Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 2020, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 2020, Side 20
SVEITARSTJÓRNARMÁL Grindvíkingar vöknuðu upp við vondan draum 20 Garðar H. Guðjónsson ræðir við Fannar Jónasson, bæjarstjóra í Grindavík, um viðbrögðin við landrisi, jarðskjálftum og hugsanlegri hættu á eldgosi í nágrenni bæjarins Þegar Grindvíkingar tóku á sig náðir eftir vel heppnað þorrablót bæjarbúa aðfaranótt sunnudagsins 26. janúar síðastliðinn voru þeir grunlausir um að bærinn þeirra yrði á allra vörum daginn eftir og efni allra helstu frétta í fjölmiðlum. Þá gerðu vísindamenn opinbert að dagana á undan hefði mælst óvenjulega mikið landris við fjallið Þorbjörn og ekki þótti útilokað að orðið hefði kvikusöfnun sem gæti leitt til eldsumbrota í nágrenni Grindavíkur. Allar viðvörunarbjöllur hófu að klingja og almannavarnir, vísindamenn og viðbragðsaðilar fóru í viðbragðsstöðu. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var ræstur út að morgni sunnudagsins. „Þarna hófst alveg ótrúleg atburðarás sem knúði okkur til að bregðast við með ýmsum hætti, ekki síst með yfirferð og endurskoðun allra viðbragðs- og rýmingaráætlana og mikilli og stöðugri upplýsingagjöf til íbúa. Ég og slökkviliðsstjóri vorum kallaðir til fyrir klukkan níu á sunnudagsmorgninum og beðnir að mæta strax á fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíðinni þar sem saman var kominn um 25 manna hópur frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, vísindamenn Veðurstofunnar, björgunarsveitarfólk og margir fleiri. Okkur var greint frá því að undanfarna daga, eða frá 21. janúar, hefði mælst greinilegt og óvenju mikið landris fyrir vestan Þorbjörn í átt að Eldvörpum, sem er gígaröð utar á Reykjanesinu. Þegar leið á daginn fjölgaði fólki í Skógarhlíðinni og voru þar staddir um 100 manns meira og minna allan daginn,“ segir Fannar í samtali við blaðamann Sveitarstjórnarmála.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.