Sveitarstjórnarmál - 2020, Side 21
SVEITARSTJÓRNARMÁL
21
Voru ekki viðbúin eldgosi
Vegna þessarar atburðarásar var lýst yfir
óvissustigi almannavarna en það er gert
þegar grunur vaknar um að eitthvað sé
að gerast af náttúru- eða mannavöldum
sem á síðari stigum gæti leitt til þess að
heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða
byggðar sé ógnað.
Land hélt áfram að rísa dagana eftir
að tíðindin bárust og jörð skalf ákaft.
Talsverður ótti greip um sig meðal hluta
íbúanna og segir Fannar að frá upphafi
hafi verið lögð áhersla á að upplýsa íbúa
bæjarins um stöðu og framvindu mála og
hugsanleg viðbrögð ef til tíðinda skyldi
draga.
„Þetta reyndi verulega á sveitarfélagið og
íbúa þess. Það kom í ljós að við vorum
ekki nægilega vel búin undir að bregðast
við náttúruvá af þessu tagi. Við vorum
með viðbragðsáætlanir fyrir sveitarfélagið
og stofnanir þess vegna hættu á
eldsvoðum, flóðum og fleiru en ekki
vegna eldgosa eða jarðskjálfta. Það var
gert ráð fyrir kafla um eldgos í áætlunum
fyrir svæðið en sá kafli hafði einfaldlega
ekki verið skrifaður nema að litlu leyti.
Því hófst strax mikil vinna við gerð og
endurskoðun allra viðbragðsáætlana.
Það reyndist vera mikið verkefni sem við
unnum í samráði við Almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann
á Suðurnesjum, vísindasamfélagið,
Veðurstofuna og viðbragðsaðila, bæði
hér heima í Grindavík og á landsvísu. Öll
vinna okkar hjá sveitarfélaginu beindist
að þessu dagana eftir 26. janúar,“ segir
Fannar.
Fjölsóttur íbúafundur
Þann 27. janúar var boðað til íbúafundar
í íþróttahúsinu til þess að upplýsa
bæjarbúa um stöðu mála. Fundurinn
var geysilega fjölsóttur. Um 1.200-
1.400 manns komu til fundarins en
tveir aðilar streymdu honum jafnframt
á netinu og fékk útsendingin gríðarlega
mikið áhorf. Fannar segir að um 90.000
manns hafi fylgst með útsendingunni og
skoðað á YouTube. Berlega kom í ljós í
fréttum fjölmiðla að sumir íbúanna voru
óttaslegnir og því mikilvægt, að sögn
Fannars, að vanda alla upplýsingagjöf.
„Fundurinn heppnaðist vel. Við og
Það skiptir gríðarlega
miklu máli við aðstæður
sem þessar að veita góðar
upplýsingar og raunar það
eina sem er í okkar valdi á
slíkum stundum, auk þess
að fara yfir allan viðbúnað.”
íbúarnir fengum þar góðar og gagnlegar
upplýsingar frá sérfræðingum, meðal
annars fólki frá Veðurstofu Íslands,
Jarðvísindastofnun Háskólans,
Landsbjörg og lögreglunni. Það skiptir
gríðarlega miklu máli við aðstæður sem
þessar að veita góðar upplýsingar og
raunar það eina sem er í okkar valdi á
slíkum stundum, auk þess að fara yfir
allan viðbúnað.
Það síðarnefnda var meginverkefni okkar
á næstu dögum. Við kölluðum saman
forstöðumenn og deildarstjóra allra
stofnana sveitarfélagsins og funduðum
stíft. Allt var gert til að flýta fyrir gerð
viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir
stofnanir sveitarfélagsins. Þær voru
að mörgu leyti ágætlega búnar undir
ýmiss konar vá en ekki þær aðstæður
sem þarna voru uppi. Við fórum yfir
Vinabæjarsamningur staðfestur við Uniejów í Póllandi í nóvember 2019. Á fimmta hundrað
Pólverjar búa í Grindavík og þurfti að hlúa sérstaklega að þeim.