Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Page 66
Mamma þreytt – freyðandi ginkokteill Þetta er frábær kokteill með sumar- legu ívafi. Það má vel sleppa gininu og nota áfengislaust freyðivín eða jarðaberja AVA sódavatn fyrir börnin. Innihald per glas 1 dl safi úr vatnsmelónu 2 cl Bleikt gin 1,5-2 dl gott freyðivín Ekki of sætt t.d. Codorniu. Það fæst einnig áfengislaust. Klakar að vild Nokkur trönuber og myntulauf Byrjið á að mylja niður klaka í glas. Setjið melónukjöt í blandara og sigtið hratið frá. Þá er kominn safin. Blandið saman gini og safanum og hrærið varlega saman. Fyllið upp með freyðivíni. Skreytið með myntu og trönuberjum. Una í eldhúsinu Ostakaka með trönuberjasósu Miðast við 5-6 skálar 200 g Mc´vities súkkulaðikex 500 ml rjómi 400 ml rjómaostur 100 g flórsykur 1 tsk. kanill 1 msk. vanilludropar 70-80 g trönuber 1 dl appelsínusafi 2 msk. sykur Byrjið á mylja kex í skálar – best að setja kexið í matvinnsluvél. Þeytið rjóma. Bætið mjúkum rjómaostinum saman við ásamt flórsykri og van- illudropum og blandið vel saman. Leggið rjómablönduna yfir kex- mulninginn. Sjóðið saman í potti við vægan hita trönuber, appelsínusafa, kanil og sykur. Passið að hræra vel í sósunni. Þegar sósan er farin að þykkna er slökkt undir hitanum. Sigtið sósuna, þannig að engir kekkir verði eftir, hellið sósunni svo yfir rjómaostblönduna. Geymist í kæli í 2-3 klst. áður en borið fram. Verði ykkur að góðu. Una Guðmundsdóttir matgæð- ingur DV óskar lesendum gleði- legs árs og hvetur landsmenn til þess að eiga fleiri gæðastundir við eldhúsborðið með sínum nánustu á næsta ári. MYND/GETTYMYNDIR/AÐSENDAR 66 MATUR 30. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.