Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2020, Síða 10

Sveitarstjórnarmál - 2020, Síða 10
SVEITARSTJÓRNARMÁL Á þessum tímapunkti er núverandi samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um akstursþjónustu fatlaðs fólks að renna sitt skeið. Ákveðið hefur verið að framlengja samninginn til að minnsta kosti sex mánaða, en undirbúningur nýs útboðs hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir, meðal annars vegna ákvörðunar Hafnarfjarðarbæjar um að taka ekki þátt í áframhaldandi samstarfi. Skrifað var undir núverandi samning á miðju árinu 2014 og tók hann gildi 1. janúar 2015. Tóku öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, utan Kópavogs, þátt í útboði um þjónustuna. Meginmarkmið þess að hefja samvinnuna voru tvö. Hið fyrra var að svara kalli notenda og hagsmunasamtaka um samnýtingu ferða með farþega sem tilheyrðu mismunandi sveitarfélögum. Hið seinna var að ná fram fjárhagslegri hagræðingu. Eins og sást í fréttum í upphafi árs 2015 var margt sem fór úrskeiðis í þessu sameiginlega verkefni, svo sem þegar farþegar „týndust“ á ferðalagi sínu um höfuðborgina eða starfsfólki með þekkingu var sagt upp. Í öllu því ferli Akstursþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgar- svæðinu: Samvinnuverkefni með ábyrgðarvanda 10 Sigurbjörg Fjölnisdóttir, verkefnastjóri gæða og þróunar hjá Mosfellsbæ virðist ekki hafa verið ljóst hver bæri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem voru teknar, eða ekki teknar, sem og hver ætti að vera í forsvari fyrir verkefnið. Með orðum Donald F. Kettl: „Ef allir eru við stjórnvölinn, er þá nokkur við stjórnvölinn?“. Það að engin ein stofnun sé í forsvari fyrir verkefni sem og þegar þjónustu er úthýst til annarrar stofnunar þýðir að hin hefðbundna ábyrgðarkeðja hefur tekið breytingum, keðja sem alla jafna er nokkuð einföld í framkvæmd. Mynd 1 sýnir hið flókna skipulag verkefnisins þar sem má sjá bæjarstjóra í tvöföldu hlutverki, annars vegar í samráðshópi SSH (stjórn SSH) og hins vegar sem eigendur byggðasamlagsins Strætó. Engar ákvarðanir um verkefnið eru teknar nema að höfðu samráði við og að fengnu samþykki frá bæjarstjórum. Sveitarfélögin sem eiga hlut í verkefninu eru misstór, með íbúafjölda frá tæplega 5.000 upp í 130.000 og getur stærsta sveitarfélagið, Reykjavíkurborg, auðveldlega sett sig í ráðandi stöðu gagnvart minni sveitarfélögunum í verkefninu. Engar ákvarðanir um verkefnið eru teknar nema að höfðu samráði við og að fengnu samþykki frá bæjarstjórum. Sigurbjörg Fjölnisdóttir Sveitarfélögin Strætó bs. Bæjarstjórar SSH samráð Bæjarstjórar Eigendur Félagsmálastjórar Framkvæmdastjórn Stjórn Sameiginlegt verkefni akstursþjónustu Mynd 1

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.