Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 2020, Page 28

Sveitarstjórnarmál - 2020, Page 28
SVEITARSTJÓRNARMÁL eldgosa. Þessar rannsóknir hafa sýnt að við höfum komið upp góðu skipulagi og þjálfun fyrir leitar- og björgunarstörf. En aðrir þættir áfallastjórnunar, eins og enduruppbygging, hafa ekki notið sömu athygli. Einnig er ljóst að víða skortir á samvinnu milli sveitarstjórna og almannavarna á landsvísu. Eftir áfall leita íbúar strax til opinberra aðila í sínu nærumhverfi til að fá lausn sinna mála. Sveitarstjórnir eru hins vegar oft hikandi í viðbrögðum, þar sem hlutverk þeirra á meðan á neyðarástandi stendur og yfirfærsla verkefna til sveitarfélaga eru ekki nógu skýrt skilgreind innan almannavarnakerfisins. Brýn þörf fyrir viðbragðsáætlanir sveitarfélaga var kveikjan að rannsóknarverkefninu Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum (LVN) sem unnið var að á árunum 2006-2008 í samvinnu ráðgjafarstofunnar Rainrace og Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins var að greina hvaða verkefni þarf að vinna eftir náttúruhamfarir til að samfélagið nái bata sem fyrst. Stuðst var við fyrri rannsóknir höfunda þar sem atburðarás í kjölfar fjögurra áfalla, snjóflóða og jarðskjálfta, var rýnd, annars vegar með tilliti til tíma og hins vegar frá sjónarhóli þolenda og viðbragðsaðila.3 Þessu var fylgt eftir með viðtölum við um 200 manns sem á undanförnum áratug höfðu þurft að takast á við afleiðingar þessara náttúruhamfara og byggja upp sín samfélög á ný. Eðli málsins samkvæmt lendir þorri þessara verkefna á borði sveitarfélagsins, - þess aðila sem sér um flesta þætti þjónustu í nærsamfélaginu. Þess vegna þarf að skilgreina verkefnin til langs tíma, skýra ábyrgð og deila henni, og undirbúa lykilaðila í stjórnkerfinu undir þau verkefni sem þeir þurfa að takast á við ef til hamfara kemur. Viðbragðsáætlunin þarf að ná alveg frá þeim tíma þegar hamfarirnar dynja yfir og þar til segja má að samfélagið hafi náð það góðum bata að ekki þurfi sértækar aðgerðir lengur. Það getur tekið nokkur ár, þótt þungi aðgerða sé langmestur í upphafi. 3 Auk rannsókna vegna snjóflóðanna árið 1995 var stuðst við rannsóknir vegna Suðurlandsskjálfta árið 2000, sjá Ásthildur E. Bernharðsdóttir og Sólveig Þorvaldsdóttir (2002). Suðurlandsskjálftar 2000 AVRIK, Reykjavík. 28 Lokaafurðir verkefnisins voru skýrslan Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum og Almennar leiðbeiningar fyrir starfsmenn sveitarfélaga til að flýta endur-uppbyggingu samfélaga eftir hamfarir. Þær eru opnar og öllum aðgengilegar á netinu, en einnig til sölu í Bóksölu stúdenta við Háskóla Íslands. Reynslan af LVN leiðbeiningunum Vinnan við LVN var á lokastigi þegar jarðskjálftarnir á Suðurlandi riðu yfir 29. maí 2008. Forsvarsmenn sveitarfélaga á Suðurlandi fengu umsvifalaust aðgang að lokadrögum leiðbeininganna, að ráði formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ, sem þekkti verkefnið vel. Sveitarstjórnir Árborgar og Hveragerðis ákváðu strax að nota leiðbeiningarnar sem verkfæri í þeirri vinnu sem fram undan var. Lýsti bæjarstjóri Árborgar því síðar hversu ómetanlegt það hafi reynst að geta stuðst við LVN leiðbeiningar í þeirri ringulreið sem óhjákvæmilega skapaðist í byrjun, og að geta stuðst við gátlista þegar skipuleggja þurfti flókin verkefni dagana og vikurnar eftir jarðskjálftana.4 Í leiðbeiningunum er gengið út frá því að sveitarfélög hafi unnið viðbragðsáætlanir áður en áfall skellur á, en sveitarstjórnirnar í Árborg og Hveragerði þurftu að semja viðbragðsáætlanir samhliða því sem þær brugðust við þeim áskorunum sem upp höfðu komið við jarðskjálftana. Síðan þá hafa þessi tvö sveitarfélög unnið sértækar greiningar á mögulegum áhrifum hamfara eða annarra áfalla, og 4 Sjá Ragnheiður Hergeirsdóttir, Kafli VII í Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum, Stofnun Sæmundar fróða, Reykjavík 2008. Frá snjóflóðunum á Flateyri í janúar 2020. Ljósm.: Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.