Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 2020, Page 8

Sveitarstjórnarmál - 2020, Page 8
SVEITARSTJÓRNARMÁL 8 80. árgangur Sveitarstjórnarmála „Sveitarstjórnarmálin eru hvort tveggja í senn, einn fjölbreyttasti og yfirgripsmesti þátturinn í opinberum málum hverrar menningarþjóðar. Vald það og starfræksla sú, sem að lögum er lagt í hendur sveitarstjórnanna, er mikið og vandmeðfarið.“ Þetta eru inngangsorðin í fyrsta leiðara Sveitarstjórnarmála sem Jónas Guðmundsson skrifaði þann 1. september 1941. Jónas, sem var einn helsti frumkvöðull að stofnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og fyrsti formaður þeirra, lýsir þeirri von sinni í leiðara tímaritsins að „innan skamms megi takast að koma á fót félagi íslenzkra sveitarstjórnarmanna, sem þá að sjálfsögðu tæki við útgáfu ritsins og setti því ritstjórn, en sú er venjan um svipuð rit annars staðar, þar sem ég hef haft spurnir af.“ Í lok leiðarans segir Jónas „Ég legg svo framtíð þessa rits í hendur íslenzkra sveitarstjórnarmanna í hreppum og kaupstöðum landsins. Ég er í engum efa um, að þeim muni takast að gera það að tengilið sín í milli í öllu því, sem mestu máli skiptir í hinu þýðingarmikla starfi þeirra.“ Það má segja að Jónas hafi lagt góðan grunn að útgáfu tímaritsins því í ár gefur Samband íslenskra sveitarfélaga út 80. árgang tímaritsins og er tímaritið

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.