Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2020, Qupperneq 33

Sveitarstjórnarmál - 2020, Qupperneq 33
SVEITARSTJÓRNARMÁL 33 að verkum að umferð um hringveginn færist norður fyrir Selfoss í stað þess að fara í gegnum bæinn. Einnig má geta þess að hafin er bygging nýs miðbæjar í gömlum stíl og fyrirhuguð er gerð 18 holu golfvallar rétt utan við Selfoss. Fólksflutningar af höfuðborgarsvæðinu Tómas Ellert segir nokkrar ástæður búa að baki mikilli íbúafjölgun og uppbyggingu í sveitarfélaginu. „Þetta stappar auðvitað nærri því að vera einsdæmi á landinu, það er einna helst að hægt sé að hafa fjölgun íbúa í Reykjanesbæ til samanburðar. Við náðum 10 þúsund íbúa markinu í lok síðasta árs og þar af búa 8.600 á Selfossi. Þetta skýrist að stórum hluta af nálægðinni við höfuðborgarsvæðið og háu fasteignaverði þar, sem skýrist meðal annars af þéttingarstefnunni í borginni. Fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur séð sér leik á borði og selt íbúðir þar en keypt sér stærri fasteignir á Selfossi. Margir hafa jafnframt flutt hingað utan af landi, fólk sem vill búa í grennd við höfuðborgina og starfar þar. Yfir fimmtungur íbúa á Selfossi starfar á höfuðborgarsvæðinu og stór hluti þeirra hefur háskólamenntun. Við erum mjög ánægð með áherslu yfirvalda á störf án staðsetningar því hluti þeirra sem hér búa munu njóta góðs af því þannig að þeir þurfa ekki að fara daglega í bæinn. Þurfi fólk að fara á fundi á höfuðborgarsvæðinu milli níu og fjögur á daginn, þegar umferð er minni en fyrst á morgnana og síðdegis, tekur ferðin þangað ekki nema um 40 mínútur,“ segir Tómas Ellert. Hann er sjálfur lýsandi dæmi um íbúa eins og þá sem lýst er hér að framan. Háskólamenntaður fjölskyldumaður sem hefur búið á höfuðborgarsvæðinu en jafnframt búið á Selfossi og sótt vinnu til höfuðborgarinnar. Tómas Ellert Tómas Ellert Tómasson fæddist 20. nóvember 1970. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1991, byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands (HR) árið 2000 og byggingarverkfræðingur frá University of Washington, Seattle, árið 2002. Tómas Ellert hefur sinnt verkefnastjórnunar-, ráðgjafa- og hönnunarstörfum um árabil og starfar nú fyrir SG-hús ehf. og Eðalbyggingar ehf. á Selfossi. Tómas Ellert er bæjarfulltrúi fyrir Miðflokkinn, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg ásamt því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hönd sveitarfélagsins. Á myndinni hér að ofan er Tómas Ellert staddur við Gullfoss sumarið 2019 með annan tvíburann sinn á bakinu.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.