoki. Samkvæmt breskum fjölmiðlum var Elísa­ bet Bretlandsdrottning veru­ lega vonsvikin með ákvörðun þeirra. Sögur segja að hjónin hafi ætlað sér að stíga fram í við­ tali og útskýra ákvörðun sína og óttuðust margir að Meghan myndi ljóstra upp fordómum sem hún hefði orðið fyrir innan fjölskyldunnar vegna húðlitar síns. Það varð ekkert úr því viðtali. Harry og Meghan sögðust vilja eiga meira einkalíf og þess vegna hefðu þau tekið þessa ákvörðun. En hvort það hefur gengið eftir er erfitt að meta. Þau voru stöðugt á milli tannanna á fólki allt árið og vildi stór hluti Breta að hjónin yrðu svipt titlunum hertogi og hertogaynja af Sussex. Í september var tilkynnt að Harry og Meghan hefðu gert samning við streymisveit­ una Netflix um að gera mis­ munandi þætti, meðal annars heimildarmyndir, kvikmyndir, þætti og barnaefni. „Okkar markmið verður að skapa fræðandi efni sem veitir fólki líka von. Sem for­ eldrum þykir okkur mikil­ vægt að gera efni fyrir alla fjölskylduna,“ sögðu þau í til­ kynningu um samstarf sitt við Netflix. Fjölskyldan dvaldi á árinu í Kanada, Beverly Hills, Santa Barbara og á einnig heimilið Frogmore Cottage í Windsor. Harry og Meghan notuðu nýfundið frelsi sitt til að tala um málefni sem þau brenna fyrir. Meghan talaði um morðið á George Floyd og þau ræddu saman um mikilvægi þess að nýta kosningarétt sinn fyrir forsetakosningar Bandaríkj­ anna í byrjun nóvember. Frelsisbarátta Britney Spears Þ að eru tólf ár síðan söngkonan Britney Spears var nauðungar­ vistuð á geðdeild og svipt sjálfræði eftir taugaáfall, sem var fjallað grimmt um í slúðurmiðlum um heim allan. Britney hefur hvorki sjálf­ ræði né fjárræði og hafa faðir hennar og lögfræðingur verið lögráðamenn hennar síðustu 12 ár. Britney reyndi að komast undan klóm föður síns í ár og aðdáendur hennar hófu #Free­ Britney herferðina á sam­ félagsmiðlum. Herferðin var afar áberandi á samfélags­ miðlum í ár og héldu aðdá­ endur stjörnunnar því fram að henni væri haldið fanginni gegn vilja sínum. Myndbönd Britney á sam­ félagsmiðlum hafa verið mið­ punktur í herferðinni og töldu margir að þar væri að finna dulin skilaboð. Þekktasta dæmið var þegar Britney ákvað að klæðast gulum bol í myndbandi á Inst­ agram. Í myndbandinu lagði hún sérstaka áherslu á bolinn. „Ég var svo spennt að fara í uppáhalds gula bolinn minn að ég varð bara að deila því.“ Seinna kom í ljós að aðdáandi hafði sent henni skilaboð um að klæðast gulum bol í næsta myndbandi væri hún í ein­ hverri hættu. Þetta og fleiri svipuð atvik blésu samsæris­ kenningum og #FreeBritney­ herferðinni byr undir báða vængi. Faðir Britney, Jamie Spears, var lögráðamaður hennar frá 2008 til 2019, hann þurfti að stíga til hliðar vegna veikinda og tók umboðsmaður Britney, Jodi Montgomery, við keflinu. Í ágúst 2020 óskaði Brit­ ney eftir því að faðir hennar myndi ekki fá að taka aftur við sem lögráðamaður henn­ ar, hún sagðist frekar vilja að Jodi myndi halda áfram. Brit­ ney segist ekki tala við föður sinn og lögmenn hennar sögðu fyrir rétti að hún væri hrædd við hann. Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði kröfu hennar frá í nóv­ ember og fékk faðir hennar aftur lögræði yfir henni. n NETFLIX H a r r y o g Meghan hafa gert samning við Netflix. MEGXIT Megxit var á vörum allra þetta árið. SLÆM ÚTREIÐ Harry og Meghan hafa verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið ár og hafa þau fengið sérstaklega slæma útreið hjá breskum fjöl- miðlum. #FREEBRITNEY Aðdáendur Britney Spears mót- mæltu að faðir hennar myndi verða aftur lögráðamaður hennar og vildu að Britney yrði „frelsuð“ undan honum. Lögmenn hennar sögðu fyrir rétti að hún væri hrædd við hann. MYND/GETTY MYND/SKJÁSKOT MYND/SKJÁSKOT Foreldrarnir Meghan og Harry með soninn Archie. MYND/GETTYBritney hefur ekki verið sjálfráða síðan 2008. MYND/GETTY MYND/GETTY 60 FÓKUS 30. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.